Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Meðlimur siðanefndar segir viðbrögð rektors ósanngjörn og ala á skoðanakúgun

„Brottrekst­ur aka­demísks starfs­manns í kjöl­far þess að hann tjá­ir sig á innri vef eig­in stofn­un­ar er til þess fall­ið að grafa und­an grund­vall­ar­gildi há­skóla­sam­fé­lags­ins um frelsi til hugs­un­ar og tján­ing­ar,“ seg­ir í bréfi Jóns Ás­geirs Kalm­ans­son­ar til rektors Land­bún­að­ar­há­skól­ans vegna fyr­ir­hug­aðr­ar upp­sagn­ar pró­fess­ors vegna harð­orðr­ar gagn­rýni henn­ar.

Meðlimur siðanefndar segir viðbrögð rektors ósanngjörn og ala á skoðanakúgun

Jón Ásgeir Kalmansson, nefndarmaður í siðanefnd Landbúnaðarháskólans, telur að viðbrögð rektors við nýlegu áliti siðanefndarinnar vegna tölvupósts prófessors til samstarfsmanna sinna séu til þess fallin að grafa undan siðareglum Landbúnaðarháskólans og framfylgd þeirra, vinna gegn frjálsum skoðanaskiptum og ala á sjálfsþöggun háskólaborgara. Hann segir brottrekstur akademísks starfsmanns í kjölfar þess að hann tjáir sig á innri vef eigin stofnunar ganga í berhögg við grundvallargildi háskólasamfélagsins um frelsi til hugsunar og tjáningar.

Þetta kemur fram í bréfi Jóns, sem er heimspekingur og nýdoktor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, til Sæmundar Sveinssonar, rektors Landbúnaðarháskóla Íslands. Tilefni bréfsins er frétt Stundarinnar sem birtist 27. október síðastliðinn þar sem fram kom Sæmundur hefði tilkynnt Önnu Guðrúnu Þórhallsdóttur, prófessor við skólann, að hann hefði í hyggju að segja henni upp störfum. Anna hafði ekki fengið áminningu og hefur gegnt prófessorsstöðu í 25 ár. 

Ástæða fyrirhugaðrar uppsagnar er tölvupóstur Önnu til samstarfsmanna þar sem hún gagnrýndi hvernig staðið var að ráðstefnu um landgræðslu og loftslagsmál í Hörpu síðasta vor. Sjálfur sat Sæmundur í undirbúningsnefnd vegna ráðstefnunnar og kom að skipulagningu hennar. Siðanefnd skólans, sem Jón Kalmansson á sæti í, hafði komist að þeirri niðurstöðu að tiltekin ummæli í tölvupóstinum væru á skjön við ákvæði siðareglna.

Ósanngirni grafi undan siðareglunum

Í bréfi sínu til rektors, sem einnig var sent háskólaráði Landbúnaðarháskólans og stjórn Félags prófessora við ríkisháskóla, bendir Jón á að markmið siðareglna innan háskóla sé að stærstum hluta uppbyggilegt, það er að minna akademíska starfsmenn á grundvallargildi í mannlegum samskiptum og í vísindastarfi og vísa þeim veginn í þeirri viðleitni að bæta sig sem manneskjur, kennarar og rannsakendur.

„Viðbrögð við brotum á siðareglum verður að meta í ljósi þess hve alvarleg þau eru. Séu viðbrögð við brotum mun harkalegri en brotið gefur tilefni til felur það í sér ósanngirni sem grefur undan siðareglunum og framfylgd þeirra. Þetta hlýtur sérstaklega að eiga við ef viðbrögðin eru mjög íþyngjandi, það er fela í sér brottvísun eða starfsmissi,“ skrifar hann.

„Í þessu sambandi er nauðsynlegt að árétta að gildi á borð við hugsunar- og tjáningarfrelsi eru hornsteinar háskólastofnanna um allan heim og helstu ógnir sem að slíkum stofnunum steðja eru fólgnar í þöggun og sjálfsþöggun háskólaborgara og ótta þeirra við að tjá sig með opnum og gagnrýnum hætti. Brottrekstur akademísks starfsmanns í kjölfar þess að hann tjáir sig á innri vef eigin stofnunar er til þess fallið að grafa undan grundvallargildi háskólasamfélagsins um frelsi til hugsunar og tjáningar, vinna gegn frjálsum skoðanaskiptum og hvetja til þöggunar og ótta starfsmanna um stöðu sína „tjái þeir sig ekki rétt“. Færa má rök fyrir því að umburðarlyndi gagnvart hreinskiptum og jafnvel harkalegum skoðanaskiptum þurfi að vera meira innan akademíunnar en annars staðar í samfélaginu.“

Jón segist vona að fregnir um að til standi að segja starfsmanni Landbúnaðarháskólans upp störfum á grundvelli niðurstöðu siðanefndar séu ekki á rökum reistar. „Ég vona jafnframt að málið verði til þess að skilningur aukist á leiðbeinandi og uppbyggilegu hlutverki siðareglna og siðanefndar Landbúnaðarháskólans,“ skrifar hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menntamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár