Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Forsætisráðherra skammaði 18 ára pilt: „Alveg ótrúlega ómerkilegt“

„Þetta er ekk­ert nema áróð­ur þetta Borg­un­ar­mál,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra um sölu á eign­ar­hlut Lands­bank­ans í Borg­un. Hlut­ur­inn var seld­ur í lok­uðu sölu­ferli og á und­ir­verði til frænda hans. Hann sak­aði verzl­un­ar­skóla­nema um „ótrú­lega ómerki­leg­an áróð­ur“ fyr­ir fram­an sam­nem­end­ur hans á kosn­inga­fundi í skól­an­um í dag.

Forsætisráðherra skammaði 18 ára pilt: „Alveg ótrúlega ómerkilegt“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sakaði 18 ára pilt um „ótrúlega ómerkilegan áróður“ eftir að hann minntist á Borgunarmálið og skipun dómara við Landsrétt í pallborðsumræðum sem fram fóru í sal Verslunarskóla Íslands í dag.

Menntaskólaneminn spurði Bjarna eftirfarandi spurningar: „Í kjölfar stjórnarslita hafa sjálfstæðismenn talað mikið um hvað hinir svokölluðu smáflokkar á Alþingi hafi lítið bakland og þar af leiðandi mikilvægi þess að kjósa flokka með alvöru rætur. En eru það samt sem áður ekki hið sterka bakland Sjálfstæðisflokksins og hagsmunaárekstrar tengdir því sem hafa komið flokknum í sífelld vandræði, t.d. í Borgunarmálinu og Landsréttarmálinu?“

Bjarni brást harkalega við spurningunni og sakaði piltinn um ómerkilegheit. „Að taka Borgunarmálið sem dæmi um það að það sé eitthvað að í baklandi Sjálfstæðisflokksins er alveg ótrúlega ómerkilegt, fyrirgefðu, alveg ótrúlega ómerkilegt,“ svaraði Bjarni. 

„Það hefur hvergi nokkurs staðar komið fram ein einasta vísbending um að Sjálfstæðisflokkurinn, ég sem fjármálaráðherra eða einhver sem vann í stjórnkerfinu hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu í því máli. Þess vegna er þetta ótrúlega ómerkilegur áróður sem þú ert að flytja hérna inn í salinn um það mál.“

Sem kunnugt er snerist Borgunarmálið um að Landsbankinn seldi hlut sinn í félaginu Borgun á undirverði og í lokuðu söluferli til frænda Bjarna Benediktssonar sem var fjármálaráðherra á þeim tíma. 

„Þetta er ekkert nema áróður þetta Borgunarmál, það er engin innistæða fyrir öllum stóru orðinum. Ég verð bara að fá að verja mig fyrst menn ætla að taka það hérna upp og nota það gegn mér. Þetta er ómerkilegt,“ sagði Bjarni.

Þá vék Bjarni að Landsréttarmálinu, en nýlega komst Héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefði ekki farið að lögum við skipun dómara í Landsrétt, nýtt dómsstig. „Landsréttarmálið er síðan allt annað mál. Það hefur bara  farið sína leið og nýlega féll dómur í því þar sem öllum kröfum þeirra sem stefndu var hafnað,“ sagði Bjarni.

„Þú kemur hérna talar við hóp af ungu fólki og kallar einn þeirra ómerkilegan.“

Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra og frambjóðandi Bjartrar framtíðar, gagnrýndi Bjarna fyrir orð hans í garð menntaskólanemans. „Í fyrsta lagi verð ég bara að viðurkenna að ég verð pirruð Bjarni, þegar þú kemur hérna talar við hóp af ungu fólki og kallar einn þeirra ómerkilegan. Mér finnst það ómaklegt, við erum að tala um pólitík og við skulum bara gera það almennilega,“ sagði hún. Síðar á fundinum áréttaði Bjarni að hann hefði ekki verið að kalla drenginn ómerkilegan heldur verið að vísa til efnisins sem hann spurði um. 

Hér má sjá myndband af málfundinum í heild sem birtist á Facebook-síðu Málfundafélags Verslunarskólans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Borgunarmálið

Hæg heimatök: Um aðgengi fjölskyldu Bjarna Benediktssonar að fjármunum ríkisins
Úttekt

Hæg heima­tök: Um að­gengi fjöl­skyldu Bjarna Bene­dikts­son­ar að fjár­mun­um rík­is­ins

Fyr­ir­tæki tengd fjöl­skyldu Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra hafa frá því Bjarni hóf af­skipti af stjórn­mál­um ver­ið stór­tæk í samn­ing­um og við­skipt­um við rík­ið. Hafa þau gert ein­staka íviln­ana­samn­inga við yf­ir­völd, keypt eign­ar­hlut fyr­ir­tækja í eigu rík­is­ins án form­legra sölu­ferla og not­ið góðs af laga­setn­ing­um Bjarna. Eyj­an fjall­aði um við­skipti ráð­herr­ans í fyrra.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár