Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Goodbye my friend its hard to die“

„Goodbye my friend its hard to die“

Mikael Torfason er einstaklega einlægur, sumir kynnu að segja miskunnarlaus, í frásögnum sínum af fjölskyldumálum. Syndafallið er bók af svipuðum toga og Týnd í paradís sem kom út fyrir tveimur árum. Umfjöllunarefnið er sem fyrr fjölskylda höfundar og venslafólki. Og það er ekkert dregið undan. Mikael tekur fyrir öll tabúin. Þarna er framhjáhald, geðveiki, sjálfsvígstilraun, drykkjuskapur og trúarofstæki.  

Að þessu sinni eru foreldrar Mikaels undir smásjánni. Þau skildu með þrjú börn þegar Mikael var á barnsaldri. Mikael og bróðir hans voru hjá föður sínum, Torfa Geirmundssyni rakara, en systir þeirra fylgdi móður sinni, Huldu Fríðu Berndsen.

Nýríkur Torfi

Skilnaðurinn varð í framhaldi af framhjáhaldi eiginmannsins sem margsinnis var konu sinni ótrúr, meira að segja með mágkonu sinni. Hulda Fríða glímdi við miklar raunir í framhaldi af skilnaðinum. Geðræn veikindi herjuðu á hana með tilheyrandi uppákomum sem börnin fylgdust á stundum með. Og Torfi rakari kvæntist aftur og varð nýríkur og fór með himinskautum. Peningarnir mokuðust inn og hárstofa hans var í tísku. Hann var í sviðsljósinu og lifði hátt. Hulda Fríða barðist aftur á móti áfram í lífinu sem bláfátæk, einstæð móðir í Breiðholti. Mikael teiknar upp þann gríðarlega mun sem var á kjörum hjónanna fyrrverandi og þar með barnanna þriggja sem sveifluðust á milli allsnægta og fátæktar.

Hlý og miskunnarlausSyndafallið tekur á viðkvæmum fjölskyldumálum höfundar.

Óborganleg frásögn er af því þegar enskir hommar, vinir Torfa, komu í heimsókn til hans um jól. Gestirnir komu færandi hendi og allir fengu einhvers konar typpadót í jólagjöf. Þetta voru ein skemmtilegustu jól höfundar.

Bókin er mestan part saga foreldra Mikaels og þess ferðalags lífsins sem fylgdi aðskilnaðinum. Mikael hafði sumardvöl á nokkrum sveitabæjum. Sumir kannast við þær frásagnir úr útvarpsþáttum sem hann gerði og fluttir voru í Ríkisútvarpinu. Mikael er þekktur fyrir að vera hörkuduglegur. Hann sameinaði þarna afrakstur ferða sinnna um sveitir landsins í útvarp og á bók. Frásögnin er í senn ljúf og áreynslulítil. Miskunnarlaus en mild. Bókin er þar af leiðandi falleg þótt fjallað sé um svo erfið mál sem geðveiki, alkóhólisma, ótryggð og trúarofstæki.

Dauðastríð

Og svo er það dauðastríð föður hans sem lifði hátt en endaði sem útbrunninn alkóhólisti. Síðustu árin bjó hann í gluggalausri kjallaraholu undir rakarastofu sinni. Hann hafði hætt að drekka um árabil en féll svo og drakk þar eftir í laumi. Á þessu ári greindist hann með skorpulifur. Þá komst upp að hann hafði leynt drykkjunni fyrir aðstandendum sínum. Mikael og systkini hans gerðu allt til þess að hann fengi nýja lifur. Torfi var fluttur til Svíþjóðar í von um bata. Á endanum var því hafnað að hann fengi ígrædda lifur.

„Við verðum að fá nýja lifur, pabbi. Þú mátt ekki deyja,“ segir Mikael við sjúkrabeð föður síns. Eins konar uppgjör föður og sonar átti sér stað. En kímnin var aldrei langt undan. Fárveikur raular Torfi laglínu: „Goodbye my friend its hard to die.“ Og Mikael nær í lagið á Spotify í farsíma sínum og spilar fyrir dauðveikan föður sinn.

Torfi fékk ekki lifur af því hann hafði ekki verið edrú í sex mánuði. Hann var fluttur aftur heim til Íslands en mátti hugsanlega koma aftur eftir hálft ár. Öllum mátti vera ljóst að hann gæti ekki lifað þann tíma.

„Helvítis Svíarnir drápu mig,“ sagði Torfi við son sinn. Nokkrum dögum síðar var hann allur. Hann dó úr alkóhólisma.

Fegurð og sársauki

Kápu bókarinnar gerði myndlistarmaðurinn Jón Óskar, frændi Mikaels. Kápan er í svipuðum dúr og á síðustu bók höfundar, einstaklega vel heppnuð. Bókin er afar falleg og manni þykir ósjálfrátt vænt um hana. Og efnið svíkur svo sannarlega ekki. Þrátt fyrir allan sársaukann og nærgöngular lýsingar á fólki í neyð andlega og líkamlega, stendur fegurðin þó eftir. Allt þetta vandmeðfarna efni er sett fram af stillingu, kímni og hlýju.

„Þrátt fyrir allan sársaukann og nærgöngular lýsingar á fólki í neyð andlega og líkamlega, stendur fegurðin þó eftir.“

Eftir lesturinn er sem maður hafi gjörþekkt Torfa og Huldu. Og það er hægt að draga af lestrinum mikinn lærdóm, ekki síst hvað varðar alkóhólismann sem miskunnarlaust drepur fólk með hræðilegum hætti. Þetta er í senn holl og skemmtileg lesning sem á erindi við hvern mann. Lesandinn hlær og grætur á víxl. Syndafallið er höfundi sínum til sóma og fær fimm stjörnur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bókadómar

Sagan um Rúnu
GagnrýniBókadómar

Sag­an um Rúnu

Rúna, ör­laga­saga, er snot­ur bók um sveita­stúlku norð­an úr Húna­vatns­sýslu sem náði mikl­um ár­angri á heims­mæli­kvarða við að temja hross og keppa til glæstra sigra. Sjálf­ur Orri frá Þúfu, verð­mæt­asti stóð­hest­ur Ís­lands, er eitt þeirra hrossa sem Rúna, eða Guð­rún Ein­ars­dótt­ir,  upp­götv­aði. Upp­haf sög­unn­ar er á Mos­felli fyr­ir norð­an þar sem Rúna elst upp í faðmi stór­fjöl­skyld­unn­ar. Þar kynnt­ist hún...
Einstök saga Önnu
GagnrýniBókadómar

Ein­stök saga Önnu

Trans­kon­an Anna Kristjáns­dótt­ir varð ann­ar ein­stak­ling­ur­inn á Ís­landi til að brjót­ast út úr lík­ama sín­um sem karl og verða kona. Anna fædd­ist sem dreng­ur og fékk nafn­ið Kristján. Snemma upp­götv­aði dreng­ur­inn að hann væri í raun­inni stúlka. Hann hafði yndi af því að klæð­ast fatn­aði sem stúlka. Guðríð­ur Har­alds­dótt­ir blaða­mað­ur skráði sögu Önnu í bók­inni, Anna, eins og ég er....

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár