Arnar Ægisson, fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Pressunnar ehf., og eiginkona hans, Bára Hildur Jóhannsdóttir, seldu íbúð sína í Hafnarfirði til eignarhaldsfélags í eigu bróður Báru, hæstaréttarlögmannsins, Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar, í aðdraganda gjaldþrots Pressunnar ehf. Kaupsamningurinn er dagsettur þann 16. október 2017 en afsali vegna viðskiptanna var þinglýst þann 28. nóvember 2017.
Sama dag, 28. nóvember, sagði Arnar Ægisson upp stöðu sinni sem framkvæmdastjóri Pressunnar ehf. með skriflegri tilkynningu til Ríkisskattstjóra. Á þessum tíma var því ljóst hvert stefndi fyrir Pressuna ehf.. Félag Jóhannesar Rúnars heitir JRJ fjárráð ehf. og var kaupverðið tæpar 60 milljónir króna.
Arnar var framkvæmdastjóri og prókúruhafi Pressunnar ehf., ásamt Birni Inga Hrafnssyni, þegar fyrirtækið safnaði um 500 milljóna króna skuldum við opinbera aðila, meðal annars vörsluskattaskuld við tollstjóra. Fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta nú í desember eftir að Björn Ingi og Arnar höfðu selt allar helstu eignir fyrirtækisins út úr því til fyrirtækisins Frjálsrar fjölmiðlunar, sem …
Athugasemdir