Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Óttast að trúfélagsapp safni persónuupplýsingum

Þjóð­skrá ætl­ar ekki að af­greiða er­indi frá snjallsíma­for­rit­inu Trúfrelsi fyrr en álit Per­sónu­vernd­ar ligg­ur fyr­ir. For­rit­ið bið­ur með­al ann­ars um upp­lýs­ing­ar úr vega­bréf­um not­enda.

Óttast að trúfélagsapp safni persónuupplýsingum
Persónuvernd skoði forritið Þjóðskrá ætlar ekki að afgreiða erindi frá Trúfrelsi fyrr en álit Persónuverndar liggur fyrir. Mynd: Skjáskot/Trúfrelsi

„Spurningar vakna um upplýsingaöryggi, meðferð gagna, söfnun upplýsinga, geymslu þeirra og eyðingu. Slíkar spurningar eru einmitt tilefni þess að Þjóðskrá Íslands telur óhjákvæmilegt annað en að staldra við og gera Persónuvernd viðvart áður en lengra er haldið,“ segir í tilkynningu Þjóðskrár vegna nýs snjallsímaforrits, Trúfrelsi, sem á meðal annars að einfalda notendum að skrá sig utan trúfélaga. Þjóðskrá hefur óskað eftir áliti Persónuverndar vegna forritsins, en það biður meðal annars um viðkvæmar persónuupplýsingar um trúfélagsaðild auk upplýsinga úr vegabréfum sem geta verið viðkvæms eðlis. „Kerfisbundin söfnun persónuupplýsinga á sér stað víðs vegar um samfélagið og hefur margfaldast að umfangi eftir að samfélagsmiðlar komu til sögunnar. Það er því ekki að tilefnislausu að nýjar Evrópureglur um persónuvernd hafa litið dagsins ljós og taka gildi 25. maí 2018. Þeim er ætlað að tryggja persónuöryggi enn betur og það af gefnu tilefni.“

Tímaskekkja að ríkið skrái trúfélagsaðild

Eigandi forritsins, Magnús Ingi Sveinbjörnsson, sagði í viðtali á Vísi fyrr í mánuðinum að forritið væri hannað til að vera einfalt í notkun, enda væri tilgangur þess að einfalda fólki að skrá sig utan trúfélaga. Það eina sem þurfi sé að skrá þær grunnupplýsingar sem Þjóðskrá biður um, taka mynd af skilríkjum og skrifa svo undir. 

„Það einfaldlega kemur ríkinu ekkert við á hvað ég eða þú trúum eða trúum ekki.“

Magnús Ingi hefur sterkar skoðanir á sambandi ríkis og kirkju. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn finnst mér það vera ákveðin tímaskekkja að ríkið haldi úti lista yfir það hjá hvaða trúfélagi hver og einn Íslendingur er skráður. Það einfaldlega kemur ríkinu ekkert við á hvað ég eða þú trúum eða trúum ekki og því fannst mér tilvalið að reyna að setja smá pressu á Alþingi og koma þessari umræðu aftur í gang með því að auðvelda fólki að skrá sig utan trúfélaga,“ sagði hann í viðtalinu. 

Í tilkynningu frá Þjóðskrá segir að stofnunin hafi þegar borist erindi í gegnum forritið, en telur ekki unnt að afgreiða þau nema fyrir liggi að slíkt standist að öllu leyti ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og skilyrði stjórnsýslulaga um rafræna meðferð stjórnsýslumála. Þjóðskrá Íslands hafi það lögbundna hlutverk að halda þjóðskrá og skrá ýmsar upplýsingar um þegna landsins, en stofnuninni beri að uppfylla strangar kröfur um upplýsingaöryggi, vistun þeirra og meðferð. „Vandséð er að unnt sé að uppfylla slíkar kröfur með tilkynningum gegnum snjallsímaforritið umrædda. Þar koma við sögu viðkvæmar persónuupplýsingar um trúfélagsaðild auk upplýsinga úr vegabréfum sem geta verið viðkvæms eðlis.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár