Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Meðlimur siðanefndar segir viðbrögð rektors ósanngjörn og ala á skoðanakúgun

„Brottrekst­ur aka­demísks starfs­manns í kjöl­far þess að hann tjá­ir sig á innri vef eig­in stofn­un­ar er til þess fall­ið að grafa und­an grund­vall­ar­gildi há­skóla­sam­fé­lags­ins um frelsi til hugs­un­ar og tján­ing­ar,“ seg­ir í bréfi Jóns Ás­geirs Kalm­ans­son­ar til rektors Land­bún­að­ar­há­skól­ans vegna fyr­ir­hug­aðr­ar upp­sagn­ar pró­fess­ors vegna harð­orðr­ar gagn­rýni henn­ar.

Meðlimur siðanefndar segir viðbrögð rektors ósanngjörn og ala á skoðanakúgun

Jón Ásgeir Kalmansson, nefndarmaður í siðanefnd Landbúnaðarháskólans, telur að viðbrögð rektors við nýlegu áliti siðanefndarinnar vegna tölvupósts prófessors til samstarfsmanna sinna séu til þess fallin að grafa undan siðareglum Landbúnaðarháskólans og framfylgd þeirra, vinna gegn frjálsum skoðanaskiptum og ala á sjálfsþöggun háskólaborgara. Hann segir brottrekstur akademísks starfsmanns í kjölfar þess að hann tjáir sig á innri vef eigin stofnunar ganga í berhögg við grundvallargildi háskólasamfélagsins um frelsi til hugsunar og tjáningar.

Þetta kemur fram í bréfi Jóns, sem er heimspekingur og nýdoktor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, til Sæmundar Sveinssonar, rektors Landbúnaðarháskóla Íslands. Tilefni bréfsins er frétt Stundarinnar sem birtist 27. október síðastliðinn þar sem fram kom Sæmundur hefði tilkynnt Önnu Guðrúnu Þórhallsdóttur, prófessor við skólann, að hann hefði í hyggju að segja henni upp störfum. Anna hafði ekki fengið áminningu og hefur gegnt prófessorsstöðu í 25 ár. 

Ástæða fyrirhugaðrar uppsagnar er tölvupóstur Önnu til samstarfsmanna þar sem hún gagnrýndi hvernig staðið var að ráðstefnu um landgræðslu og loftslagsmál í Hörpu síðasta vor. Sjálfur sat Sæmundur í undirbúningsnefnd vegna ráðstefnunnar og kom að skipulagningu hennar. Siðanefnd skólans, sem Jón Kalmansson á sæti í, hafði komist að þeirri niðurstöðu að tiltekin ummæli í tölvupóstinum væru á skjön við ákvæði siðareglna.

Ósanngirni grafi undan siðareglunum

Í bréfi sínu til rektors, sem einnig var sent háskólaráði Landbúnaðarháskólans og stjórn Félags prófessora við ríkisháskóla, bendir Jón á að markmið siðareglna innan háskóla sé að stærstum hluta uppbyggilegt, það er að minna akademíska starfsmenn á grundvallargildi í mannlegum samskiptum og í vísindastarfi og vísa þeim veginn í þeirri viðleitni að bæta sig sem manneskjur, kennarar og rannsakendur.

„Viðbrögð við brotum á siðareglum verður að meta í ljósi þess hve alvarleg þau eru. Séu viðbrögð við brotum mun harkalegri en brotið gefur tilefni til felur það í sér ósanngirni sem grefur undan siðareglunum og framfylgd þeirra. Þetta hlýtur sérstaklega að eiga við ef viðbrögðin eru mjög íþyngjandi, það er fela í sér brottvísun eða starfsmissi,“ skrifar hann.

„Í þessu sambandi er nauðsynlegt að árétta að gildi á borð við hugsunar- og tjáningarfrelsi eru hornsteinar háskólastofnanna um allan heim og helstu ógnir sem að slíkum stofnunum steðja eru fólgnar í þöggun og sjálfsþöggun háskólaborgara og ótta þeirra við að tjá sig með opnum og gagnrýnum hætti. Brottrekstur akademísks starfsmanns í kjölfar þess að hann tjáir sig á innri vef eigin stofnunar er til þess fallið að grafa undan grundvallargildi háskólasamfélagsins um frelsi til hugsunar og tjáningar, vinna gegn frjálsum skoðanaskiptum og hvetja til þöggunar og ótta starfsmanna um stöðu sína „tjái þeir sig ekki rétt“. Færa má rök fyrir því að umburðarlyndi gagnvart hreinskiptum og jafnvel harkalegum skoðanaskiptum þurfi að vera meira innan akademíunnar en annars staðar í samfélaginu.“

Jón segist vona að fregnir um að til standi að segja starfsmanni Landbúnaðarháskólans upp störfum á grundvelli niðurstöðu siðanefndar séu ekki á rökum reistar. „Ég vona jafnframt að málið verði til þess að skilningur aukist á leiðbeinandi og uppbyggilegu hlutverki siðareglna og siðanefndar Landbúnaðarháskólans,“ skrifar hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menntamál

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár