Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, segist vera á móti því að Vinstri grænir myndi ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum út af því hvernig tvær síðustu ríkisstjórnir með flokkinn innanborðs hafa endað. Þá á Rósa við ríkisstjórnina sem hætti í kjölfar opinberunar Panamaskjalanna í fyrra og þeirrar ríkisstjórnar sem sprakk nú á haustdögum vegna uppreist æru hneykslisins. „Ég ber fullt traust til forystu Vinstri grænna en ekki til viðmælenda okkar í stjórnarmyndunarviðræðunum, það er að segja til Sjálfstæðisflokksins.“
Rósa Björk var annar af þingmönnum Vinstri grænna sem greiddi atkvæði gegn því að teknar yrðu upp formlegar viðræður um stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknar en níu þingmenn voru fylgjandi því að farið verði í þessar viðræður. Hinn þingmaðurinn er Andrés Ingi Jónsson. Kosning um viðræðurnar fór fram á þingflokksfundi sem hófst klukkan eitt í dag og sem lauk rétt fyrir klukkan tvö.
Auk þessara spillingarmála sem komið hafa upp á síðustu árum segir …
Athugasemdir