Yfirgefnir jólakettlingar björguðust

Katt­holt tók inn móð­ur­laust kett­lingag­ot sem fannst í pappa­kassa rétt fyr­ir jól. Rekstr­ar­stjóri seg­ir að kett­ling­ar séu sjaldn­ar skild­ir eft­ir úti en fyr­ir nokkr­um ár­um.

Yfirgefnir jólakettlingar björguðust
Kettlingarnir Voru skildir eftir á víðavangi. Mynd: Kattholt

Sex kettlingar, sem fundust í pappakassa á víðavangi á höfuðborgarsvæðinu 13. desember, eru komnir með tímabundið aðsetur á Kattholti. Halldóra Björk Ragnarsdóttir, formaður Kattavinafélags Íslands, sem rekur Kattholt, segir að kettlingarnir séu aðeins þriggja til fjögurra vikna gamlir og þurfi því ennþá pelagjafir til að nærast, vaxa og dafna.

Kettlingarnir eru komnir með nöfnin Giljagaur, Stúfur, Stekkjarstaur, Skyrgámur, Gáttaþefur og Askja, en þeir eru fimm fressar og ein læða. „Þeir verða hér í góðu yfirlæti,“ segir Halldóra. „Þeir eru ennþá mjög ungir og verða ekki tilbúnir á ný heimili fyrr en í janúar eða febrúar. Þeir verða því hér í okkar umsjón yfir hátíðirnar og allar sprengingarnar þar til allt róast niður. Þeir eru mjög góðir og mannvænir, en þurfa á svo mikilli ást að halda, og góðum mat.“

Kettir sjaldnar skildir eftir úti

Halldóra segir að þau séu ekki viss hversu lengi kettlingarnir hafi verið aleinir í pappakassa á víðavangi. Líklegra sé að það hafi aðeins verið í nokkra tíma en daga, þar sem þeir voru ekki illa haldnir þegar þeir fundust. „Oft ræður tilviljun því hvort fólk rambi á ketti þegar þeir eru skildir svona eftir, en kattafólk á það til að skipta sér frekar af og koma til okkar, eins og gerðist með þessa kettlinga.“

Komnir í hita og skjólSex kettlingar voru skildir eftir í pappakassa, en spjara sig núna ágætlega á Kattholti.

Halldóra segir að á þeim sex árum sem hún er búin að vera í stjórn Kattavinafélagsins hafi því farið fækkandi að fólk skilji kettlinga eftir úti, en að það gerist ennþá. „Sem betur fer er þetta eitthvað sem gerist ekki einu sinni í mánuði. Við fáum kannski núna þrjú til fjögur tilvik á ári, en það var meira um þetta 2012–14. Sem betur fer er fólk eitthvað farið að hugsa sinn gang og gefur ketti sjaldnar í gjöf eða tekur þá á heimili sem er ekki undirbúið fyrir þá.“

Kettlingarnir verða til sýnis í Kattholti á nýju ári í leit að nýju heimili og, vonandi, heimilisvænni ævintýrum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár