Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ákvað að vera fabjúlös, fyndinn og frábær

„Mér var strítt í grunn­skóla og smá í fram­halds­skóla líka,“ seg­ir Sig­urð­ur Heim­ir Guð­jóns­son, sem sagði upp starf­inu sínu fyr­ir ári og vinn­ur nú al­far­ið sem dragdrottn­ing­in Gógó Starr. Hann sýn­ir á æsku­slóð­un­um á Ak­ur­eyri um helg­ina.

Ákvað að vera fabjúlös, fyndinn og frábær
Gógó Starr Sigurður Heimir Guðjónsson var nýi strákurinn í Verkmenntaskólanum þegar honum var kastað út í hlutverk dragdrottningar í uppfærslu Verkmenntaskólans á „We Will Rock You“. Nú snýr hann aftur. Mynd: Ben Strothmann

Ein fremsta dragdrottning landsins, Gógó Starr, snýr aftur til æskuslóðanna á Akureyri um helgina. Reykjavík Kabarett mun sýna bæði föstudags- og laugardagskvöld í Samkomuhúsinu og eru sýningarnar bannaðar innan 18 ára og „hentar ekki fólki sem er viðkvæmt fyrir undrum mannslíkamans“.

Sigurður Heimir Guðjónsson hefur komið fram undir nafninu Gógó Starr síðan 2013 og vann Draggkeppni Íslands árið 2015. Hann segist hlakka til að sýna aftur í heimabæ sínum, þó að honum hafi oft liðið út undan, verandi öðruvísi í smáu samfélagi. „Það var lúmskt erfitt,“ segir hann. „Ekki bara að vera hinsegin, heldur líka að líða eins og maður sé öðruvísi en allir. Mér var strítt í grunnskóla og smá í framhaldsskóla líka. En svo lærði ég að „owna“ það, hunsa neikvæðu raddirnar og vera fabjúlös, fyndinn og frábær. Sem hefur gert mig að miklu sterkari manneskju.“

Ásamt Gógó Starr munu Margrét Erla Maack, Lárus töframaður og fleiri burlesque …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár