„Nefndu tíu fræga Belga“ er þekktur drykkjuleikur í Bretlandi. Belgía virðist land sem Bretar vita lítið um og hafa sumir móðgast yfir því sérstaklega að núverandi Bandaríkjaforseti hefur sótt Belga heim en ekki Breta. Fyrir Íslendinga væri slíkur leikur þó auðveldur, að minnsta kosti ef skáldskaparpersónur teldust gildar. Tinni og Tobbi, Kjartan og Strumparnir, Svalur og Valur, Viggó viðutan, Lukku Láki og Léttfeti, Steini sterki. Allt eru þetta Belgar.
Hin mikla arfleifð Belgíu minnir á sig strax á flugvellinum. Geimflaugin rauðköflótta sem flutti Tinna til tunglsins tekur á móti manni. En það eru margir aðrir þekktir Belgar til. Þeir eiga tónlistarmenn á borð við Jacques Brel og Adolphe Sax (sem fann upp saxafóninn), leikara á borð við Jean-Claude Van Damme og Leópold II Belgíukonungur er smám saman að verða viðurkenndur sem einn af helstu níðingum sögunnar, við hlið manna eins og Hitler og Stalín.
Og svo eiga þeir heilan helling …
Athugasemdir