Ein fremsta dragdrottning landsins, Gógó Starr, snýr aftur til æskuslóðanna á Akureyri um helgina. Reykjavík Kabarett mun sýna bæði föstudags- og laugardagskvöld í Samkomuhúsinu og eru sýningarnar bannaðar innan 18 ára og „hentar ekki fólki sem er viðkvæmt fyrir undrum mannslíkamans“.
Sigurður Heimir Guðjónsson hefur komið fram undir nafninu Gógó Starr síðan 2013 og vann Draggkeppni Íslands árið 2015. Hann segist hlakka til að sýna aftur í heimabæ sínum, þó að honum hafi oft liðið út undan, verandi öðruvísi í smáu samfélagi. „Það var lúmskt erfitt,“ segir hann. „Ekki bara að vera hinsegin, heldur líka að líða eins og maður sé öðruvísi en allir. Mér var strítt í grunnskóla og smá í framhaldsskóla líka. En svo lærði ég að „owna“ það, hunsa neikvæðu raddirnar og vera fabjúlös, fyndinn og frábær. Sem hefur gert mig að miklu sterkari manneskju.“
Ásamt Gógó Starr munu Margrét Erla Maack, Lárus töframaður og fleiri burlesque …
Athugasemdir