Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tilraunakenndir tónar og hin eilífa endurtekning

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 26. janú­ar–8. fe­brú­ar.

Tilraunakenndir tónar og hin eilífa endurtekning

Úlfur Eldjárn

Hvar? Mengi
Hvenær? 26. janúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Úlfur Eldjárn fer gjarnan óvenjulegar og tilraunakenndar leiðir í tónlist sinni. Á tónleikunum mun hann bjóða áheyrendum með sér inn í kosmískar víddir nýrrar raftónlistar sem hann er með í vinnslu. Fyrir skemmstu gaf Úlfur út plötuna „The Aristókrasía Project“, þar sem hann blandar saman hljóðgervlum, lifandi strengjum og slagverki.

Godchilla útgáfutónleikar

Hvar? Iðnó
Hvenær? 27. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Leðjukennda rokksveitin Godchilla fagnar þriðju útgáfu sinni, „Hypnopolis“, en hún var tilnefnd til Kraumverðlauna 2017. Lög sveitarinnar einkennast af sveimkenndu gítarspili og drynjandi bassa, rólegum en taktföstum trommum, með ómandi söng. Hljómsveitin hefur lofað miklu sjónarspili þar sem skilin milli tónflutnings og fjarflutnings munu mást út. Þeim til liðs verða russian.girls og Sindri 7000.

Japanshátíð

Hvar? Veröld – hús Vigdísar
Hvenær? 27. janúar kl. 14.00-17.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Hin árlega Japanshátíð er haldin í 14. skiptið og í fyrsta skiptið í nýbyggðu tungumálabyggingu Háskóla Íslands. Í ár er lögð áhersla á hefðbundnar japanskar listir og siði og er þar Rakugo fremst í fararbroddi, en það er uppistandsform Japans þar sem sögumaður flytur einleiksverk. Einnig verða sýndar bardagalistir, kennsla í japönskum pop dönsum og aðrir viðburðir.

Vetrarhátíð

Hvar? Víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu
Hvenær? 1.–4. febrúar

Á hinni árlegu Vetrarhátíð fær myrkur að njóta sín og fjöldinn allur af listamönnum halda sérstakar sýningar og viðburði. Á föstudeginum er Safnanótt, en þá bjóða fjölmörg söfn upp á fjölbreytta dagskrá og ókeypis aðgang frá 18.00, og á laugardaginn er Sundlauganótt þar sem sundlaugarnar gera slíkt hið sama. Hægt er að sjá fulla dagskrá á vetrarhatid.is.

Innrás I: Guðmundur Thoroddsen

Hvar? Ásmundarsafn
Hvenær? 2. febrúar–2. apríl
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Innrás er fjögurra hluta sýningarröð þar sem listamönnum er boðið að „ráðast inn“ í yfirlitssýningu Ásmundar Sveinssonar, „List fyrir fólkið“. Á fyrstu sýningunni er að finna verk Guðmundar Thoroddsen, en hann hefur undanfarin ár beint sjónum sínum á kómískan hátt að karlmennskunni og notað til þess meðal annars skúlptúra úr keramik og viði. Guðmundur verður með leiðsögn 2. febrúar kl. 20.00.

Groundhog Day dagur

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 2. febrúar kl. 10.00–22.00
Aðgangseyrir: 1.200 kr.

Á Groundhog deginum sjálfum efnir Bíó Paradís til veislu þar sem kvikmyndin um manninn sem er fastur í 2. febrúar er sýnd frá morgni til kvölds, með fyrstu sýningu klukkan 10 og þá síðustu 22. Hugleikur Dagsson verður til staðar til að kynna myndina í hvert einasta skipti, og teikna sama verk frá morgni til kvölds eins og hann sé fastur í sinni eigin eilífri endurtekningu.

Emmsjé Gauti

Hvar? Græni hatturinn, Akureyri
Hvenær? 3. febrúar kl. 22.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Fjölskylduvæna andlit nýju bylgju íslenska rappsins, vel klæddi maðurinn sem sagðist elska þessar mellur en er nú orðinn faðir og femínisti, Emmsjé Gauti, heldur tónleika fyrir norðan og hvetur alla til að mæta í lakkskóm og undirbúa sig fyrir að dansa. Með Gauta koma fram vel valdir vinir hans.

Legend útgáfutónleikar

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 3. febrúar kl. 00.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Fimm ár eru á milli frumraunar iðnaðarrokksveitarinnar Legend og nýju breiðskífunnar „Midnight Champion“ sem hljómsveitin fagnar nú. Á þessum fimm árum hefur hljómsveitin spilað víða erlendis og hefur ekki komið fram á Íslandi síðan 2014. Búast má við miklum tilburðum og myrku rokki sem á jafn mikið heima á Gauknum og í iðnaðarhverfi þar sem fagnað er síðasta degi jarðar.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
7
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
10
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
7
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
5
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár