Edda Borg Ólafsdóttir lagði stund á djasssöng í Boston sumarið 1993 og tók eftir því þegar hún kom aftur til Íslands að henni leið betur í maganum.
„Þegar ég fór að skoða það betur þá áttaði ég mig á því að ég hafði ekki borðað rautt kjöt allt sumarið og ég hafði nánast engar mjólkurvörur notað fyrir utan ísinn sem ég fékk mér endrum og sinnum. Ég hélt þessu áfram og fyrir um ári síðan hætti ég líka í kjúklingnum og hef því verið grænmetis- og fiskneytandi.
Ég er oft spurð að því hvað ég sé að borða, sem varð til þess að ég fór að setja uppskriftir að því sem ég elda heima á Facebook-síðuna Edda í eldhúsinu. Ég er misdugleg að setja inn uppskriftir en hef yfirleitt mjög gaman af því að elda og baka.
Kóríander er mitt uppáhaldskrydd þannig að ég passa alltaf upp á að eiga …
Athugasemdir