Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Íslensk stjórnvöld munu borga þér fyrir að búa þar og giftast konunum þeirra“

Mynd­band hvet­ur út­lend­inga til að gift­ast ís­lensk­um kon­um, þar sem yf­ir­völd muni gefa þeim hús.

„Íslensk stjórnvöld munu borga þér fyrir að búa þar og giftast konunum þeirra“
Ýkjumyndband af íslenskum konum Myndbandið hefur verið spilað oftar en þremur milljón sinnum. Mynd: Facebook
Úr myndbandinuErlendir karlmenn eru hvattir til þess að flytja til Íslands og eru birtar myndir af íslenskum konum.

„Þær eru að leita að karlmönnum,“ segir í vinsælu myndbandi sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum í dag, þar sem gefið er til kynna að útlendingar sem flytja til Íslands muni fá greitt fyrir að giftast íslenskum konum. „Útlendingar munu fá fimm þúsund dollara á mánuði fyrir hverja íslenska konu sem þeir giftast. Fyrir hverja íslenska konu sem þú giftist munu yfirvöld gefa þér hús,“ segir í myndbandinu.

Grínvefurinn 2KOOL birtir myndbandið og hafa nú þegar 3,2 milljónir horft á það. Myndbandið er augljóslega í ýkjustíl, en engu að síður birtir vefurinn fyrirspurn frá áhorfanda sem spyr út í sannleiksgildið. 

„Vinsamlegast ekki gera þetta. Þetta leiðir bara til þess að íslenskar konur verða áreittar á netinu af hálfvitum,“ segir Svavar Knútur tónlistarmaður í ummælum undir myndbandinu.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Ísland er kynnt með þessum hætti. Fréttir af því að útlendingar fái greidda um hálfa milljón króna á mánuði fyrir að giftast íslenskum konum, vegna mannfæðar eða skorts á karlmönnum, hafa lengi gengið í arabaheiminum og í Afríku, svo eitthvað sé nefnt. 

Þórunn Ólafsdóttir, baráttukona fyrir réttindum hælisleitenda, ræddi þessi mál á Facebook-síðu sinni árið 2016.

„Allir eru að tala um Ísland. Nú gengur póstur um netið á arabísku þar sem segir að íslenskur ráðherra hafi lofað þeim útlendingum sem giftast Íslendingum fimmþúsund dollurum í brúðargjöf. Ástæðan er sögð vera að við þurfum fleira fólk því Ísland sé svo fámennt. Fólk tekur þessu með fyrirvara en þið getið ímyndað ykkur spurningaflóð dagsins,“ sagði Þórunn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár