Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Þór Whitehead, sagn­fræði­pró­fess­or og sjálf­stæð­is­mað­ur, kvart­ar und­an sam­ráðs­leysi flokks­for­yst­unn­ar við gras­rót­ina í Sjálf­stæð­is­flokkn­um og vill að staða flokks­ins og for­manns­ins sé tek­in til um­ræðu.

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Þór Whitehead, sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að enginn formaður hægriflokks sem nyti mests kjörfylgis í vestrænu landi myndi sætta sig við að vera í ríkisstjórn undir forystu mun minni flokks sem kenndi sig við vinstri róttækni. Þetta kemur fram í harðorðri grein eftir Þór sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

„Verði af væntanlegri stjórnarmyndun á hún sér áreiðanlega ekkert fordæmi í stjórnmálasögu Evrópu. Það ætti að vera fylgismönnum Sjálfstæðisflokksins til umhugsunar um, hvað formanninum og þingflokknum gangi til með ósíngirni sinni og hvaða áhrif hún geti haft á stöðu flokksins í framtíðinni,“ skrifar hann.

Þór er sjálfstæðismaður til margra ára og var í Eimreiðarhópnum svonefnda sem boðaði frjálshyggju af miklum krafti á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.

Hann gagnrýnir flokksforystu Sjálfstæðisflokksins fyrir að leita ekki umboðs flokksmanna eða hafa minnsta samráð við grasrótina vegna ákvarðana er snúa að þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem nú standa yfir.

Þór segist hafa sent stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, tölvupóst á dögunum og hvatt til þess að efnt yrði án tafar til fundar „þar sem formaður flokksins ræddi stjórnarmyndunina og stöðu flokksins og sína eigin í ljósi kosningaúrslita“. Þá teldi hann viðeigandi að einhverjum sem talist gæti góður og gildur fulltrúi almennra flokksmanna, yrði boðið að flytja framsögu á fundinum.

„Á þeim þremur fundum sem ég hef sótt í
Valhöll á síðustu árum hafa frjálsar umræður
ekki leyfst, jafnvel ekki um Icesave-samninginn“

„Ég benti á að leyfa yrði frjálsar umræður á fundinum, svo að eitthvert samtal gæti farið fram á milli forystunnar og annarra fundarmanna,“ skrifar Þór og bætir því við að þessi ábending hafi ekki verið send að ástæðulausu. „Á þeim þremur fundum sem ég hef sótt í Valhöll á síðustu árum hafa frjálsar umræður ekki leyfst, jafnvel ekki um Icesave-samninginn. Virkir félagar í flokknum segja mér að þetta sé orðin regla. Forystumenn hafi jafnan óheftan ræðutíma, en fundarmönnum leyfist aðeins að bera fram stuttar fyrirspurnir, ella sé þaggað niður í þeim.“

Hann segist hafa sent Bjarna Benediktssyni sjálfum, auk ritara og varaformanns, afrit af tölvupóstinum. Þá hafi hann tekið fram að vegna reynslu af fyrirrennurum formanns Varðar myndi hann ekki una svarleysi heldur taka málið upp í dagblaði ef svo bæri undir. 

„Nú fór eins og vísir menn höfðu spáð, að formaður Varðar svaraði mér engu. Ég sendi því Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara og varaformanni flokksins, og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, fyrsta þingmanni í kjördæmi mínu, skeyti með ósk um að þau beittu sér fyrir því að Varðarformaðurinn svaraði erindi mínu. En þau Áslaug, sem telst ábyrg fyrir flokksstarfinu, reyndust ekki virða mig svars fremur en formaðurinn,“ skrifar Þór og spyr hvort það sé „til of mikils mælst að ræða hugsanlega stjórnarmyndun og afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG við óbreytta flokksmenn, áður en til ákvarðana kemur.“

Þá veltir hann því fyrir sér hvort vinnubrögðin geti talist sómasamleg í lýðræðisflokki. Grein Þórs lýkur með eftirfarandi orðum: „Hvernig endar vegferð, sem hefst með því að ræða ekki við það fólk, sem veitti flokknum sigur í því einvígi, er fram fór í síðasta mánuði á milli hans og VG um forystuhlutverk í stjórnmálum landsins? Getur formaðurinn og þingflokkurinn afskrifað það umboð líkt og hlutabréf í aðþrengdu útrásarfyrirtæki? Hvaða afleiðingar hefur það fyrir flokkinn? Tíminn leiðir það í ljós, en ég verð að viðurkenna að aldrei hefur orðið „flokkseigendur“ haft jafnskýra merkingu í mínum huga.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
2
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
5
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár