Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Yfirgefnir jólakettlingar björguðust

Katt­holt tók inn móð­ur­laust kett­lingag­ot sem fannst í pappa­kassa rétt fyr­ir jól. Rekstr­ar­stjóri seg­ir að kett­ling­ar séu sjaldn­ar skild­ir eft­ir úti en fyr­ir nokkr­um ár­um.

Yfirgefnir jólakettlingar björguðust
Kettlingarnir Voru skildir eftir á víðavangi. Mynd: Kattholt

Sex kettlingar, sem fundust í pappakassa á víðavangi á höfuðborgarsvæðinu 13. desember, eru komnir með tímabundið aðsetur á Kattholti. Halldóra Björk Ragnarsdóttir, formaður Kattavinafélags Íslands, sem rekur Kattholt, segir að kettlingarnir séu aðeins þriggja til fjögurra vikna gamlir og þurfi því ennþá pelagjafir til að nærast, vaxa og dafna.

Kettlingarnir eru komnir með nöfnin Giljagaur, Stúfur, Stekkjarstaur, Skyrgámur, Gáttaþefur og Askja, en þeir eru fimm fressar og ein læða. „Þeir verða hér í góðu yfirlæti,“ segir Halldóra. „Þeir eru ennþá mjög ungir og verða ekki tilbúnir á ný heimili fyrr en í janúar eða febrúar. Þeir verða því hér í okkar umsjón yfir hátíðirnar og allar sprengingarnar þar til allt róast niður. Þeir eru mjög góðir og mannvænir, en þurfa á svo mikilli ást að halda, og góðum mat.“

Kettir sjaldnar skildir eftir úti

Halldóra segir að þau séu ekki viss hversu lengi kettlingarnir hafi verið aleinir í pappakassa á víðavangi. Líklegra sé að það hafi aðeins verið í nokkra tíma en daga, þar sem þeir voru ekki illa haldnir þegar þeir fundust. „Oft ræður tilviljun því hvort fólk rambi á ketti þegar þeir eru skildir svona eftir, en kattafólk á það til að skipta sér frekar af og koma til okkar, eins og gerðist með þessa kettlinga.“

Komnir í hita og skjólSex kettlingar voru skildir eftir í pappakassa, en spjara sig núna ágætlega á Kattholti.

Halldóra segir að á þeim sex árum sem hún er búin að vera í stjórn Kattavinafélagsins hafi því farið fækkandi að fólk skilji kettlinga eftir úti, en að það gerist ennþá. „Sem betur fer er þetta eitthvað sem gerist ekki einu sinni í mánuði. Við fáum kannski núna þrjú til fjögur tilvik á ári, en það var meira um þetta 2012–14. Sem betur fer er fólk eitthvað farið að hugsa sinn gang og gefur ketti sjaldnar í gjöf eða tekur þá á heimili sem er ekki undirbúið fyrir þá.“

Kettlingarnir verða til sýnis í Kattholti á nýju ári í leit að nýju heimili og, vonandi, heimilisvænni ævintýrum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár