Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Íbúðalánasjóður: Afnám stimpilgjalds myndi hækka fasteignaverð

Átta þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins vilja af­nema stimp­il­gjald til að „auð­velda fólki að afla sér íbúð­ar­hús­næð­is“. Íbúðalána­sjóð­ur og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins telja hins veg­ar slíka að­gerð til þess fallna að þrýsta upp hús­næð­isverði.

Íbúðalánasjóður: Afnám stimpilgjalds myndi hækka fasteignaverð
Vilja auka flæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og meðflutningsmaður.

Íbúðalánasjóður telur að afnám stimpilgjalds myndi að öllum líkindum leiða til hækkunar fasteignaverðs. Þetta kemur fram í umsögn stofnunarinnar um frumvarp sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins, með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í broddi fylkingar, lögðu fram öðru sinni þann 15. desember síðastliðinn. Þar er lagt til að stimpilgjald vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði verði afnumið, en með þessu vilja þingmennirnir „auðvelda fólki að afla sér íbúðarhúsnæðis og auka skilvirkni og flæði á markaði með íbúðarhúsnæði“.

Í greinargerð frumvarpsins segir meðal annars: „Sýnt þykir að stimpilgjald hafi áhrif til hækkunar fasteignaverðs.“ Íbúðalánasjóður tekur ekki undir þetta og segir að áhrif stimpilgjalda á fasteignaverð séu „að öllum líkindum til lækkunar.“

Anna Guðmunda IngvarsdóttirYfirlögfræðingur Íbúðalánasjóðs segir að afnám stimpilgjalds myndi líklega hækka fasteignaverð.

Fram kemur í álitinu að niðurstöður ýmissa rannsókna bendi til þess að sá viðskiptalegi ábati sem til komi vegna afnáms stimpilgjalds falli alfarið til seljenda, þ.e. að lækkun stimpilgjalda leiði til samsvarandi hækkunar íbúðaverðs. „Við aðstæður eins og á íslenskum fasteignamarkaði, þar sem framboð nýrra íbúða hefur brugðist hægt við verðbreytingum, er líklegra en ella að lækkun eða afnám stimpilgjalda skili sér út í hærra fasteignaverð,“ segir í umsögn Íbúðalánasjóðs sem er undirrituð af Önnu Guðmundu Ingvarsdóttur, yfirlögfræðingi stofnunarinnar.

Þá er vakin athygi á því að breyting á stimpilgjöldum geti haft meiri áhrif á fasteignaverð en sem nemur skattbreytingunni. „Þannig geti lækkun stimpilgjalds um 0,8 prósentustig kaupverðs, eins og lagt er til með frumvarpinu, valdið hækkun fasteignaverðs sem nemur meira en 0,8 prósentustigum. Sé sú raunin enda kaupendur á að greiða meira fyrir íbúðir eftir lækkun stimpilgjalda.“ 

Í umsögn Samtaka atvinnulífsins um sama þingmál er einnig bent á að óvíst sé hvort frumvarpið nái því markmiði að auðvelda fólki að afla sér íbúðarhúsnæðis. „Aðgerðir eins og þessar eru til þess fallnar að ýta undir eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sem leiðir til verðhækkunar,“ segir þar. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, en meðflutningsmenn eru þau Óli Björn Kárason, Vilhjálmur Árnason, Páll Magnússon, Njáll Trausti Friðbertsson, Ásmundur Friðriksson, Bryndís Haraldsdóttir og Brynjar Níelsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Húsnæðismál

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Löngu lækkunarskeiði í raunverði íbúða lokið
FréttirHúsnæðismál

Löngu lækk­un­ar­skeiði í raun­verði íbúða lok­ið

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un kynnti ný­ver­ið nýtt fast­eigna­mat fyr­ir ár­ið 2025. Heild­armat á íbúð­um lands­ins allt hækk­aði um 3,2 pró­sent. Mun þetta vera í fyrsta sinn síð­an ár­ið 2010 að verð­þró­un íbúð­ar­hús­næð­is mæl­ist lægri en verð­bólga, sem mæl­ist rúm­lega sex pró­sent. Ým­is­legt bend­ir þó til þess að þessu lækk­un­ar­skeiði sé nú lok­ið og raun­verð­ið muni mæl­ast hærra en verð­bólga á næstu miss­er­um.
Draga upp dökka mynd af stöðu húsnæðismála í landinu
ViðskiptiHúsnæðismál

Draga upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála í land­inu

Ný mán­að­ar­skýrsla Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar dreg­ur upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála hér á land. Fram­boð á íbúð­um hef­ur minnk­að, eft­ir­spurn auk­ist sem hef­ur leitt af sér mikl­ar verð­hækk­an­ir. Þá hef­ur upp­bygg­ing á í nýju hús­næði dregst sam­an. Fjölgi áform­uð­um fram­kvæmd­um ekki á þessu ári mun fram­boð nýrra íbúða að­eins mæta þriðj­ungi af væntri hús­næð­is­þörf fyr­ir ár­ið 2026.
Framboð á íbúðum fyrir meðaltekjufólk snarminnkar
FréttirHúsnæðismál

Fram­boð á íbúð­um fyr­ir með­al­tekju­fólk snar­minnk­ar

Í nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar kem­ur fram að þrátt fyr­ir auk­ið heild­ar­fram­boð á íbúð­um í borg­inni hef­ur íbúð­um sem fólk með með­al­tekj­ur gefst kost­ur á að kaupa hef­ur fækk­að mik­ið. Íbúð­ir með greiðslu­byrði und­ir 250.000 krón­um á óverð­tryggðu láni hef­ur fækk­að um helm­ing á þessu ári og að­eins að finna um 50 íbúð­ir til sölu sem falla und­ir við­mið HMS.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár