Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja í uppstillingarnefnd hjá Samfylkingunni

Katrín Júlí­us­dótt­ir var þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í 13 ár en starfar nú fyr­ir hags­muna­sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja. Hún sit­ur í þriggja manna upp­still­ing­ar­nefnd fyr­ir Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja í uppstillingarnefnd hjá Samfylkingunni

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra, situr í þriggja manna uppstillingarnefnd vegna framboðs Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 

Katrín var þingkona flokksins á tímabilinu 2003 til 2016 en hefur starfað sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja frá því í nóvember 2016.

Sem starfsmaður fyrir hagsmunasamtök fjármálafyrirtækja hefur það komið í hlut Katrínar að beita sér fyrir því að sköttum sé létt af fjármálafyrirtækjum, meðal annars að skattbreytingar sem gerðar voru í tíð vinstristjórnarinnar verði afturkallaðar. Sjálf var hún iðnaðarráðherra í umræddri ríkisstjórn á árunum 2009 til 2012 og fjármála- og efnahagsráðherra frá 2012 til 2013.

Gera tillögu um sigurstranglegan framboðslista

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi kaus um tilhögun við val á framboðslista í kjördæminu á sunnudagskvöld. Niðurstaðan er sú að framboðslistinn verður valinn með uppstillingu. 

„Í þriggja manna uppstillingarnefnd sitja: Katrín Júlíusdóttir, fv. alþingimaður, Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi og Gunnar Svavarsson, fv. alþingismaður sem jafnframt er formaður nefndarinnar,“ segir í tölvupósti sem flokksmönnum barst í gær.

„Kallað er eftir tilnefningum að frambjóðendum frá flokksfélögum og fanga leitað víða innan flokks sem utan. Jafnframt verði horft til framboðslista vegna síðustu kosninga. Uppstillingarnefnd gerir tillögu að framboðslista sem hún telur sigurstranglegan og mun leitast við að tryggja að listinn í heild endurspegli fjölbreytni samfélagsins.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár