Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Óttast að trúfélagsapp safni persónuupplýsingum

Þjóð­skrá ætl­ar ekki að af­greiða er­indi frá snjallsíma­for­rit­inu Trúfrelsi fyrr en álit Per­sónu­vernd­ar ligg­ur fyr­ir. For­rit­ið bið­ur með­al ann­ars um upp­lýs­ing­ar úr vega­bréf­um not­enda.

Óttast að trúfélagsapp safni persónuupplýsingum
Persónuvernd skoði forritið Þjóðskrá ætlar ekki að afgreiða erindi frá Trúfrelsi fyrr en álit Persónuverndar liggur fyrir. Mynd: Skjáskot/Trúfrelsi

„Spurningar vakna um upplýsingaöryggi, meðferð gagna, söfnun upplýsinga, geymslu þeirra og eyðingu. Slíkar spurningar eru einmitt tilefni þess að Þjóðskrá Íslands telur óhjákvæmilegt annað en að staldra við og gera Persónuvernd viðvart áður en lengra er haldið,“ segir í tilkynningu Þjóðskrár vegna nýs snjallsímaforrits, Trúfrelsi, sem á meðal annars að einfalda notendum að skrá sig utan trúfélaga. Þjóðskrá hefur óskað eftir áliti Persónuverndar vegna forritsins, en það biður meðal annars um viðkvæmar persónuupplýsingar um trúfélagsaðild auk upplýsinga úr vegabréfum sem geta verið viðkvæms eðlis. „Kerfisbundin söfnun persónuupplýsinga á sér stað víðs vegar um samfélagið og hefur margfaldast að umfangi eftir að samfélagsmiðlar komu til sögunnar. Það er því ekki að tilefnislausu að nýjar Evrópureglur um persónuvernd hafa litið dagsins ljós og taka gildi 25. maí 2018. Þeim er ætlað að tryggja persónuöryggi enn betur og það af gefnu tilefni.“

Tímaskekkja að ríkið skrái trúfélagsaðild

Eigandi forritsins, Magnús Ingi Sveinbjörnsson, sagði í viðtali á Vísi fyrr í mánuðinum að forritið væri hannað til að vera einfalt í notkun, enda væri tilgangur þess að einfalda fólki að skrá sig utan trúfélaga. Það eina sem þurfi sé að skrá þær grunnupplýsingar sem Þjóðskrá biður um, taka mynd af skilríkjum og skrifa svo undir. 

„Það einfaldlega kemur ríkinu ekkert við á hvað ég eða þú trúum eða trúum ekki.“

Magnús Ingi hefur sterkar skoðanir á sambandi ríkis og kirkju. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn finnst mér það vera ákveðin tímaskekkja að ríkið haldi úti lista yfir það hjá hvaða trúfélagi hver og einn Íslendingur er skráður. Það einfaldlega kemur ríkinu ekkert við á hvað ég eða þú trúum eða trúum ekki og því fannst mér tilvalið að reyna að setja smá pressu á Alþingi og koma þessari umræðu aftur í gang með því að auðvelda fólki að skrá sig utan trúfélaga,“ sagði hann í viðtalinu. 

Í tilkynningu frá Þjóðskrá segir að stofnunin hafi þegar borist erindi í gegnum forritið, en telur ekki unnt að afgreiða þau nema fyrir liggi að slíkt standist að öllu leyti ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og skilyrði stjórnsýslulaga um rafræna meðferð stjórnsýslumála. Þjóðskrá Íslands hafi það lögbundna hlutverk að halda þjóðskrá og skrá ýmsar upplýsingar um þegna landsins, en stofnuninni beri að uppfylla strangar kröfur um upplýsingaöryggi, vistun þeirra og meðferð. „Vandséð er að unnt sé að uppfylla slíkar kröfur með tilkynningum gegnum snjallsímaforritið umrædda. Þar koma við sögu viðkvæmar persónuupplýsingar um trúfélagsaðild auk upplýsinga úr vegabréfum sem geta verið viðkvæms eðlis.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár