Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lofgrein um Davíð í Morgunblaðinu á skjön við Rannsóknarskýrsluna

Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son skrif­ar eina og hálfa opnu um fer­il Dav­íðs Odds­son­ar, rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, í Morg­un­blað­ið í dag. Hann er ósam­mála nið­ur­stöð­um rann­sókn­ar­nefnd­ar Al­þing­is og lýs­ir Dav­íð sem nokk­urs kon­ar bjarg­vætti Ís­lands í hrun­inu. Sögu­skýr­ing Hann­es­ar um hrun­ið er kennd í skyldu­nám­skeiði við Há­skóla Ís­lands. Skýrsla Hann­es­ar um hrun­ið, fjár­mögn­uð af fjár­mála­ráðu­neyti Bjarna Bene­dikts­son­ar, er vænt­an­leg.

Lofgrein um Davíð í Morgunblaðinu á skjön við Rannsóknarskýrsluna
Hannes og Davíð Hannes Hólmsteinn Gissurarson er æviráðinn prófessor við Háskóla Íslands og eru söguskýringar hans kenndar í skyldunámskeiði við stjórnmálafræðiskor. Mynd: Wikipedia

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, skrifar þriggja síðna úttekt um feril Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum í Morgunblaðið í dag í tilefni 70 ára afmælis hans. Skrif Hannesar eru í takt við námsefni hans í skyldunámskeiði við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, en söguskýringin gengur í berhögg við þær niðurstöður sem fram koma í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið frá 2010.

Í grein Hannesar er fullyrt að Davíð hafi aðeins verið búinn að vera nokkrar vikur í Seðlabankanum þegar hann var farinn að hafa áhyggjur af örum vexti íslensku bankanna. Haustið 2007 hafi hann sest niður með eiginkonu sinni og rætt við hana um hvort hann ætti að segja af sér. Hann hefði svo þungar áhyggjur af bönkunum. „Fáir sem engir vildu hlusta á varnaðarorð hans og hann gerði ráð fyrir að sér yrði kennt um ef bankarnir féllu. Davíð ákvað samt að þrauka í bankanaum,“ segir meðal í grein Hannesar. 

Enn fremur hafi Davíð, og hinir bankastjórar Seðlabankans, varað stjórnvöld við yfirvofandi bankahruni í ársbyrjun 2008. Hannes greinir ítrekað frá því að aðgerðir til að fyrirbyggja eða milda bankahrun hafi fyrst og fremst strandað á Samfylkingunni. „Þótt þeir Geir H. Haarde forsætisráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra tækju viðvaranir Davíðs alvarlega gegndi öðru máli um forystumenn Samfylkingarinnar,“ segir í greininni.

Um stjórnarslitin í kjölfar hrunsins segir Hannes að Samfylkingin hafi ekki þolað álagið og gengið úr stjórn Geirs H. Haarde í janúarlok 2009. „Ný vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur braut viðtekna venju um sjálfstæði seðlabanka og hrakti seðlabankastjórana þrjá úr starfi,“ skrifar hann.

Ósammála niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis

Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu árið 2010 að seðlabankastjórarnir þrír hefðu gerst sekir um vanrækslu í tveimur málum. Þessar ásakanir segir Hannes hæpnar. Báðar ásakanirnar um vanrækslu hafi í raun verið um að Seðlabankinn hefði átt að láta gera fleiri skýrslur, panta fleiri sérfræðiálit eða semja fleiri minnisblöð á ögurstund þegar taka þurfti snöggar ákvarðanir. „Eftir að fjöldi íslenskra lögfræðinga og hagfræðinga hafði rannsakað Seðlabankann hátt og lágt í eitt og hálft ár með rúm fjárráð og ótakmarkaðan aðgang að upplýsingum fundu þeir þær tvær hugsanlegu vanrækslusyndir, að vantað hefði skjalavinnu að baki tveimur ákvörðunum sem þó hefðu sjálfar verið eðlilegar. Hvorug hin hugsanlega vanrækslusynd breytti þó neinu um bankahrunið. Hér hafði fjallið tekið jóðsótt og fæðst lítil mús,“ skrifar Hannes.

„Ein meginástæðan til þess hversu vel hefur gengið er að á örfáum haustdögum árið 2008 var reistur varnarveggur um Ísland.“

Hann segir meginskýringu Rannsóknarnefndar Alþingis á bankahruninu ekki beinlínis ranga, heldur ófullkomna. Hún hafi talið upp ýmis atriði sem gerði bankakerfið viðkvæmt en horft fram hjá því hvers vegna það féll. „Gler brotnar ekki aðeins af því að það sé brothætt, heldur af því að eitthvað gerist,“ skrifar Hannes. „Vissulega höfðu bankarnir vaxið of hratt og stjórnendur þeirra og eigendur farið langt fram úr sjálfum sér svo að hér myndaðist kerfi sem var viðkvæmt eða „brothætt“. En ástæðan til þess, að íslenska bankakerfið féll á meðan hið svissneska (sem var hlutfallslega jafnstórt) hélt velli var að svissneski seðlabankinn fékk lausafjárfyrirgreiðslu frá Bandaríkjunum en íslenska seðlabankanum var neitað um slíka fyrirgreiðslu bæði í Evrópu og Bandaríkjnunum, jafnframt því sem breska Verkamannaflokksstjórnin olli falli Kaupþings með því að loka dótturfélagi þess í Lundúnum og setja hryðjuverkalög á Landsbankann, Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið.“

Davíð er að lokum lýst sem nokkurs konar bjargvætti Íslands í hruninu. Hann hafi séð hætturnar fyrir en talað fyrir daufum eyrum. Þá hafi fjölmiðlar ekki veitt bönkunum neitt aðhald, nema helst Morgunblaðið. En neyðarlögin sem viðbúnaðarhópur Seðlabankans og starfsfólk bankans, viðskiptaráðuneytisins og Fjármálaeftirlitsins undirbjuggu saman með aðstoð erlendra sérfræðinga hafi reynst hið besta. „Ein meginástæðan til þess hversu vel hefur gengið er að á örfáum haustdögum árið 2008 var reistur varnarveggur um Ísland. Því var bjargað sem bjargað varð,“ segir Hannes að lokum í greininni.

Grein Davíðs um forsetakjörHannes Hólmsteinn skrifaði síðast grein í Morgunblaðið um ritstjórann, Davíð Oddsson, nokkrum dögum áður en Davíð tilkynnti um forsetaframboð sitt 2016. Hér er grein sem Davíð skrifaði sjálfur í blaðið um forsetakjörið á sama tíma og hann ákvað að fara í framboð.

Áður skrifað um Davíð í Morgunblaðinu

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hannes Hólmsteinn skrifar um Davíð, ritstjóra Morgunblaðsins, á síðum Morgunblaðsins. Nokkrum dögum áður en Davíð tilkynnti að hann ætlaði í forsetaframboð birtist fjögurra síðna grein um Davíð í Morgunblaðinu, skrifuð af Hannesi, þar sem farið var yfir feril Davíðs með afar jákvæðum hætti. Davíð var meðal annars lýst sem „upplitsdjörfum alþýðupilti“. 

Þá var því haldið fram að bankahrunið væri einkum Bretum og Bandaríkjamönnum að kenna. „Þótt Jón Ásgeir Jóhannesson og bandamenn hans hafi vissulega veikt viðnámsþrótt hagkerfisins með skefjalausri skuldasöfnun, eru meginskýringarnar á bankahruninu sjálfu þær tvær, að Bandaríkjamenn neituðu okkur um hjálp og Bretar stuðluðu beinlínis að falli bankanna,“ skrifaði Hannes.

Söguskýring Hannesar kennd í skyldunámskeiði við Háskóla Íslands

Sams konar söguskýring er kennd í skyldunámskeiði Hannesar um stjórnmálaheimspeki við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Í bók hans, Saga stjórnmálakenninga, er bankahrunið að miklu leyti rakið til óvildar bandarískra og breskra stjórnvalda, en jafnframt tekið fram að framganga Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og erlendra vogunarsjóða hafi ekki bætt úr skák. Fram kemur að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi ráðið yfir helstu fjölmiðlum landsins og verið „í góðu sambandi við ýmsa valdsmenn“. Lítt hafi verið hlustað á margendurtekin varnaðarorð forráðamanna Seðlabankans. „Bandaríski seðlabankinn reyndist ófáanlegur til að veita seðlabanka Íslands sömu lausafjárfyrirgreiðslu og seðlabönkum Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Það auðveldaði íslensku bönkunum ekki leikinn að ýmsir erlendir vogunarsjóðir veðjuðu óspart á fall þeirra og sóttu hart að þeim.“ 

„Með framgöngu sinni gagnvart Íslendingum vildu forystumenn Verkamannaflokksins í Skotlandi hugsanlega sýna Skotum, hversu varhugavert sjálfstæði þeirra gæti reynst.“

Hannes bendir á að þegar ríkisstjórn Bretlands tilkynnti um stórkostlega fjárhagsaðstoð við breska banka undanskildi hún tvo gamalgróna breska banka sem þá voru í eigu íslenskra banka. „Breska ríkisstjórnin bætti gráu ofan á svart með því að nota að nauðsynjalausu lög um hryðjuverkavarnir til að frysta allar eignir Landsbankans í Betlandi. Bitnaði það harkalega á öðrum íslenskum bönkum og á opinberum stofnunum, sem lentu ásamt Landsbankanum á lista um hryðjuverkasamtök á vefsíðu breska fjármálaráðuneytisins!“ skrifar Hannes. 

Tengir hann ákvarðanir breskra stjórnvalda við sjálfstæðisbaráttu Skota: „Með framgöngu sinni gagnvart Íslendingum vildu forystumenn Verkamannaflokksins í Skotlandi hugsanlega sýna Skotum, hversu varhugavert sjálfstæði þeirra gæti reynst. Hvað sem því líður, olli þetta því, að alþjóðleg lánsfjárkreppa breyttist á Íslandi í fullkomið bankahrun.“ Í kafla Hannesar um bankahrunið er nær alfarið skautað framhjá hlut stjórnmálamanna og veiks eftirlits með fjármálakerfinu í bankahruninu.

Á skjön við niðurstöður rannsóknarskýrslunnar

Söguskýringin er ólík þeim niðurstöðum sem birtust í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins árið 2010, en þar var einkum fundið að viðskiptaháttum og örum útlánavexti íslensku bankanna og veiku eftirliti íslenskra stjórnvalda með fjármálakerfinu. 

Að mati Hannesar reyndist Davíð Oddsson mikill bjargvættur í hruninu. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er hins vegar rakið hvernig Davíð, sem formaður bankastjórnar Seðlabankans, afþakkaði hjálp erlendra seðlabanka við að minnka hið ofvaxna bankakerfi Íslands. Þá er fundið að því að bankastjórn Seðlabankans hafi ekki gert viðhlítandi ráðstafanir til að ganga úr skugga um hver staða Landsbankans væri í reynd, með tilliti til áhrifa hennar á fjármálastöðugleika á Íslandi, eftir að upplýsignar um alvarlega stöðu bankans komu fram innan Seðlabankans í ágúst 2008. 

„Það er niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að meta verði framangreint athafnaleysi Davíðs Oddssonar, Eiríks Guðnasonar og Ingimundar Friðrikssonar svo að þeir hafi þar látið hjá líða að bregðast við yfirvofandi hættu á viðeigandi hátt og grípa til viðhlítandi ráðstafana og með því sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008,“ segir í 21. kafla skýrslunnar.

Hannes Hólmsteinn er nú að leggja lokahönd á skýrslu sína um erlendar orsakir íslenska efnahagshrunsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók ákvörðun um það árið 2014 að veita 10 milljónum króna til verkefnisins, sem falið var Hannesi í gegnum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Birting skýrslunnar hefur ítrekað frestast.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár