„Þetta merkir að núna fer ég að dæma mikið meira úti í heimi,“ segir Bríet Bragadóttir, en hún varð á dögunum fyrsta íslenska konan til að verða dómari hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Ein kona, Rúna Kristín Stefánsdóttir, er fyrir á alþjóðlega listanum sem aðstoðardómari. „Hingað til hef ég verið að dæma fyrir KSÍ og þeir hafa útvegað mér verkefni bæði á Íslandi og á nokkrum æfingamótum erlendis, en núna mun ég einnig starfa hjá FIFA og þeir munu skipa mig í verkefni. Þetta getur verið á landsleikjamótum unglinga, landsleikjum og vonandi einhvern tíma í framtíðinni á HM eða EM.“
Bríet segist hafa stefnt að þessu markvisst í um fjögur ár, en samhliða dómarastörfum starfar hún sem sjúkraþjálfari. Hún spilaði fótbolta upp alla yngri flokka með Sindra á Hornafirði, sínum heimabæ, og síðan með KR og Þrótti Reykjavík frá sextán ára aldri. En hvað kom til að hún …
Athugasemdir