Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ung stúlka skall í jörðina eftir að hafa tekið sopa á balli

„Ég vissi ekki hvort ég væri að fara að missa barn­ið mitt,“ seg­ir móð­ir 19 ára stúlku sem lá köld og mar­in eft­ir að hafa tek­ið sopa af drykk á balli, sem hún tel­ur hafa inni­hald­ið ólyfjan.

Ung stúlka skall í jörðina eftir að hafa tekið sopa á balli
Jenný og Perla Eftir skelfilegt atvik um helgina, þar sem Jenný missti meðvitund, vilja mæðgurnar vekja fólk til umhugsunar.

Ung stúlka missti skyndilega meðvitund á balli í Vestmannaeyjum um helgina, skall í jörðina og missti andann. Móðir hennar segist í samtali við Stundina ekki hafa vitað hvort hún væri að missa barnið sitt. 

Stúlkan, Jenný Jóhannsdóttir, hafði verið að skemmta sér með vinum sínum á þrettándaballi í bænum. Skömmu eftir að hún fékk sopa af drykk í glasi á dansgólfinu „fer hún að eiga erfitt með gang og finnst erfitt að anda og staulast út til að fá sér ferskt loft,“ segir móðir hennar, Perla Kristinsdóttir, í færslu á Facebook þar sem hún segir frá atvikinu.

Sjálf fékk Perla símtal um nóttina, frá konu sem sagðist horfa á dóttur hennar meðvitundarlausa. „Vinkona mín hringdi í mig og sagði mér að hún væri að horfa á dóttur mína meðvitundarlausa og það sé verið að færa hana á sjúkrabörur,“ segir Perla. Maðurinn hennar var rokinn út til að vitja dóttur þeirra. „Ég sat svo heima í nokkra klukkutíma og beið við símann, og vissi ekkert hvað hefði komið fyrir dóttur mína. Ég vissi ekki hvort ég væri að fara að missa barnið mitt. Hugsaðu þér ef hún hefði ákveðið strax, þegar hún fékk hausverkinn, að labba heim,“ segir hún í samtali við Stundina. 

Dóttir þín er meðvitundarlaus 

Samkvæmt frásögnum vina og Jennýjar sjálfrar hafði hún ekki drukkið mikið um kvöldið þegar hún missti skyndilega meðvitund. Á spítalanum kom hins vegar í ljós að efni fundust í blóði hennar.  Faðir hennar, sem hafði fylgt henni upp á spítala, hafði þá verið sendur heim og það var ekki fyrr en næsta morgun sem foreldrar hennar fengu að vita hvað olli því að dóttir þeirra hrundi niður um nóttina. Þar kom Perla að dóttur sinni blárri og marinni á spítalanum. 

„Hræðslan var bara svo mikil, að missa meðvitund, ranka við sér og fá að vita að það er dóp í líkamanum þínum en vita ekkert hvernig það gerðist.“

„Ég veit ekki hvort var verra, biðin eftir svörum eða svipurinn á dóttur minni þegar hún heyrði að efni hefðu fundist í blóðinu. Hún var hrædd og hún var reið, aðallega hrædd, en líka vonsvikin. Hún var alveg miður sín. Það var líka svo óþægilegt að vita ekki hvaðan þetta kom. Henni leið bara eins og einhver hefði verið að reyna að drepa hana,“ segir Perla í viðtali við Stundina. „Þetta var bara hræðilegt. Þarna ertu með ungling sem er stanslaust að kvarta undan ágengni vegna dóps í Vestmannaeyjum og er að reyna að vera dugleg og segja nei takk, það getur verið erfitt, en því er svo þröngvað upp á hana.“

Óttaðist um dóttur sína Perla beið á milli vonar og ótta eftir svörum við því af hverju dóttir hennar missti meðvitund á miðju balli.

Niðurstöður rannsókna sýndu að amfetamín var í blóði hennar. Eftirköstin voru mikil. „Þetta var hræðilegt, hún kastaði upp í marga klukkutíma, var með höfuðverk og skalf, líkaminn var enn í sjokki. Fyrst vorum við ekki viss hvernig hún hefði fengið amfetamín í blóðið. Hún skildi þetta ekki. Það var ekki fyrr en við fórum að tala við lögregluna að við fengum að vita að þetta væri sett í glös. Hræðslan var bara svo mikil, að missa meðvitund, ranka við sér og fá að vita að það er dóp í líkamanum þínum en vita ekkert hvernig það gerðist. Það fór alveg með hana. Þarna voru völdin tekin af henni og hún svipt tækifærinu á að segja nei.“

„Þessi lyf eru alltaf hættuleg“

Perla vill brýna fyrir fólki, bæði foreldrum og krökkum, að taka ekki sopa af drykk sem þeir þekkja ekki, þar sem hann gæti innihaldið hættuleg efni. 

„Þegar sjúkrabíllinn kom var hún orðin mjög köld og með rosalega hraðan púls og illa gekk að gefa henni í æð uppi á spítala. Alls kyns rannsóknir eru gerđar og loks finnst amfetamín í blóđi hennar ... þessi saklausi sopi á dansgólfinu innihélt sem sagt AMFETAMÍN! Hún endađi međvitundarlaus vegna eins sopa! Þetta vissum viđ ekki ađ væri hreinlega í gangi, ađ fólk væri farið að blanda dópi í drykkina sína og því langar mig að brýna fyrir ykkur sem lesið þetta að fræða krakkana ykkar, og hvern sem er því þetta er út um allt!“ skrifar hún í yfirlýsingu á Facebook.

Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum, staðfestir að leitað hafi verið til lögreglu vegna mögulegrar byrlunar. Hann segist ekki hafa heyrt af slíkum tilfellum áður. „Hún var aðstoðuð. Það var kallaður til sjúkrabíll. Og lögreglan fór líka á staðinn. Það er hægt að drekka amfetamín, en þú ert lengur að ná því upp í gegnum magann. Þessi lyf eru hættuleg.“

Í maí síðastliðnum kvaðst fræðimaðurinn Robert Spencer hafa orðið fyrir því á bar í Reykjavík að ókunnugur maður byrlaði honum vímuefnum. Robert, sem ritstýrir vefnum Jihad Watch, sem snýst um að vara við framgangi íslams og íslamista, sagðist telja að það hefði verið gert af pólitískum ástæðum. Læknaskýrslur staðfestu að hann hefði mælst með MDMD og amfetamín í blóðinu og taldi læknir hann hafa fengið kvíðakast í kjölfarið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
2
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
6
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár