Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Unga fólkið vill aðskilnað ríkis og kirkju

Ný könn­un sýn­ir að um 56 pró­sent Ís­lend­inga vilja að­skiln­að rík­is og kirkju. Ungt fólk, Reyk­vík­ing­ar og kjós­end­ur Pírata eru lík­leg­ast­ir til að vilja að­skiln­að.

Unga fólkið vill aðskilnað ríkis og kirkju

Rúmlega 55 prósent Íslendinga eru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju á meðan hátt í 22 prósent eru andvígir aðskilnaði. Þá eru tæplega 23 prósent í meðallagi hlynntir eða andvígir. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun sem Maskína gerði í samstarfi við Stundina. 

Töluverður munur er á afstöðu fólks eftir aldri, en yngri aldurshópar eru mun líklegri til að vera hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju en þeir sem eru eldri. Þannig eru rúmlega 75 prósent svarenda á aldrinum 18 til 29 ára hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju, en aðeins 8,6 prósent í þeim aldurshópi eru andvígir. Hins vegar eru 40 prósent þeirra sem eru á aldrinum 60 ára og eldri hlynntir aðskilnaði, en 34,8 prósent eru andvígir. 

Búseta hefur einnig áhrif á afstöðu fólks til aðskilnaðar, en 64,4 prósent Reykvíkinga eru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju á meðan einungis 37,5 prósent íbúa á Norðurlandi vilja aðskilnað. Alls eru 56,5 prósent íbúa á Vesturlandi og Vestfjörðum hlynnt aðskilnaði, 52,9 íbúa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, 47,8 prósent íbúa á Austurlandi og 46,9 prósent íbúa á Suðurlandi og Reykjanesi.

Afstaða fólks til aðskilnaðar ríkis og kirkju er einnig breytileg eftir stjórnmálaskoðunum. Rúmlega 89 prósent þeirra sem kjósa Pírata eru hlynntir aðskilnaði og aðeins rúmlega sex prósent eru andvígir. Kjósendur Miðflokksins eru ólíklegastir til að vilja aðskilnað ríkis og kirkju, en 19,4 prósent þeirra sem kjósa Miðflokkinn eru hlynntir aðskilnaði en 39,5 prósent eru andvígir aðskilnaði. Þá segjast 75,5 prósent kjósenda Vinstri grænna vilja aðskilnað, 70,1 prósent kjósenda Viðreisnar og 62,3 prósent kjósenda Samfylkingarinnar. Meiri andstöðu var að finna meðal kjósenda annarra flokka; 23,7 prósent kjósenda Flokks fólksins eru hlynntir aðskilnaði, 26,3 prósent kjósenda Framsóknarflokksins og 37,4 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins.

Maskína spurði síðast um afstöðu til aðskilnaðar ríkis og kirkju árið 2015. Ekki er marktæk breyting á afstöðu milli 2015 og 2018 en árið 2015 sögðust 49 prósent landsmanna vera hlynntir aðskilnaði. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár