Fjórir erlendir sérfræðingar standa nú í málaferlum við íslenska fyrirtækið Arctic Portal vegna brota á réttindum starfsmanna. Á sama tíma hefur fyrirtækið þegið háa alþjóðlega styrki, meðal annars frá Evrópusambandinu, vegna rannsókna á Norðurslóðum. Samkvæmt upplýsingum á vef framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur fyrirtækið alls fengið fjóra stóra styrki til Norðurslóðarannsókna á síðastliðnum árum og nema þeir alls tæplega 1,5 milljónum evra, eða um 186 milljónum íslenskra króna.
„Þetta er eilíf barátta í kringum þetta fyrirtæki.“
Íslenskt heiti Arctic Portal er Norðurslóðagáttin og er alhliða vettvangur upplýsingamiðlunar um Norðurslóðir. Yfir fjörutíu Norðurslóðasamtök og vinnuhópar hafa sett upp vefsetur og vinnusvæði hjá Norðurslóðagáttinni, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins. Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Arctic Portal, þvertekur fyrir að fyrirtækið hafi brotið á réttindum starfsmanna. „Þarna er verið að reyna að túlka samninga með öðrum hætti en hafði viðgengist til langs tíma, og afturvirkt, til þess að reyna að hafa fé út úr okkur. Vegna þess …
Athugasemdir