Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Framkvæmdastjóri Pressunnar seldi íbúð sína til mágs síns í aðdraganda gjaldþrots fjölmiðlafyrirtækisins

Pressu­mál­ið held­ur áfram að vinda upp á sig í fjöl­miðl­um með skeyta­send­ing­um á milli Björns Inga Hrafns­son­ar og Ró­berts Wess­mann og við­skipta­fé­laga hans. Pressu­mál­ið er eitt af mörg­um á skraut­leg­um ferli Björns Inga Hrafns­son­ar þar sem hann bland­ar sam­an vinnu sinni og per­sónu­leg­um við­skipt­um sín­um og fjár­mál­um.

Framkvæmdastjóri Pressunnar seldi íbúð sína til mágs síns í aðdraganda gjaldþrots fjölmiðlafyrirtækisins
Mörg dæmi Á skrautlegum ferli í stjórnmálum, fjölmiðlun og viðskiptum hefur Björn Ingi Hrafnsson oftsinnis blandað saman vinnu sinni og einkafjármálum sínum. Mynd: Morgunblaðið/Sverrir

Arnar Ægisson, fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Pressunnar ehf., og eiginkona hans, Bára Hildur Jóhannsdóttir, seldu íbúð sína í Hafnarfirði til eignarhaldsfélags í eigu bróður Báru, hæstaréttarlögmannsins, Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar, í aðdraganda gjaldþrots Pressunnar ehf.  Kaupsamningurinn er dagsettur þann 16. október 2017 en afsali vegna viðskiptanna var þinglýst þann 28. nóvember 2017. 

Sama dag, 28. nóvember, sagði Arnar Ægisson upp stöðu sinni sem framkvæmdastjóri Pressunnar ehf. með skriflegri tilkynningu til Ríkisskattstjóra. Á þessum tíma var því ljóst hvert stefndi fyrir Pressuna ehf.. Félag Jóhannesar Rúnars heitir JRJ fjárráð ehf. og var kaupverðið tæpar 60 milljónir króna. 

Arnar var framkvæmdastjóri og prókúruhafi Pressunnar ehf., ásamt Birni Inga Hrafnssyni, þegar fyrirtækið safnaði um 500 milljóna króna skuldum við opinbera aðila, meðal annars vörsluskattaskuld við tollstjóra. Fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta nú í desember eftir að Björn Ingi og Arnar höfðu selt allar helstu eignir fyrirtækisins út úr því til fyrirtækisins Frjálsrar fjölmiðlunar, sem …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu