Strákunum finnst stundum skrítið að sjá konu dæma

Bríet Braga­dótt­ir er fyrsta ís­lenska kon­an til að verða FIFA-dóm­ari. Hún hvet­ur stelp­ur til þess að prófa að dæma.

Strákunum finnst stundum skrítið að sjá konu dæma
Þurfti að sanna sig Bríet segist stundum hafa mætt öðru viðhorfi en karlkyns dómarar. Hún hafi til dæmis þurft að sanna sig meira en þeir. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Þetta merkir að núna fer ég að dæma mikið meira úti í heimi,“ segir Bríet Bragadóttir, en hún varð á dögunum fyrsta íslenska konan til að verða dómari hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Ein kona, Rúna Kristín Stefánsdóttir, er fyrir á alþjóðlega listanum sem aðstoðardómari. „Hingað til hef ég verið að dæma fyrir KSÍ og þeir hafa útvegað mér verkefni bæði á Íslandi og á nokkrum æfingamótum erlendis, en núna mun ég einnig starfa hjá FIFA og þeir munu skipa mig í verkefni. Þetta getur verið á landsleikjamótum unglinga, landsleikjum og vonandi einhvern tíma í framtíðinni á HM eða EM.“

Bríet segist hafa stefnt að þessu markvisst í um fjögur ár, en samhliða dómarastörfum starfar hún sem sjúkraþjálfari. Hún spilaði fótbolta upp alla yngri flokka með Sindra á Hornafirði, sínum heimabæ, og síðan með KR og Þrótti Reykjavík frá sextán ára aldri. En hvað kom til að hún …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár