Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Reiðin verður svo mikil hjá mörgum sem munu upplifa sig illa svikna“

Áhyggju­full­ur kjós­andi sendi Katrínu Jak­obs­dótt­ur skila­boð eft­ir að hafa, að eig­in sögn, heyrt Stein­grím J. Sig­fús­son tala eins og sam­starf VG við Sjálf­stæð­is­flokk væri „klapp­að og klárt“.

„Reiðin verður svo mikil hjá mörgum sem munu upplifa sig illa svikna“

Sigrún Sól Ólafsdóttir leikkona segist hafa orðið vitni að samtali Steingríms J. Sigfússonar við stuðningsmann Sjálfstæðisflokksins þann 25. september síðastliðinn þar sem Steingrímur talaði eindregið fyrir því að Vinstrihreyfingin grænt framboð og Sjálfstæðisflokkurinn ynnu saman í ríkisstjórn.

Nokkrum dögum áður hafði Steingrímur hvatt til þess á fundi með flokksfélögum sínum við dynjandi lófaklapp að Sjálfstæðisflokknum yrði gefið „langt frí“ og haldið frá völdum í mörg kjörtímabil. Þau ummæli lét hann falla í ræðu á opnum félagsfundi Vinstri grænna í Reykjavík þann 18. september. 

Vitnað til sams konar ummæla í fyrra

Vísir greindi frá því í dag að leikkonan Sigrún Sól hefði heyrt samtal þingmannsins við ungan sjálfstæðismann í flugvél þar sem Steingrímur hefði talað líkt og þá hefði þegar verið ákveðið að láta reyna á stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins.

Frásögn af sams konar ummælum Steingríms fór á flug í fyrra, þegar Benedikt Jóhannesson, þáverandi formaður Viðreisnar, fullyrti að Steingrímur hefði talað með þessum hætti á kosningafundi í Grímsey og vitnaði í áróðursvefinn Vegginn.is máli sínu til stuðnings. 

„Allt klappað og klárt“

Stundin hafði samband við Sigrúnu Sól og fékk að sjá skilaboð sem hún sendi Katrínu Jakobsdóttur í kjölfar þess að hún hafði hlustað á Steingrím í flugi frá Akureyri til Reykjavíkur. 

Í skilaboðunum kemur fram að Steingrímur hafi setið fyrir aftan hana, farið mikinn um mikilvægi þess að mynduð yrði sterk tveggja flokka stjórn og virst hliðhollur samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. 

„Mér finnst algert grundvallaratriði að
þið komið hreint fram með hvort þið viljið
vinna með Sjálfstæðisflokknum“

„Mér leið ekki vel og í mér eru ónot, þvi þögn ykkar angar af samkrulli,“ skrifaði Sigrún til Katrínar. „Mér finnst algert grundvallaratriði að þið komið hreint fram með hvort þið viljið vinna með Sjálfstæðisflokknum. Á Steingrími heyrðist manni það allt klappað og klárt.“

Þá skrifaði hún: „Það yrði svo bagalegt ef þið fáið fullt af fylgi – en komið svo eftir á og gerið þetta og reiðin verður svo mikil hjá mörgum sem munu upplifa sig illa svikna og eiga eftir að rífa ykkur i sig og vinna gegn samstarfinu af heift.“

Fékk ekki svar

Sigrún ráðlagði Katrínu að segja það hreint út ef Vinstri grænum hugnaðist sérstaklega að vinna með Sjálfstæðisflokknum. 

Katrín Jakobsdóttirformaður Vinstri grænna

„Heiðarlegra er að koma hreint fram með þetta núna – ef þetta er planið,“ skrifaði hún. „Ef þið segðuð strax: Við viljum nógu mikinn stuðning  til að leiða ríkisstjórnina  og leiða stefnumótunina. Og erum alveg til i samstarf við Sjálfstæðisflokk - en við verðum að hafa nógu skýrt umboð til að leiða… það verður svo margfalt sterkara heldur en að svara þessu ekki.“ 

Sigrún Sól segist aldrei hafa fengið svar við erindi sínu sem hafi þó verið „seen“-að á Facebook. Henni hafi orðið hugsað til þessara samskipta nú þegar stefnir í formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn án þess að aðrir kostir hafi verið fullreyndir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár