Samtökin Vinir Vatnajökuls, sem að langmestu leyti eru fjármögnuð af Alcoa sem rekur álverið á Reyðarfirði, fá mögulega ekki að flytja inn í húsnæði í eigu Háskóla Íslands á Brynjólfsgötu 5 vegna þess að forstöðumaður annars leigjanda í húsinu, Náttúruminjasafn Íslands, er mótfallinn því. Háskóli Íslands og Náttúruminjasafnið, sem Hilmar Malmquist stýrir, hafa karpað um málið um hríð eftir að háskólinn bauð Vinum Vatnajökuls húsnæðið.
Í samtali við Stundina segir Kristbjörg Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri Vina Vatnajökuls, að samtökin séu á hrakhólum en síðastliðin ár hafa samtökin fengið skrifstofuhúsnæði í boði verkfræðistofunnar Mannvits. „Þeir vildu halda húsinu fyrir sig og ekki hleypa öðrum að.. […] En við tengjumst þessum átökum ekki neitt, Háskóli Íslands bauð okkur bara þetta húsnæði.“
Starfsemi samtakanna gengur út á að kynna Vatnajökulsþjóðgarð fyrir almenningi í víðum skilningi og voru þau stofnuð árið 2009. Um samtökin segir á heimasíðu þeirra: „Markmið samtakanna er að afla fjár til …
Athugasemdir