Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Meðlimur siðanefndar segir viðbrögð rektors ósanngjörn og ala á skoðanakúgun

„Brottrekst­ur aka­demísks starfs­manns í kjöl­far þess að hann tjá­ir sig á innri vef eig­in stofn­un­ar er til þess fall­ið að grafa und­an grund­vall­ar­gildi há­skóla­sam­fé­lags­ins um frelsi til hugs­un­ar og tján­ing­ar,“ seg­ir í bréfi Jóns Ás­geirs Kalm­ans­son­ar til rektors Land­bún­að­ar­há­skól­ans vegna fyr­ir­hug­aðr­ar upp­sagn­ar pró­fess­ors vegna harð­orðr­ar gagn­rýni henn­ar.

Meðlimur siðanefndar segir viðbrögð rektors ósanngjörn og ala á skoðanakúgun

Jón Ásgeir Kalmansson, nefndarmaður í siðanefnd Landbúnaðarháskólans, telur að viðbrögð rektors við nýlegu áliti siðanefndarinnar vegna tölvupósts prófessors til samstarfsmanna sinna séu til þess fallin að grafa undan siðareglum Landbúnaðarháskólans og framfylgd þeirra, vinna gegn frjálsum skoðanaskiptum og ala á sjálfsþöggun háskólaborgara. Hann segir brottrekstur akademísks starfsmanns í kjölfar þess að hann tjáir sig á innri vef eigin stofnunar ganga í berhögg við grundvallargildi háskólasamfélagsins um frelsi til hugsunar og tjáningar.

Þetta kemur fram í bréfi Jóns, sem er heimspekingur og nýdoktor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, til Sæmundar Sveinssonar, rektors Landbúnaðarháskóla Íslands. Tilefni bréfsins er frétt Stundarinnar sem birtist 27. október síðastliðinn þar sem fram kom Sæmundur hefði tilkynnt Önnu Guðrúnu Þórhallsdóttur, prófessor við skólann, að hann hefði í hyggju að segja henni upp störfum. Anna hafði ekki fengið áminningu og hefur gegnt prófessorsstöðu í 25 ár. 

Ástæða fyrirhugaðrar uppsagnar er tölvupóstur Önnu til samstarfsmanna þar sem hún gagnrýndi hvernig staðið var að ráðstefnu um landgræðslu og loftslagsmál í Hörpu síðasta vor. Sjálfur sat Sæmundur í undirbúningsnefnd vegna ráðstefnunnar og kom að skipulagningu hennar. Siðanefnd skólans, sem Jón Kalmansson á sæti í, hafði komist að þeirri niðurstöðu að tiltekin ummæli í tölvupóstinum væru á skjön við ákvæði siðareglna.

Ósanngirni grafi undan siðareglunum

Í bréfi sínu til rektors, sem einnig var sent háskólaráði Landbúnaðarháskólans og stjórn Félags prófessora við ríkisháskóla, bendir Jón á að markmið siðareglna innan háskóla sé að stærstum hluta uppbyggilegt, það er að minna akademíska starfsmenn á grundvallargildi í mannlegum samskiptum og í vísindastarfi og vísa þeim veginn í þeirri viðleitni að bæta sig sem manneskjur, kennarar og rannsakendur.

„Viðbrögð við brotum á siðareglum verður að meta í ljósi þess hve alvarleg þau eru. Séu viðbrögð við brotum mun harkalegri en brotið gefur tilefni til felur það í sér ósanngirni sem grefur undan siðareglunum og framfylgd þeirra. Þetta hlýtur sérstaklega að eiga við ef viðbrögðin eru mjög íþyngjandi, það er fela í sér brottvísun eða starfsmissi,“ skrifar hann.

„Í þessu sambandi er nauðsynlegt að árétta að gildi á borð við hugsunar- og tjáningarfrelsi eru hornsteinar háskólastofnanna um allan heim og helstu ógnir sem að slíkum stofnunum steðja eru fólgnar í þöggun og sjálfsþöggun háskólaborgara og ótta þeirra við að tjá sig með opnum og gagnrýnum hætti. Brottrekstur akademísks starfsmanns í kjölfar þess að hann tjáir sig á innri vef eigin stofnunar er til þess fallið að grafa undan grundvallargildi háskólasamfélagsins um frelsi til hugsunar og tjáningar, vinna gegn frjálsum skoðanaskiptum og hvetja til þöggunar og ótta starfsmanna um stöðu sína „tjái þeir sig ekki rétt“. Færa má rök fyrir því að umburðarlyndi gagnvart hreinskiptum og jafnvel harkalegum skoðanaskiptum þurfi að vera meira innan akademíunnar en annars staðar í samfélaginu.“

Jón segist vona að fregnir um að til standi að segja starfsmanni Landbúnaðarháskólans upp störfum á grundvelli niðurstöðu siðanefndar séu ekki á rökum reistar. „Ég vona jafnframt að málið verði til þess að skilningur aukist á leiðbeinandi og uppbyggilegu hlutverki siðareglna og siðanefndar Landbúnaðarháskólans,“ skrifar hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menntamál

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár