Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Íslensk stjórnvöld munu borga þér fyrir að búa þar og giftast konunum þeirra“

Mynd­band hvet­ur út­lend­inga til að gift­ast ís­lensk­um kon­um, þar sem yf­ir­völd muni gefa þeim hús.

„Íslensk stjórnvöld munu borga þér fyrir að búa þar og giftast konunum þeirra“
Ýkjumyndband af íslenskum konum Myndbandið hefur verið spilað oftar en þremur milljón sinnum. Mynd: Facebook
Úr myndbandinuErlendir karlmenn eru hvattir til þess að flytja til Íslands og eru birtar myndir af íslenskum konum.

„Þær eru að leita að karlmönnum,“ segir í vinsælu myndbandi sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum í dag, þar sem gefið er til kynna að útlendingar sem flytja til Íslands muni fá greitt fyrir að giftast íslenskum konum. „Útlendingar munu fá fimm þúsund dollara á mánuði fyrir hverja íslenska konu sem þeir giftast. Fyrir hverja íslenska konu sem þú giftist munu yfirvöld gefa þér hús,“ segir í myndbandinu.

Grínvefurinn 2KOOL birtir myndbandið og hafa nú þegar 3,2 milljónir horft á það. Myndbandið er augljóslega í ýkjustíl, en engu að síður birtir vefurinn fyrirspurn frá áhorfanda sem spyr út í sannleiksgildið. 

„Vinsamlegast ekki gera þetta. Þetta leiðir bara til þess að íslenskar konur verða áreittar á netinu af hálfvitum,“ segir Svavar Knútur tónlistarmaður í ummælum undir myndbandinu.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Ísland er kynnt með þessum hætti. Fréttir af því að útlendingar fái greidda um hálfa milljón króna á mánuði fyrir að giftast íslenskum konum, vegna mannfæðar eða skorts á karlmönnum, hafa lengi gengið í arabaheiminum og í Afríku, svo eitthvað sé nefnt. 

Þórunn Ólafsdóttir, baráttukona fyrir réttindum hælisleitenda, ræddi þessi mál á Facebook-síðu sinni árið 2016.

„Allir eru að tala um Ísland. Nú gengur póstur um netið á arabísku þar sem segir að íslenskur ráðherra hafi lofað þeim útlendingum sem giftast Íslendingum fimmþúsund dollurum í brúðargjöf. Ástæðan er sögð vera að við þurfum fleira fólk því Ísland sé svo fámennt. Fólk tekur þessu með fyrirvara en þið getið ímyndað ykkur spurningaflóð dagsins,“ sagði Þórunn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
5
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár