Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Óttast að trúfélagsapp safni persónuupplýsingum

Þjóð­skrá ætl­ar ekki að af­greiða er­indi frá snjallsíma­for­rit­inu Trúfrelsi fyrr en álit Per­sónu­vernd­ar ligg­ur fyr­ir. For­rit­ið bið­ur með­al ann­ars um upp­lýs­ing­ar úr vega­bréf­um not­enda.

Óttast að trúfélagsapp safni persónuupplýsingum
Persónuvernd skoði forritið Þjóðskrá ætlar ekki að afgreiða erindi frá Trúfrelsi fyrr en álit Persónuverndar liggur fyrir. Mynd: Skjáskot/Trúfrelsi

„Spurningar vakna um upplýsingaöryggi, meðferð gagna, söfnun upplýsinga, geymslu þeirra og eyðingu. Slíkar spurningar eru einmitt tilefni þess að Þjóðskrá Íslands telur óhjákvæmilegt annað en að staldra við og gera Persónuvernd viðvart áður en lengra er haldið,“ segir í tilkynningu Þjóðskrár vegna nýs snjallsímaforrits, Trúfrelsi, sem á meðal annars að einfalda notendum að skrá sig utan trúfélaga. Þjóðskrá hefur óskað eftir áliti Persónuverndar vegna forritsins, en það biður meðal annars um viðkvæmar persónuupplýsingar um trúfélagsaðild auk upplýsinga úr vegabréfum sem geta verið viðkvæms eðlis. „Kerfisbundin söfnun persónuupplýsinga á sér stað víðs vegar um samfélagið og hefur margfaldast að umfangi eftir að samfélagsmiðlar komu til sögunnar. Það er því ekki að tilefnislausu að nýjar Evrópureglur um persónuvernd hafa litið dagsins ljós og taka gildi 25. maí 2018. Þeim er ætlað að tryggja persónuöryggi enn betur og það af gefnu tilefni.“

Tímaskekkja að ríkið skrái trúfélagsaðild

Eigandi forritsins, Magnús Ingi Sveinbjörnsson, sagði í viðtali á Vísi fyrr í mánuðinum að forritið væri hannað til að vera einfalt í notkun, enda væri tilgangur þess að einfalda fólki að skrá sig utan trúfélaga. Það eina sem þurfi sé að skrá þær grunnupplýsingar sem Þjóðskrá biður um, taka mynd af skilríkjum og skrifa svo undir. 

„Það einfaldlega kemur ríkinu ekkert við á hvað ég eða þú trúum eða trúum ekki.“

Magnús Ingi hefur sterkar skoðanir á sambandi ríkis og kirkju. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn finnst mér það vera ákveðin tímaskekkja að ríkið haldi úti lista yfir það hjá hvaða trúfélagi hver og einn Íslendingur er skráður. Það einfaldlega kemur ríkinu ekkert við á hvað ég eða þú trúum eða trúum ekki og því fannst mér tilvalið að reyna að setja smá pressu á Alþingi og koma þessari umræðu aftur í gang með því að auðvelda fólki að skrá sig utan trúfélaga,“ sagði hann í viðtalinu. 

Í tilkynningu frá Þjóðskrá segir að stofnunin hafi þegar borist erindi í gegnum forritið, en telur ekki unnt að afgreiða þau nema fyrir liggi að slíkt standist að öllu leyti ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og skilyrði stjórnsýslulaga um rafræna meðferð stjórnsýslumála. Þjóðskrá Íslands hafi það lögbundna hlutverk að halda þjóðskrá og skrá ýmsar upplýsingar um þegna landsins, en stofnuninni beri að uppfylla strangar kröfur um upplýsingaöryggi, vistun þeirra og meðferð. „Vandséð er að unnt sé að uppfylla slíkar kröfur með tilkynningum gegnum snjallsímaforritið umrædda. Þar koma við sögu viðkvæmar persónuupplýsingar um trúfélagsaðild auk upplýsinga úr vegabréfum sem geta verið viðkvæms eðlis.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár