Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Guðmundur vann náið með unglingum í viðkvæmri stöðu þrátt fyrir grun um kynferðisbrot

Lög­regl­an tjáði ekki barna­vernd­ar­yf­ir­völd­um að stuðn­ings­full­trú­inn hjá Reykja­vík­ur­borg hefði ver­ið kærð­ur fyr­ir gróf kyn­ferð­is­brot gegn ung­menn­um. Meint brot gegn sjö manns til rann­sókn­ar.

Guðmundur vann náið með unglingum í viðkvæmri stöðu þrátt fyrir grun um kynferðisbrot
Guðmundur Ellert Björnsson Starfsmaður barnaverndar er í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarleg kynferðisbrot gegn börnum. Mynd: Af Facebook

Kæra á hendur Guðmundi Ellerti Björnssyni, stuðningsfulltrúa hjá Barnavernd Reykjavíkur, lá á borði kynferðisbrotadeildar lögreglu í um fimm mánuði áður en barnaverndaryfirvöld fengu að vita að hann væri til rannsóknar vegna meintra kynferðisbrota gegn börnum. Guðmundur situr nú í gæsluvarðhaldi, en allt þar til í síðustu viku starfaði hann náið með unglingum á skammtímaheimili þar sem meðal annars eru vistuð fylgdarlaus börn sem hafa komið einsömul til Íslands í leit að hæli.

Stöð 2 greindi frá máli mannsins á mánudag þegar Guðmundur var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hafði þá Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður pilts sem kærði Guðmund fyrir kynferðisbrot í ágúst 2017, ítrekað rekið á eftir því að málið yrði rannsakað. Haft var eftir Sævari í kvöldfréttum RÚV á þriðjudag að hann vissi af níu öðrum einstaklingum sem teldu Guðmund hafa brotið gegn sér. Guðmundur hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot árið 2013, en þá reyndust brotin sem honum voru gefin að sök fyrnd. Vinnuveitendur mannsins fengu ekki að vita af umræddri kæru frekar en þeirri sem lögð var fram í ágúst.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu viðurkennir að hafa með þessu gert alvarleg mistök, en Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar, hefur sagt að annríki og málafjöldi hjá embættinu hafi orðið til þess að ekki reyndist mögulegt að sinna málinu með viðeigandi hætti. „Það er yfirsjón, já,“ sagði Árni Þór í samtali við Vísi. „Hér hefur verið gríðarlegur erill síðasta árið og þegar þannig ástand er þá aukast líkurnar á svona.“ Barnaverndarnefnd Reykjavíkur vinnur nú að því að hafa samband við þá sem maðurinn hefur umgengist í störfum sínum í gegnum tíðina, en Guðmundur hefur starfað með börnum og unglingum um tuttugu ára skeið.  Fram kom íKastljósi í kvöld að lögreglan rannsakaði nú meint kynferðisbrot Guðmundar gegn sjö manns. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár