Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Strætó fær engar merkingar inni í Leifsstöð

Komufar­þeg­um í Leifs­stöð er ekki bent á al­menn­ings­sam­göng­ur inn­an­dyra. Isa­via lof­ar að bæta úti­merk­ing­ar vegna Strætó. Upp­lýs­inga­full­trúi Strætó seg­ir þetta eins­dæmi í Evr­ópu.

Strætó fær engar merkingar inni í Leifsstöð
Leifsstöð Rekstarfélag flugstöðvarinnar, Isavia, hefur ekki sett upp skilti fyrir almenningssamgöngur inni í flugstöðinni. Mynd: Shutterstock

Engar merkingar eru innan Leifsstöðvar sem benda komufarþegum á almenningssamgöngur. Forsvarsmenn Strætó hafa óskað eftir því við Isavia að ferðamönnum sé bent á vagnana til jafns við rútur og leigubíla. Þeim hafi verið lofað bættum merkingum utandyra síðasta sumar, en við það hafi ekki verið staðið. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að það standi til á næstu mánuðum.

„Þetta er eini flugvöllur Evrópu sem ég veit um þar sem er ekki bent á almenningssamgöngur,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó. „Ef þú ferð á London Heathrow er bent á neðanjarðarlestina og strætisvagna, þó að það séu leigubílar og annað í boði líka. Það að opinbert fyrirtæki eins og Isavia sé að standa í vegi fyrir að almenningssamgöngur séu auglýstar finnst mér furðulegt.“

Þurfa að ganga 200 metra til að finna Strætó

Til að finna Strætó þurfa komufarþegar að labba 200 metra fram hjá skammtímastæðunum fyrir utan flugstöðina. Í júní síðastliðnum fékk Strætó upplýsingar frá Isavia um að til stæði að bæta við fjórum skiltum utandyra þar sem bent er á almenningssamgöngur. Við það hafi ekki verið staðið, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. „Það er ekkert skýli, bara staur, en ekkert merkt annars,“ segir Guðmundur. „Okkur langaði að hafa skilti þar sem er bent á almenningssamgöngur, en fannst eins og þau settu okkur undir sama hatt og rútufyrirtæki.“

Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, ætlar fyrirtækið sér að uppfylla þetta loforð. „Til stendur að uppfæra merkingakerfi fyrir utan flugstöðina nú á fyrstu mánuðum þessa árs svo að farþegar eigi auðveldara með að rata að þeim samgöngulið sem þeir hyggist nýta sér,“ segir Guðjón. „Merkingar verða áfram bæði á ensku og íslensku.“

Guðjón segir jafnframt að til standi að færa stoppistöð Strætó til, en ekki hvort hún verður nær eða fjær flugstöðinni eða hvort aðstaða verði bætt með einhverjum hætti. Sem stendur er ekki skýli við stoppistöðina. Engin svör fengust um hvort Strætó yrði bætt inn á skiltin innanhúss.

RúturIsavia hefur lagt umdeilt gjald á rútur og vísar lítið á ódýrari kostinn, Strætó.

Ódýrasti kosturinn til Reykjavíkur

Á íslenska vef Keflavíkurflugvallar er sérstakur flipi þar sem upplýsingar um ferðir Strætó er að finna. Á enska vefnum hins vegar er Strætó flokkaður með einkareknu rútufyrirtækjunum Gray Line og Flybus undir flipanum „Buses“. Bæði rútufyrirtækin hafa greitt gjald fyrir stæði upp við flugstöðina.

Leið 55 hjá Strætó gengur frá Leifsstöð til miðborgar Reykjavíkur níu sinnum á dag og kostar miðinn 1.840 kr. Til samanburðar kostar slík ferð 2.700 kr. með Flybus, en ferðir eru tíðari og ferðatíminn styttri. Ætli farþegi frá Leifsstöð til eins af sveitarfélögunum á Suðurnesjum kostar ferðin þó aðeins 460 kr.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flugvallarmál

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár