Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja í uppstillingarnefnd hjá Samfylkingunni

Katrín Júlí­us­dótt­ir var þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í 13 ár en starfar nú fyr­ir hags­muna­sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja. Hún sit­ur í þriggja manna upp­still­ing­ar­nefnd fyr­ir Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja í uppstillingarnefnd hjá Samfylkingunni

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra, situr í þriggja manna uppstillingarnefnd vegna framboðs Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 

Katrín var þingkona flokksins á tímabilinu 2003 til 2016 en hefur starfað sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja frá því í nóvember 2016.

Sem starfsmaður fyrir hagsmunasamtök fjármálafyrirtækja hefur það komið í hlut Katrínar að beita sér fyrir því að sköttum sé létt af fjármálafyrirtækjum, meðal annars að skattbreytingar sem gerðar voru í tíð vinstristjórnarinnar verði afturkallaðar. Sjálf var hún iðnaðarráðherra í umræddri ríkisstjórn á árunum 2009 til 2012 og fjármála- og efnahagsráðherra frá 2012 til 2013.

Gera tillögu um sigurstranglegan framboðslista

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi kaus um tilhögun við val á framboðslista í kjördæminu á sunnudagskvöld. Niðurstaðan er sú að framboðslistinn verður valinn með uppstillingu. 

„Í þriggja manna uppstillingarnefnd sitja: Katrín Júlíusdóttir, fv. alþingimaður, Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi og Gunnar Svavarsson, fv. alþingismaður sem jafnframt er formaður nefndarinnar,“ segir í tölvupósti sem flokksmönnum barst í gær.

„Kallað er eftir tilnefningum að frambjóðendum frá flokksfélögum og fanga leitað víða innan flokks sem utan. Jafnframt verði horft til framboðslista vegna síðustu kosninga. Uppstillingarnefnd gerir tillögu að framboðslista sem hún telur sigurstranglegan og mun leitast við að tryggja að listinn í heild endurspegli fjölbreytni samfélagsins.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár