Ásmundur Einar Daðason, þáverandi þingmaður og núverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, keypti tvær jarðir í Laxárdal í Dalabyggð fyrir 75 milljónir króna árið 2015. Íslandsbanki lánaði félagi í eigu eiginkonu hans, Sunnu Birnu Helgadóttur, fyrir viðskiptunum og gekk Ásmundur Einar frá þeim samkvæmt undirrituðu umboði hennar. Þetta kemur fram í þinglýstum gögnum um kaup félagsins, SBH1 ehf., á jörðunum tveimur, Sólheimum 1 og Sólheimum 2 í Laxárhreppi. Svæðið er nú til skoðunar hjá að minnsta kosti tveimur einkaaðilum vegna mögulegrar raforkuframleiðslu með vindorku á því.
Félagið skuldaði rúmlega 88 milljónir króna í lok árs 2016 en þar af voru tæpar 53 milljónir króna við Íslandsbanka og tæpar 18 milljónir við Arion. Á móti þessum eignum voru bókfærðar tæplega 108 milljóna króna eignir en þar af voru óefnislegar eignir upp á rúmlega 11 milljónir króna. SBH1 ehf. var stofnað árið 2015 og virðist því hafa verið sett á laggirnar gagngert til að …
Athugasemdir