Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja í uppstillingarnefnd hjá Samfylkingunni

Katrín Júlí­us­dótt­ir var þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í 13 ár en starfar nú fyr­ir hags­muna­sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja. Hún sit­ur í þriggja manna upp­still­ing­ar­nefnd fyr­ir Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja í uppstillingarnefnd hjá Samfylkingunni

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra, situr í þriggja manna uppstillingarnefnd vegna framboðs Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 

Katrín var þingkona flokksins á tímabilinu 2003 til 2016 en hefur starfað sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja frá því í nóvember 2016.

Sem starfsmaður fyrir hagsmunasamtök fjármálafyrirtækja hefur það komið í hlut Katrínar að beita sér fyrir því að sköttum sé létt af fjármálafyrirtækjum, meðal annars að skattbreytingar sem gerðar voru í tíð vinstristjórnarinnar verði afturkallaðar. Sjálf var hún iðnaðarráðherra í umræddri ríkisstjórn á árunum 2009 til 2012 og fjármála- og efnahagsráðherra frá 2012 til 2013.

Gera tillögu um sigurstranglegan framboðslista

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi kaus um tilhögun við val á framboðslista í kjördæminu á sunnudagskvöld. Niðurstaðan er sú að framboðslistinn verður valinn með uppstillingu. 

„Í þriggja manna uppstillingarnefnd sitja: Katrín Júlíusdóttir, fv. alþingimaður, Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi og Gunnar Svavarsson, fv. alþingismaður sem jafnframt er formaður nefndarinnar,“ segir í tölvupósti sem flokksmönnum barst í gær.

„Kallað er eftir tilnefningum að frambjóðendum frá flokksfélögum og fanga leitað víða innan flokks sem utan. Jafnframt verði horft til framboðslista vegna síðustu kosninga. Uppstillingarnefnd gerir tillögu að framboðslista sem hún telur sigurstranglegan og mun leitast við að tryggja að listinn í heild endurspegli fjölbreytni samfélagsins.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár