Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja í uppstillingarnefnd hjá Samfylkingunni

Katrín Júlí­us­dótt­ir var þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í 13 ár en starfar nú fyr­ir hags­muna­sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja. Hún sit­ur í þriggja manna upp­still­ing­ar­nefnd fyr­ir Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja í uppstillingarnefnd hjá Samfylkingunni

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra, situr í þriggja manna uppstillingarnefnd vegna framboðs Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 

Katrín var þingkona flokksins á tímabilinu 2003 til 2016 en hefur starfað sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja frá því í nóvember 2016.

Sem starfsmaður fyrir hagsmunasamtök fjármálafyrirtækja hefur það komið í hlut Katrínar að beita sér fyrir því að sköttum sé létt af fjármálafyrirtækjum, meðal annars að skattbreytingar sem gerðar voru í tíð vinstristjórnarinnar verði afturkallaðar. Sjálf var hún iðnaðarráðherra í umræddri ríkisstjórn á árunum 2009 til 2012 og fjármála- og efnahagsráðherra frá 2012 til 2013.

Gera tillögu um sigurstranglegan framboðslista

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi kaus um tilhögun við val á framboðslista í kjördæminu á sunnudagskvöld. Niðurstaðan er sú að framboðslistinn verður valinn með uppstillingu. 

„Í þriggja manna uppstillingarnefnd sitja: Katrín Júlíusdóttir, fv. alþingimaður, Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi og Gunnar Svavarsson, fv. alþingismaður sem jafnframt er formaður nefndarinnar,“ segir í tölvupósti sem flokksmönnum barst í gær.

„Kallað er eftir tilnefningum að frambjóðendum frá flokksfélögum og fanga leitað víða innan flokks sem utan. Jafnframt verði horft til framboðslista vegna síðustu kosninga. Uppstillingarnefnd gerir tillögu að framboðslista sem hún telur sigurstranglegan og mun leitast við að tryggja að listinn í heild endurspegli fjölbreytni samfélagsins.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár