Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Móðir Birnu minnist hennar í ljóði: „Núna eru stjörnurnar um þig“

Þjóð­in fylgd­ist skelf­ingu lost­in með leit­inni að Birnu Brjáns­dótt­ur í janú­ar og þús­und­ir söfn­uð­ust sam­an til að heiðra minn­ingu henn­ar.

Móðir Birnu minnist hennar í ljóði: „Núna eru stjörnurnar um þig“

Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu Brjánsdóttur, birtir ljóð til minningar um dóttur sína á Facebook í dag.

Birna fannst látin, 20 ára að aldri, við Selvogsvita sunnudaginn 22. janúar. Hennar hafði þá verið saknað í rúma viku og umfangsmikil leit björgunarsveita staðið yfir.

Eftir líkfundinn má segja að íslenska þjóðin hafi sameinast í sorg. Þúsundir söfnuðust saman í miðbæ Reykjavíkur og minntust Birnu auk þess sem kveikt var á kertum til minningar um hana á Grænlandi og í Færeyjum. Þann 29. september var svo grænlenskur maður dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu í Héraðsdómi Reykjaness.

Birnu er minnst sem skapandi og glaðbeittrar ungrar konu sem var hugmyndarík, skemmtileg en um leið látlaus, einlæg og trúði á það góða í fólki.

Móðir hennar birti ljóð til dóttur sinnar í dag og gaf Stundinni leyfi til að birta það hér á vefnum ásamt fermingarmynd af Birnu.

Ástin mín Birna

Tíminn æðir á móti mér ... þó þú sért farin ástin mín
og ég stend bara og bið hann að stoppa ... hann hlustar ekki
og hann veður yfir mig eins og flóð
svo koma dagar, eins og afmæli og jól ... og þú ert ekki hérna
Núna er tíminn um þig

Stjörnurnar eru þarna ennþá ... þó þú sért farin ástin mín
og ég stend bara og bið þær að fara ... þær hlusta ekki
og skína áfram eins og ofbirta
svo koma norðurljósin og máninn ... og þú ert ekki hérna
Núna eru stjörnurnar um þig

Fuglarnir syngja ennþá ... þó þú sért farin ástin mín
og ég stend bara og bið þá að þegja ... þeir hlusta ekki
og syngja eins og tómarúm í loftinu
svo fljúga þeir áfram og yfir allt ... og þú ert ekki hérna
Núna er fuglasöngurinn um þig

Fólkið heldur áfram að hlæja ... þó þú sért farin ástin mín
og ég stend bara og bið það að hætta ... það hlustar ekki
og hlær eins og dynjandi hjartsláttur
eins og allt sé gott ... og þú ert ekki hérna
Núna er hjartslátturinn fyrir þig

Minningin um þig dvelur í hjartanu, tímanum, himninum, fuglasöngnum og hlátrinum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár