Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Íhaldsstjórn í kortunum?

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son er í lyk­il­stöðu og seg­ist vilja hægri­flokk í rík­is­stjórn. Inga Sæ­land vill að Sig­mund­ur Dav­íð eða Bjarni Bene­dikts­son fái stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð.

Íhaldsstjórn í kortunum?
Maðurinn með lykilinn Svo virðist sem lykillinn að nýrri ríkisstjórn Íslands sé í höndunum á Sigurði Inga Jóhannssyni. Mynd: Pressphotos

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er í lykilstöðu í þeim stjórnarmyndunarþreifingum sem nú eru farnar af stað. Fjölflokka félagshyggjustjórn verður seint mynduð án Framsóknarflokksins, en um leið er ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn geti tryggt sér áframhaldandi stjórnarsetu nema í samstarfi við Framsóknarflokkinn. 

Hlýtt er á milli nýrra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins eins og birtist í samfloti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Ingu Sæland á Bessastaði í dag. Sigmundur Davíð staðfesti svo áðan í viðtali við fjölmiðla, eftir óvenjulangan fund sinn með forseta, að hann hefði verið í sambandi við Bjarna Benediktsson um hugsanlegar stjórnarmyndunarviðræður. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er þá litið sérstaklega til samstarfs við Sigurð Inga Jóhannsson og Framsóknarflokkinn. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði á fréttamannafundi rétt í þessu að henni þætti eðlilegast ef Bjarni Benediktsson eða Sigmundur Davíð fengi stjórnarmyndunarumboðið frá forseta.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fór af fundi forseta í dag með þau skilaboð að réttast væri að flokkarnir sem voru saman í stjórnarandstöðu undanfarna átta mánuði reyndu fyrir sér um myndun ríkisstjórnar, Vinstri græn, Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Píratar. Þá yrði jafnframt hugað að því að skapa breiðari samstöðu um ýmis mál og málaflokka með fleiri flokkum á þinginu. 

Vilja hægri flokk í stjórnina

Sigurður Ingi hefur virst opinn fyrir þessu undanfarna daga, meðal annars á óformlegum fundi „stjórnarandstöðuflokkanna“ í þinghúsinu í morgun. Þess vegna kom mörgum á óvart þegar Sigurður Ingi sagði, í viðtali við fjölmiðla eftir fund sinn með forseta, að 32 manna þingmeirihluti yrði tæpur og álitlegra væri að mynda stjórn með „breiðari skírskotun frá hægri til vinstri og yfir miðju“.

Stjórn til vinstri með Framsóknarflokknum og Pírötum hefði einungis 32 þingmenn, eða eins manns meirihluta. „Hann er auðvitað mjög tæpur og við höfum séð hvernig slík stjórn hefur hoppað fyrir björg á mjög stuttum tíma,“ sagði Sigurður Ingi á Bessastöðum.

Ólíklegt verður að teljast að með ummælunum hafi Sigurður Ingi verið að vísa til þess að flokkarnir fjórir myndu leita samstarfs við Viðreisn. Viðmælendur Stundarinnar úr þremur flokkum á Alþingi segja nærtækast að túlka orð Sigurðar sem ákall um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 

Þá er erfitt að meta hvort Sigurður Ingi líti á Flokk fólksins sem vinstri flokk í slíkri stjórn, en svo virðist sem óformlegt bandalag sé komið á milli Miðflokksins og Flokks fólksins.

„Ég er fyrst og fremst að horfa til þess að búa til ríkisstjórn með breiða skírskotun í báðar áttir. Ég held að það sé það sem þurfi hér í landinu til að búa til pólitískan stöðugleika. Það er sá kostur sem ég myndi helst vilja vinna að, en það eru vissulega aðrir kostir og við þurfum að skoða þá,“ sagði Sigurður Ingi.

Miðflokksmenn og framsóknarmenn tala saman

Sigurður Ingi og Sigmundur hafa ekki talað saman um stjórnarmyndun, samkvæmt yfirlýsingum þeirra beggja. Hins vegar sagði Sigmundur Davíð, eftir fund sinn með forseta Íslands, að þingmenn í báðum flokkum hefðu átt samtöl undanfarna daga.

Í ljósi þess að flokkar af bæði hægri- og vinstrivæng íslenskra stjórnmála renna hýru auga til Framsóknarflokksins er staða Sigurðar Inga sterk. Og með ummælum sínum um breiða skírskotun frá vinstri til hægri minnti hann rækilega á það. 

Framhald stjórnarmyndunarviðræðna ræðst þannig að miklu leyti af því hvort Sigurður telur flokknum sínum gagnast betur; samstarf félagshyggjuflokka eða samstarf íhaldssamra flokka. Mun Sjálfstæðisflokkurinn jafnvel eftirláta Sigurði Inga forsætisráðuneytið? Og vill Framsóknarflokkurinn binda trúss sitt við Flokk fólksins og Miðflokkinn, þrátt fyrir stirð samskipti Framsóknarmanna við Sigmund Davíð?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár