Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ung stúlka skall í jörðina eftir að hafa tekið sopa á balli

„Ég vissi ekki hvort ég væri að fara að missa barn­ið mitt,“ seg­ir móð­ir 19 ára stúlku sem lá köld og mar­in eft­ir að hafa tek­ið sopa af drykk á balli, sem hún tel­ur hafa inni­hald­ið ólyfjan.

Ung stúlka skall í jörðina eftir að hafa tekið sopa á balli
Jenný og Perla Eftir skelfilegt atvik um helgina, þar sem Jenný missti meðvitund, vilja mæðgurnar vekja fólk til umhugsunar.

Ung stúlka missti skyndilega meðvitund á balli í Vestmannaeyjum um helgina, skall í jörðina og missti andann. Móðir hennar segist í samtali við Stundina ekki hafa vitað hvort hún væri að missa barnið sitt. 

Stúlkan, Jenný Jóhannsdóttir, hafði verið að skemmta sér með vinum sínum á þrettándaballi í bænum. Skömmu eftir að hún fékk sopa af drykk í glasi á dansgólfinu „fer hún að eiga erfitt með gang og finnst erfitt að anda og staulast út til að fá sér ferskt loft,“ segir móðir hennar, Perla Kristinsdóttir, í færslu á Facebook þar sem hún segir frá atvikinu.

Sjálf fékk Perla símtal um nóttina, frá konu sem sagðist horfa á dóttur hennar meðvitundarlausa. „Vinkona mín hringdi í mig og sagði mér að hún væri að horfa á dóttur mína meðvitundarlausa og það sé verið að færa hana á sjúkrabörur,“ segir Perla. Maðurinn hennar var rokinn út til að vitja dóttur þeirra. „Ég sat svo heima í nokkra klukkutíma og beið við símann, og vissi ekkert hvað hefði komið fyrir dóttur mína. Ég vissi ekki hvort ég væri að fara að missa barnið mitt. Hugsaðu þér ef hún hefði ákveðið strax, þegar hún fékk hausverkinn, að labba heim,“ segir hún í samtali við Stundina. 

Dóttir þín er meðvitundarlaus 

Samkvæmt frásögnum vina og Jennýjar sjálfrar hafði hún ekki drukkið mikið um kvöldið þegar hún missti skyndilega meðvitund. Á spítalanum kom hins vegar í ljós að efni fundust í blóði hennar.  Faðir hennar, sem hafði fylgt henni upp á spítala, hafði þá verið sendur heim og það var ekki fyrr en næsta morgun sem foreldrar hennar fengu að vita hvað olli því að dóttir þeirra hrundi niður um nóttina. Þar kom Perla að dóttur sinni blárri og marinni á spítalanum. 

„Hræðslan var bara svo mikil, að missa meðvitund, ranka við sér og fá að vita að það er dóp í líkamanum þínum en vita ekkert hvernig það gerðist.“

„Ég veit ekki hvort var verra, biðin eftir svörum eða svipurinn á dóttur minni þegar hún heyrði að efni hefðu fundist í blóðinu. Hún var hrædd og hún var reið, aðallega hrædd, en líka vonsvikin. Hún var alveg miður sín. Það var líka svo óþægilegt að vita ekki hvaðan þetta kom. Henni leið bara eins og einhver hefði verið að reyna að drepa hana,“ segir Perla í viðtali við Stundina. „Þetta var bara hræðilegt. Þarna ertu með ungling sem er stanslaust að kvarta undan ágengni vegna dóps í Vestmannaeyjum og er að reyna að vera dugleg og segja nei takk, það getur verið erfitt, en því er svo þröngvað upp á hana.“

Óttaðist um dóttur sína Perla beið á milli vonar og ótta eftir svörum við því af hverju dóttir hennar missti meðvitund á miðju balli.

Niðurstöður rannsókna sýndu að amfetamín var í blóði hennar. Eftirköstin voru mikil. „Þetta var hræðilegt, hún kastaði upp í marga klukkutíma, var með höfuðverk og skalf, líkaminn var enn í sjokki. Fyrst vorum við ekki viss hvernig hún hefði fengið amfetamín í blóðið. Hún skildi þetta ekki. Það var ekki fyrr en við fórum að tala við lögregluna að við fengum að vita að þetta væri sett í glös. Hræðslan var bara svo mikil, að missa meðvitund, ranka við sér og fá að vita að það er dóp í líkamanum þínum en vita ekkert hvernig það gerðist. Það fór alveg með hana. Þarna voru völdin tekin af henni og hún svipt tækifærinu á að segja nei.“

„Þessi lyf eru alltaf hættuleg“

Perla vill brýna fyrir fólki, bæði foreldrum og krökkum, að taka ekki sopa af drykk sem þeir þekkja ekki, þar sem hann gæti innihaldið hættuleg efni. 

„Þegar sjúkrabíllinn kom var hún orðin mjög köld og með rosalega hraðan púls og illa gekk að gefa henni í æð uppi á spítala. Alls kyns rannsóknir eru gerđar og loks finnst amfetamín í blóđi hennar ... þessi saklausi sopi á dansgólfinu innihélt sem sagt AMFETAMÍN! Hún endađi međvitundarlaus vegna eins sopa! Þetta vissum viđ ekki ađ væri hreinlega í gangi, ađ fólk væri farið að blanda dópi í drykkina sína og því langar mig að brýna fyrir ykkur sem lesið þetta að fræða krakkana ykkar, og hvern sem er því þetta er út um allt!“ skrifar hún í yfirlýsingu á Facebook.

Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum, staðfestir að leitað hafi verið til lögreglu vegna mögulegrar byrlunar. Hann segist ekki hafa heyrt af slíkum tilfellum áður. „Hún var aðstoðuð. Það var kallaður til sjúkrabíll. Og lögreglan fór líka á staðinn. Það er hægt að drekka amfetamín, en þú ert lengur að ná því upp í gegnum magann. Þessi lyf eru hættuleg.“

Í maí síðastliðnum kvaðst fræðimaðurinn Robert Spencer hafa orðið fyrir því á bar í Reykjavík að ókunnugur maður byrlaði honum vímuefnum. Robert, sem ritstýrir vefnum Jihad Watch, sem snýst um að vara við framgangi íslams og íslamista, sagðist telja að það hefði verið gert af pólitískum ástæðum. Læknaskýrslur staðfestu að hann hefði mælst með MDMD og amfetamín í blóðinu og taldi læknir hann hafa fengið kvíðakast í kjölfarið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár