Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sýslumaður kvartar undan „ótæpilegri“ umræðu um starfsmenn embættisins

Þórólf­ur Hall­dórs­son, sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, seg­ist ekki hafa kynnt sér at­huga­semd­ir fjöl­miðla­full­trúa Ör­ygg­is- og sam­vinnu­stofn­un­ar Evr­ópu við lög­bann­ið sem sett var á frétta­flutn­ing Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media upp úr gögn­um frá Glitni.

Sýslumaður kvartar undan „ótæpilegri“ umræðu um starfsmenn embættisins

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu og starfsmenn embættisins vilja ekki tjá sig um athugasemdir Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu við lögbannið sem sett var á allan frekari fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum frá Glitni.

Þórólfur Halldórsson sýslumaður sagðist ekki hafa kynnt sér umrædda gagnrýni sem fjallað var um í flestum fjölmiðlum í gær og ekki lesið athugasemdir Harlem Désir, fjölmiðlafrelsisfulltrúa ÖSE. Þá kom hann af fjöllum þegar hann var spurður um staðla ÖSE að því er varðar vernd og takmörkun tjáningarfrelsis. 

Þetta kom fram á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um fjölmiðlafrelsi og lögbann sýslumanns sem nú stendur yfir og er sýndur í beinni útsendingu á vef Alþingis.

Fulltrúar sýslumanns sögðust hafa takmarkað svigrúm til að tjá sig um einstaka mál og tók sýslumaður fram í upphafi fundar að nær allt það sem embættið teldi sig geta sagt um málin hefði komið fram í tilkynningu sem send var fjölmiðlum á dögunum. Þá vísaði hann sérstaklega til þess að upplýsingar um ýmsar embættisathafnir sýslumanns væru undanþegnar upplýsingalögum.

Sýslumaður kvartaði undan umræðu um lögbannið og sagði að starfsmenn embættisins hefðu setið undir „ómaklegri“ gagnrýni og að fjallað hefði verið „ótæpilega“ um málið. Þingmenn þurftu að ganga á eftir spurningum sínum til fulltrúa sýslumanns.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár