Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Framkvæmdastjóri Pressunnar seldi íbúð sína til mágs síns í aðdraganda gjaldþrots fjölmiðlafyrirtækisins

Pressu­mál­ið held­ur áfram að vinda upp á sig í fjöl­miðl­um með skeyta­send­ing­um á milli Björns Inga Hrafns­son­ar og Ró­berts Wess­mann og við­skipta­fé­laga hans. Pressu­mál­ið er eitt af mörg­um á skraut­leg­um ferli Björns Inga Hrafns­son­ar þar sem hann bland­ar sam­an vinnu sinni og per­sónu­leg­um við­skipt­um sín­um og fjár­mál­um.

Framkvæmdastjóri Pressunnar seldi íbúð sína til mágs síns í aðdraganda gjaldþrots fjölmiðlafyrirtækisins
Mörg dæmi Á skrautlegum ferli í stjórnmálum, fjölmiðlun og viðskiptum hefur Björn Ingi Hrafnsson oftsinnis blandað saman vinnu sinni og einkafjármálum sínum. Mynd: Morgunblaðið/Sverrir

Arnar Ægisson, fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Pressunnar ehf., og eiginkona hans, Bára Hildur Jóhannsdóttir, seldu íbúð sína í Hafnarfirði til eignarhaldsfélags í eigu bróður Báru, hæstaréttarlögmannsins, Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar, í aðdraganda gjaldþrots Pressunnar ehf.  Kaupsamningurinn er dagsettur þann 16. október 2017 en afsali vegna viðskiptanna var þinglýst þann 28. nóvember 2017. 

Sama dag, 28. nóvember, sagði Arnar Ægisson upp stöðu sinni sem framkvæmdastjóri Pressunnar ehf. með skriflegri tilkynningu til Ríkisskattstjóra. Á þessum tíma var því ljóst hvert stefndi fyrir Pressuna ehf.. Félag Jóhannesar Rúnars heitir JRJ fjárráð ehf. og var kaupverðið tæpar 60 milljónir króna. 

Arnar var framkvæmdastjóri og prókúruhafi Pressunnar ehf., ásamt Birni Inga Hrafnssyni, þegar fyrirtækið safnaði um 500 milljóna króna skuldum við opinbera aðila, meðal annars vörsluskattaskuld við tollstjóra. Fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta nú í desember eftir að Björn Ingi og Arnar höfðu selt allar helstu eignir fyrirtækisins út úr því til fyrirtækisins Frjálsrar fjölmiðlunar, sem …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár