Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Goodbye my friend its hard to die“

„Goodbye my friend its hard to die“

Mikael Torfason er einstaklega einlægur, sumir kynnu að segja miskunnarlaus, í frásögnum sínum af fjölskyldumálum. Syndafallið er bók af svipuðum toga og Týnd í paradís sem kom út fyrir tveimur árum. Umfjöllunarefnið er sem fyrr fjölskylda höfundar og venslafólki. Og það er ekkert dregið undan. Mikael tekur fyrir öll tabúin. Þarna er framhjáhald, geðveiki, sjálfsvígstilraun, drykkjuskapur og trúarofstæki.  

Að þessu sinni eru foreldrar Mikaels undir smásjánni. Þau skildu með þrjú börn þegar Mikael var á barnsaldri. Mikael og bróðir hans voru hjá föður sínum, Torfa Geirmundssyni rakara, en systir þeirra fylgdi móður sinni, Huldu Fríðu Berndsen.

Nýríkur Torfi

Skilnaðurinn varð í framhaldi af framhjáhaldi eiginmannsins sem margsinnis var konu sinni ótrúr, meira að segja með mágkonu sinni. Hulda Fríða glímdi við miklar raunir í framhaldi af skilnaðinum. Geðræn veikindi herjuðu á hana með tilheyrandi uppákomum sem börnin fylgdust á stundum með. Og Torfi rakari kvæntist aftur og varð nýríkur og fór með himinskautum. Peningarnir mokuðust inn og hárstofa hans var í tísku. Hann var í sviðsljósinu og lifði hátt. Hulda Fríða barðist aftur á móti áfram í lífinu sem bláfátæk, einstæð móðir í Breiðholti. Mikael teiknar upp þann gríðarlega mun sem var á kjörum hjónanna fyrrverandi og þar með barnanna þriggja sem sveifluðust á milli allsnægta og fátæktar.

Hlý og miskunnarlausSyndafallið tekur á viðkvæmum fjölskyldumálum höfundar.

Óborganleg frásögn er af því þegar enskir hommar, vinir Torfa, komu í heimsókn til hans um jól. Gestirnir komu færandi hendi og allir fengu einhvers konar typpadót í jólagjöf. Þetta voru ein skemmtilegustu jól höfundar.

Bókin er mestan part saga foreldra Mikaels og þess ferðalags lífsins sem fylgdi aðskilnaðinum. Mikael hafði sumardvöl á nokkrum sveitabæjum. Sumir kannast við þær frásagnir úr útvarpsþáttum sem hann gerði og fluttir voru í Ríkisútvarpinu. Mikael er þekktur fyrir að vera hörkuduglegur. Hann sameinaði þarna afrakstur ferða sinnna um sveitir landsins í útvarp og á bók. Frásögnin er í senn ljúf og áreynslulítil. Miskunnarlaus en mild. Bókin er þar af leiðandi falleg þótt fjallað sé um svo erfið mál sem geðveiki, alkóhólisma, ótryggð og trúarofstæki.

Dauðastríð

Og svo er það dauðastríð föður hans sem lifði hátt en endaði sem útbrunninn alkóhólisti. Síðustu árin bjó hann í gluggalausri kjallaraholu undir rakarastofu sinni. Hann hafði hætt að drekka um árabil en féll svo og drakk þar eftir í laumi. Á þessu ári greindist hann með skorpulifur. Þá komst upp að hann hafði leynt drykkjunni fyrir aðstandendum sínum. Mikael og systkini hans gerðu allt til þess að hann fengi nýja lifur. Torfi var fluttur til Svíþjóðar í von um bata. Á endanum var því hafnað að hann fengi ígrædda lifur.

„Við verðum að fá nýja lifur, pabbi. Þú mátt ekki deyja,“ segir Mikael við sjúkrabeð föður síns. Eins konar uppgjör föður og sonar átti sér stað. En kímnin var aldrei langt undan. Fárveikur raular Torfi laglínu: „Goodbye my friend its hard to die.“ Og Mikael nær í lagið á Spotify í farsíma sínum og spilar fyrir dauðveikan föður sinn.

Torfi fékk ekki lifur af því hann hafði ekki verið edrú í sex mánuði. Hann var fluttur aftur heim til Íslands en mátti hugsanlega koma aftur eftir hálft ár. Öllum mátti vera ljóst að hann gæti ekki lifað þann tíma.

„Helvítis Svíarnir drápu mig,“ sagði Torfi við son sinn. Nokkrum dögum síðar var hann allur. Hann dó úr alkóhólisma.

Fegurð og sársauki

Kápu bókarinnar gerði myndlistarmaðurinn Jón Óskar, frændi Mikaels. Kápan er í svipuðum dúr og á síðustu bók höfundar, einstaklega vel heppnuð. Bókin er afar falleg og manni þykir ósjálfrátt vænt um hana. Og efnið svíkur svo sannarlega ekki. Þrátt fyrir allan sársaukann og nærgöngular lýsingar á fólki í neyð andlega og líkamlega, stendur fegurðin þó eftir. Allt þetta vandmeðfarna efni er sett fram af stillingu, kímni og hlýju.

„Þrátt fyrir allan sársaukann og nærgöngular lýsingar á fólki í neyð andlega og líkamlega, stendur fegurðin þó eftir.“

Eftir lesturinn er sem maður hafi gjörþekkt Torfa og Huldu. Og það er hægt að draga af lestrinum mikinn lærdóm, ekki síst hvað varðar alkóhólismann sem miskunnarlaust drepur fólk með hræðilegum hætti. Þetta er í senn holl og skemmtileg lesning sem á erindi við hvern mann. Lesandinn hlær og grætur á víxl. Syndafallið er höfundi sínum til sóma og fær fimm stjörnur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bókadómar

Sagan um Rúnu
GagnrýniBókadómar

Sag­an um Rúnu

Rúna, ör­laga­saga, er snot­ur bók um sveita­stúlku norð­an úr Húna­vatns­sýslu sem náði mikl­um ár­angri á heims­mæli­kvarða við að temja hross og keppa til glæstra sigra. Sjálf­ur Orri frá Þúfu, verð­mæt­asti stóð­hest­ur Ís­lands, er eitt þeirra hrossa sem Rúna, eða Guð­rún Ein­ars­dótt­ir,  upp­götv­aði. Upp­haf sög­unn­ar er á Mos­felli fyr­ir norð­an þar sem Rúna elst upp í faðmi stór­fjöl­skyld­unn­ar. Þar kynnt­ist hún...
Einstök saga Önnu
GagnrýniBókadómar

Ein­stök saga Önnu

Trans­kon­an Anna Kristjáns­dótt­ir varð ann­ar ein­stak­ling­ur­inn á Ís­landi til að brjót­ast út úr lík­ama sín­um sem karl og verða kona. Anna fædd­ist sem dreng­ur og fékk nafn­ið Kristján. Snemma upp­götv­aði dreng­ur­inn að hann væri í raun­inni stúlka. Hann hafði yndi af því að klæð­ast fatn­aði sem stúlka. Guðríð­ur Har­alds­dótt­ir blaða­mað­ur skráði sögu Önnu í bók­inni, Anna, eins og ég er....

Mest lesið

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
5
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Orrustan um Hafnarfjörð
6
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár