Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Þór Whitehead, sagn­fræði­pró­fess­or og sjálf­stæð­is­mað­ur, kvart­ar und­an sam­ráðs­leysi flokks­for­yst­unn­ar við gras­rót­ina í Sjálf­stæð­is­flokkn­um og vill að staða flokks­ins og for­manns­ins sé tek­in til um­ræðu.

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Þór Whitehead, sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að enginn formaður hægriflokks sem nyti mests kjörfylgis í vestrænu landi myndi sætta sig við að vera í ríkisstjórn undir forystu mun minni flokks sem kenndi sig við vinstri róttækni. Þetta kemur fram í harðorðri grein eftir Þór sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

„Verði af væntanlegri stjórnarmyndun á hún sér áreiðanlega ekkert fordæmi í stjórnmálasögu Evrópu. Það ætti að vera fylgismönnum Sjálfstæðisflokksins til umhugsunar um, hvað formanninum og þingflokknum gangi til með ósíngirni sinni og hvaða áhrif hún geti haft á stöðu flokksins í framtíðinni,“ skrifar hann.

Þór er sjálfstæðismaður til margra ára og var í Eimreiðarhópnum svonefnda sem boðaði frjálshyggju af miklum krafti á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.

Hann gagnrýnir flokksforystu Sjálfstæðisflokksins fyrir að leita ekki umboðs flokksmanna eða hafa minnsta samráð við grasrótina vegna ákvarðana er snúa að þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem nú standa yfir.

Þór segist hafa sent stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, tölvupóst á dögunum og hvatt til þess að efnt yrði án tafar til fundar „þar sem formaður flokksins ræddi stjórnarmyndunina og stöðu flokksins og sína eigin í ljósi kosningaúrslita“. Þá teldi hann viðeigandi að einhverjum sem talist gæti góður og gildur fulltrúi almennra flokksmanna, yrði boðið að flytja framsögu á fundinum.

„Á þeim þremur fundum sem ég hef sótt í
Valhöll á síðustu árum hafa frjálsar umræður
ekki leyfst, jafnvel ekki um Icesave-samninginn“

„Ég benti á að leyfa yrði frjálsar umræður á fundinum, svo að eitthvert samtal gæti farið fram á milli forystunnar og annarra fundarmanna,“ skrifar Þór og bætir því við að þessi ábending hafi ekki verið send að ástæðulausu. „Á þeim þremur fundum sem ég hef sótt í Valhöll á síðustu árum hafa frjálsar umræður ekki leyfst, jafnvel ekki um Icesave-samninginn. Virkir félagar í flokknum segja mér að þetta sé orðin regla. Forystumenn hafi jafnan óheftan ræðutíma, en fundarmönnum leyfist aðeins að bera fram stuttar fyrirspurnir, ella sé þaggað niður í þeim.“

Hann segist hafa sent Bjarna Benediktssyni sjálfum, auk ritara og varaformanns, afrit af tölvupóstinum. Þá hafi hann tekið fram að vegna reynslu af fyrirrennurum formanns Varðar myndi hann ekki una svarleysi heldur taka málið upp í dagblaði ef svo bæri undir. 

„Nú fór eins og vísir menn höfðu spáð, að formaður Varðar svaraði mér engu. Ég sendi því Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara og varaformanni flokksins, og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, fyrsta þingmanni í kjördæmi mínu, skeyti með ósk um að þau beittu sér fyrir því að Varðarformaðurinn svaraði erindi mínu. En þau Áslaug, sem telst ábyrg fyrir flokksstarfinu, reyndust ekki virða mig svars fremur en formaðurinn,“ skrifar Þór og spyr hvort það sé „til of mikils mælst að ræða hugsanlega stjórnarmyndun og afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG við óbreytta flokksmenn, áður en til ákvarðana kemur.“

Þá veltir hann því fyrir sér hvort vinnubrögðin geti talist sómasamleg í lýðræðisflokki. Grein Þórs lýkur með eftirfarandi orðum: „Hvernig endar vegferð, sem hefst með því að ræða ekki við það fólk, sem veitti flokknum sigur í því einvígi, er fram fór í síðasta mánuði á milli hans og VG um forystuhlutverk í stjórnmálum landsins? Getur formaðurinn og þingflokkurinn afskrifað það umboð líkt og hlutabréf í aðþrengdu útrásarfyrirtæki? Hvaða afleiðingar hefur það fyrir flokkinn? Tíminn leiðir það í ljós, en ég verð að viðurkenna að aldrei hefur orðið „flokkseigendur“ haft jafnskýra merkingu í mínum huga.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
6
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár