Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ólafur Ólafsson byggir lúxushótel og jarðhitalón á Snæfellsnesi

Fast­eigna­fé­lag Ól­afs Ólafs­son­ar hyggst byggja 150 her­bergja lúx­us­hót­el og 1000 fer­metra jarð­hitalón á Snæ­fellsnesi. Fé­lag­ið hagn­að­ist um 421,1 millj­ón á síð­asta ári.

Ólafur Ólafsson byggir lúxushótel og jarðhitalón á Snæfellsnesi
Ætlar að byggja lúxushótel og jarðhitalón Félag Ólafs Ólafssonar hyggst byggja 150 herbergja lúxushótel, 800 fermetra heilsulind og 1000 fermetra jarðhitalón við rætur Snæfellsjökuls. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fyrirtæki Ólafs Ólafssonar, kaupsýslumanns sem dæmdur var fyrir aðild sína að Al-Thani-málinu, hyggst byggja 150 herbergja lúxushótel, 800 fermetra heilsulind og 1000 fermetra jarðhitalón á landi Eiðhúsa á sunnanverðu Snæfellsnesi, við rætur Snæfellsjökuls.

Það er fasteignafélag Ólafs, Festir ehf., sem stendur að uppbyggingunni. Í mars var greint frá því að Reykjavíkurborg hefði undirritað samning við félagið vegna uppbyggingar á rúmlega 330 íbúða á Gelgjutanga í Vogabyggð. Stuttu síðar kom skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis út sem sýndi þátt Ólafs í blekkingum sem hefðu verið uppi í einkavæðingu Búnaðarbankans og varð uppi hávær krafa um að samningnum yrði rift. Niðurstaða lögfræðinga borgarinnar var hins vegar sú að ekki væri hægt að rifta samningum við Ólaf út frá jafnræðisreglu og lögum sem Reykjavíkurborg er bundin af.

Samkvæmt ársreikningi nam hagnaður félagsins 421,1 milljón króna á síðasta ári. Þá námu eignir félagsins rúmum 5,6 milljörðum króna í lok síðasta árs og eigið fé 1,1 milljarður króna. 

Uppfært 29. september: Vegna fréttaflutnings vill Fasteignaþróunarfélagið Festir koma eftirfarandi á framfæri: „Jóhannes Torpe og Gláma Kím tóku þátt í hugmyndasamkeppni Festis ehf. vegna jarðbaða að Eiðhúsum á Snæfellsnesi síðastliðinn vetur. Enn hefur ekki verið tekin afstaða til tillagnanna vegna áframhaldandi vinnu í verkefninu og því liggur vinningstillaga ekki enn fyrir. Staða verkefnisins er sú að verið að athuga afkastagetu borholu á svæðinu sem er ein meginforsenda þess að hægt sé að halda áfram með verkefnið. Enn á eftir að rannsaka betur efnasamsetningu heita vatnsins á svæðinu og aðra jarðfræðilega þætti sem geta haft mikil áhrif á framvinduna. Auk þess er ráðgjafafyrirtækið Alta ehf. að vinna að nýju aðalskipulagi fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp sem einnig er nauðsynlegur þáttur í framgangi verksins. Festir stefnir að því á næstunni að semja um framhald hönnunarvinnunar.

Verkið er á frumstigi en vonir standa til að þetta metnaðarfullt verkefni komist á laggirnar með kærkomnum tækifærum fyrir ferðaþjónustuna á Vesturlandi.“

Dæmdur í Al-Thani málinu

Hæstiréttur dæmdi Ólaf í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína í Al-Thani  málinu svokallaða í febrúar 2015. Málið snerist um kaup félags í eigu sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani frá Katar á rúmlega fimm próstent hlut í Kaupþingi banka árið 2008, en í ljós hefur komið að Al-Thani lagði bankanum ekki til nýtt fé með kaupunum heldur voru þau fjármögnuð með lánum frá bankanum sjálfum sem veitt voru í gegnum aflandsfélög. 

Þess má geta að Al-Thani dómurinn hefur verið kærður til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Svipuðum aðferðum var beitt við kaup Ólafs og félaga á Búnaðarbankanum, líkt og rannsóknarskýrsla Alþingis leiddi í ljós. Þá var látið líta út fyrir að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser væri aðili að kaupunum. Í raun var eigandi hlutarins aflandsfélagið Welling & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jómfrúaeyjum. Með fjölda leynilegra samninga og millifærslum á fjármunum, meðal annars frá Kaupþingi hf., inn á bankareikning Welling & Partners hjá Hauck & Aufhäuser, var þýska bankanum tryggt skaðleysi af viðskiptunum með hluti í Búnaðarbankanum. 

Óljóst hvenær framkvæmdir hefjast

Í fréttatilkynningu frá danska arkitektarfyrirtækinu Johannes Torpe Studios, sem hannaði lúxushótelið og jarðhitalónið á Snæfellsnesi, kemur fram að verkefnið beri nafnið The Red Mountain Resort og eigi að fanga dularfulla töfra íslenskrar náttúru. Hönnunin er meðal annars sögð hafa verið innblásin af Bárðar sögu Snæfellsás. 

Samkvæmt frétt mbl.is eru áformin stutt á veg komin og því ekki komið í ljós hvenær framkvæmdir geti hafist. Nú standi yfir rannsóknir á jarðgrunni sem tengjast meðal annars fyrirhugaðri myndun á lóninu. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár