Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Dæmdur fyrir hrottalega nauðgun gegn þroskahamlaðri konu – fékk uppreist æru í fyrra

Mynd­lista­mað­ur­inn Tolli og Solla á Gló skrif­uðu með­mæli fyr­ir mann sem dæmd­ur var fyr­ir kyn­ferð­is­brot ár­ið 1998.

Dæmdur fyrir hrottalega nauðgun gegn þroskahamlaðri konu – fékk uppreist æru í fyrra

Maður sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga og misþyrma konu með þroskahömlun árið 1998, fékk uppreist æru þann 8. ágúst í fyrra.

Meðmælendur mannsins voru myndlistamaðurinn Þorlákur Morthens, oft kallaður Tolli, og Sólveig Eiríksdóttir, stofnandi veitingastaðarins Gló.

Nafn mannsins er afmáð í gögnunum sem dómsmálaráðuneytið afhenti Stundinni í gær. Að því er fram kemur í tölvupósti frá upplýsingafulltrúa ráðuneytisins er ástæðan sú að dómstólar ákváðu að þinghald í málinu væri lokað og að dómur yrði birtur án nafns. Hann var hins vegar nafngreindur í fjölmiðlum á sínum tíma. 

Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 26. mars árið 1998, að maðurinn hafi haldið konunni, sem er með þroska á við 6 ára barn, nauðugri á heimili sínu í tæplega sólarhring og misþyrmt henni. Jafnframt fannst myndband með barnaklámi á heimili hans.

Sagði konuna hafa viljað það

Maðurinn hitti konuna í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 6. desember og fór hann með hana á heimili sitt þar sem hann nauðgaði henni og misþyrmdi. 

Eftir að hann sofnaði áfengisdauða tókst konunni að hringja í foreldra sína sem leituðu aðstoðar lögreglu. Þegar lögreglan kom á heimili mannsins var hún í handjárnum og með mikla áverka.

Í dóminum kemur fram að maðurinn hafi viðurkennt að hafa handjárnað konuna, bundið og lamið með hundaól. Viðurkenndi hann að sumir áverkarnir á henni væru af sínum völdum en sagði að það sem fram fór hefði verið með vilja hennar.

Við ákvörðun refsingar var höfð hliðsjón af því að brotin beindust að kynfrelsi konunnar sem er þroskaheft. Hann hefði svipt hana frelsi í marga klukkutíma og valdið henni miklum áverkum. Þótti tveggja ára fangelsisrefsing hæfileg og 109 daga gæsluvarðhaldsvist kom refsingunni til frádráttar. 

Orðinn „fallegri og stærri einstaklingur“

Maðurinn sótti um uppreist æru þann 28. febrúar 2016. Fram kemur í meðmælabréfi Þorláks Morthens að hann hafi verið samferða honum undanfarin ár og kynnst þar „ábyrgum og traustum manni sem hefur lagt á sig mikla og heiðarlega vinnu í sjálfan sig og er í dag það sem við köllum traustur samborgari“. 

Í bréfi sínu segist Sólveig Eiríksdóttir hafa þekkt manninn í hartnær 30 ár. „Einstaklega opinn og hjartahlýr maður og er góður faðir og afi að ég veit,“ skrifar hún og bætir því við að hann hafi vaxið og dafnað, orðið að „fallegri og stærri einstaklingi á öllum sviðum“. Hann sé „traustur, heiðarlegur og góður vinur með einstaklega sterka réttlætiskennd“. 

Ólöf Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, lagði til þann 19. júlí 2016, í samræmi við stjórnsýsluhefðir og lög, að maðurinn fengi uppreist æru og staðfesti Guðni Th. Jóhannesson forseti tillöguna þann 8. ágúst sama ár.

Uppfært kl. 18:39:

Haft var eftir Sólveigu Eiríksdóttur í fréttum Stöðvar 2 að með meðmælunum hefði hún ekki viljað samþykkja eða réttlæta á nokkurn hátt þann glæp sem maðurinn framdi. Hún hafi eingöngu verið að votta um góða hegðun hans á tilteknu tímabili, að hann sé orðin breytt og betri manneskja.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár