Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Prófessorafélagið telur áform rektors fela í sér lögbrot og aðför að akademísku frelsi

Sæmund­ur Sveins­son, rektor við Land­bún­að­ar­há­skóla Ís­lands, vill reka pró­fess­or án áminn­ing­ar í kjöl­far gagn­rýni henn­ar á sam­starfs­menn. Stjórn Fé­lags pró­fess­ora við rík­is­háskóla hef­ur sent rektor og mennta­mála­ráð­herra harð­ort bréf vegna máls­ins.

Prófessorafélagið telur áform rektors fela í sér lögbrot og aðför að akademísku frelsi

Stjórn Félags prófessora við ríkisháskóla telur að áform Sæmundar Sveinssonar, rektors Landbúnaðarháskóla Íslands, um að segja Önnu Guðrúnu Þórhallsdóttur, prófessor við skólann, upp störfum án undangenginnar áminningar feli í sér skýlaust brot á lögum. Áform rektors séu á skjön við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og gangi gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Í ljósi þess að tilefni uppsagnarinnar er gagnrýni Önnu Guðrúnar á samstarfsmenn sína stangist framganga rektors einnig á við málfrelsisákvæði stjórnarskrár og grundvallargildi um akademískt frelsi háskólakennara. 

Þetta kemur fram í harðorðri ályktun frá stjórn Félags prófessora við ríkisháskóla sem send var rektor og háskólaráði Landbúnaðarháskóla Íslands og Kristjáni Þór Júlíussyni, starfandi mennta- og menningarmálaráðherra. 

Stundin greindi frá því þann 27. október síðastliðinn að Sæmundur Sveinsson hefði tilkynnt Önnu að hann hefði í hyggju að segja henni upp störfum. Anna hafði ekki fengið áminningu og hefur starfað við skólann í 25 ár. Ástæða fyrirhugaðrar uppsagnar er tölvupóstur hennar til samstarfsmanna þar sem hún gagnrýndi hvernig staðið var að ráðstefnu um landgræðslu og loftslagsmál í Hörpu síðasta vor. Sjálfur sat Sæmundur í undirbúningsnefnd vegna ráðstefnunnar og kom að skipulagningu hennar. Siðanefnd skólans komst að þeirri niðurstöðu um miðjan október að tiltekin ummæli í tölvupósti Önnu væru á skjön við ákvæði siðareglna og dró Anna ummæli sín til baka í kjölfarið.

Eftir að rektor brást við áliti siðanefndarinnar með tilkynningu um fyrirhugaða uppsögn Önnu Guðrúnar steig einn af meðlimum siðanefndarinnar, Jón Ásgeir Kalmansson, fram og gagnrýndi viðbrögð rektors sem hann taldi fráleit. „Brottrekstur akademísks starfsmanns í kjölfar þess að hann tjáir sig á innri vef eigin stofnunar er til þess fallið að grafa undan grundvallargildi háskólasamfélagsins um frelsi til hugsunar og tjáningar, vinna gegn frjálsum skoðanaskiptum og hvetja til þöggunar og ótta starfsmanna um stöðu sína „tjái þeir sig ekki rétt“,“ sagði Jón Ásgeir í bréfi sem hann sendi rektor Landbúnaðarháskóla Íslands á dögunum. 

Sams konar sjónarmið eru viðruð í bréfinu frá stjórn Félags prófessora við ríkisháskóla. „Rétt er að minna á að tjáningafrelsi einstaklinga er varið bæði af 73. grein stjórnarskrár Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland hefur lögfest (10. grein laga nr. 62/1994),“ segir í ályktuninni. „Hér verður jafnframt að árétta sérstaklega að akademískir starfsmenn háskóla hafa ríkt frelsi til gagnrýninna skoðanaskipta um hvers kyns álita- og ágreiningsmál sem tengjast fræðiiðkun og annari starfsemi háskóla. Tjáningafrelsið er hornsteinn hins svonefnda akademíska frelsis og til þess standa aldalangar alþjóðlegar hefðir og venjur innan háskólanna.“

Bent er á að forstöðumenn háskóla þurfi að gæta vandlega að ákvæðum stjórnsýslulaga í störfum sínum og minnst sérstaklega á reglur um vanhæfi. „Stjórnvald skal ávallt gæta meðalhófs þegar áformnaðar eru íþyngjandi ákvarðanir í málefnum einstaklinga. Vanhæfisreglan lýsir meðal annars vanhæfi við meðferð máls ef málsmeðferðaraðili tengist sjálfur því máli sem er tilefni hinnar áformuðu íþyngjandi ákvörðunar (1. mgr.),“ segir í bréfinu án þess að tekin sé afstaða til þess hvort aðkoma rektors sjálfs að skipulagningu ráðstefnunnar sem Anna Guðrún gagnrýndi geri hann vanhæfan í málinu.

Stjórnin vísar til 21. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þar sem fjallað er um skriflegar áminningar. „Lagagreinin gerir að sönnu ekki skylt, en getur þó gefið réttum yfirmanni færi á, að áminna starfsmann vegna brota á reglum og lögum. Uppsögn án áminningar kæmi því aldrei til greina í umræddu máli og væri að mati stjórnar Félags prófessora við ríkisháskóla skýlaust brot á gildandi lögum,“ segir í ályktun stjórnarinnar.

„Það er álit stjórnar Félags prófessora við ríkisháskóla að áform yðar um uppsögn Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur, prófessors, úr starfi, án undangenginnar áminningar, brjóti gegn lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, auk þess að ganga gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Þá verður ekki séð að áform yðar samræmist málfrelsisákvæðum stjórnarskrár, og þaðan af síður reglum og hefðum um akademískt frelsi háskólakennara.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menntamál

Meðlimur siðanefndar segir viðbrögð rektors ósanngjörn og ala á skoðanakúgun
FréttirMenntamál

Með­lim­ur siðanefnd­ar seg­ir við­brögð rektors ósann­gjörn og ala á skoð­anakúg­un

„Brottrekst­ur aka­demísks starfs­manns í kjöl­far þess að hann tjá­ir sig á innri vef eig­in stofn­un­ar er til þess fall­ið að grafa und­an grund­vall­ar­gildi há­skóla­sam­fé­lags­ins um frelsi til hugs­un­ar og tján­ing­ar,“ seg­ir í bréfi Jóns Ás­geirs Kalm­ans­son­ar til rektors Land­bún­að­ar­há­skól­ans vegna fyr­ir­hug­aðr­ar upp­sagn­ar pró­fess­ors vegna harð­orðr­ar gagn­rýni henn­ar.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár