Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tveir þingmenn VG sögðu nei: Rósa Björk og Andrés treysta ekki Sjálfstæðisflokknum

9 af 11 þing­mönn­um Vinstri grænna vilja hefja stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur við Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Andrés Ingi Jóns­son og Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir vilja það hins veg­ar ekki. Eitt skref tek­ið í átt að rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks.

Tveir þingmenn VG sögðu nei: Rósa Björk og Andrés treysta ekki Sjálfstæðisflokknum
Vill ekki Sjálfstæðisflokkinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar af tveimur þingmönnum Vinstri grænna sem vill ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. 9 vilja það hins vegar.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, segist vera á móti því að Vinstri grænir myndi ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum út af því hvernig tvær síðustu ríkisstjórnir með flokkinn innanborðs hafa endað. Þá á Rósa við ríkisstjórnina sem hætti í kjölfar opinberunar Panamaskjalanna í fyrra og þeirrar ríkisstjórnar sem sprakk nú á haustdögum vegna uppreist æru hneykslisins. „Ég ber fullt traust til forystu Vinstri grænna en ekki til viðmælenda okkar í stjórnarmyndunarviðræðunum, það er að segja til Sjálfstæðisflokksins.“

Rósa Björk var annar af þingmönnum Vinstri grænna sem greiddi atkvæði gegn því að teknar yrðu upp formlegar viðræður um stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknar en níu þingmenn voru fylgjandi því að farið verði í þessar viðræður. Hinn þingmaðurinn er Andrés Ingi Jónsson. Kosning um viðræðurnar fór fram á þingflokksfundi sem hófst klukkan eitt í dag og sem lauk rétt fyrir klukkan tvö. 

Auk þessara spillingarmála sem komið hafa upp á síðustu árum segir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár