Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Áfall“ að heyra af meðmælum föður síns

Bjarni Bene­dikts­son seg­ir það hafa ver­ið áfall að heyra af með­mæl­enda­bréfi föð­ur síns fyr­ir Hjalta Sig­ur­jón Hauks­son, dæmd­an barn­aníð­ing. Sjálf­ur gæti hann aldrei skrif­að und­ir slíkt með­mæla­bréf og muni aldrei reyna að verja þá gjörð.

„Áfall“ að heyra af meðmælum föður síns
Bjarni í Valhöll Fékk að vita frá dómsmálaráðherra í júlí að faðir hans væri meðmælandi í einu umdeildasta þjóðmáli þessa árs, en kvaðst hafa verið beðinn um trúnað. Mynd: Heiða Helgadóttir

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir það hafa verið áfall að komast að því að faðir hans hafi skrifað meðmælabréf fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan barnaníðing, þegar hann hlaut uppreist æru.

„Í þessari viku kom fram að faðir minn hefði verið umsagnaraðili í einu þessara mála. Ég vil taka það fram hér að það var mér áfall að heyra af því. Ég hefði ekki getað sjálfur skrifað undir slíkt meðmælabréf og ég mun aldrei reyna að verja þá gjörð,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi í Valhöll fyrr í dag. 

Hann sagði hins vegar að þegar honum bárust þær upplýsingar, seint í júlí, þá hafi dómsmálaráðuneytið verið búið að ákveða að það bæri að fara varlega með allar upplýsingar af þessum toga. „Þannig var mér tjáð þegar ég átti samskipti við dómsmálaráðherra að við værum hér að ræða um trúnaðarupplýsingar samkvæmt niðurstöðu ráðuneytisins frá því í júní í öðru máli. Þetta var dálítið vandasöm staða. Þarna var ég kominn með upplýsingar um það að inni í kerfunum væri mál, sem svo sem ekki var í fjölmiðlaumræðunni á þeim tíma. Það var enginn að tala um það tiltekna mál neins staðar á þeim tíma, meðal annars vegna þess að í undirliggjandi dómi sem þar er að baki er engin nöfn að finna af tillitsemi við brotaþolann. Ég tók þá ákvörðun að þetta mál myndi ég meðhöndla með þeim hætti sem dómsmálaráðuneytið hafði þá þegar ákveðið, það er að segja sem trúnaðarmál.“  

„Ég hef aldrei á neinum tímapunkti beitt mér fyrir því að málinu yrði stungið undir stól.“

Þá sagði Bjarni að þar sem sambærilegt mál væri þá þegar til málsmeðferðar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þá þyrfti málið fyrst að hafa sinn gang þar. Hann hafi ekki getað séð fyrir hver niðurstaða nefndarinnar yrði. 

„Þegar ég stóð í þessum sporum þá varð mér mest umhugað um það að þetta mál fengi enga sérmeðferð og lúti sömu lögum og reglum og sambærileg mál. Ég hef aldrei á neinum tímapunkti beitt mér fyrir því að málinu yrði stungið undir stól, því yrði haldið frá mönnum, eða með einhverjum hætti yrði reynt að hylma yfir málsmeðferðina. En það er að miklu leyti það sem umræða vikunnar hefur jú snúist um.“

Bjarni í ValhöllÚtskýrði mál sitt á blaðamannafundi í Valhöll, þar sem þingmenn og ráðherrar flokksins sátu á fremsta bekk ásamt fréttamönnum.

 

Sagði frá eftir fyrirspurn fjölmiðla

„Mér var það síðan ljóst fyrir nokkrum dögum síðan, vegna þess að fjölmiðlar höfðu lagt fram fyrirspurn sem gaf til kynna að þeir hefðu þá þegar upplýsingar um þetta viðkomandi umsagnarbréf föður míns, þá varð mér ljóst að það stefndi í opinbera umfjöllun um það mál, alveg óháð niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar,“ segir Bjarni. 

Þess má geta að Stundin sendi fyrirspurn á dómsmálaráðuneytið í síðustu viku, þann 6. september, sem ekki var svarað þrátt fyrir ítrekanir. Bjarna var hins vegar gert viðvart um málið.

Fyrirspurnin var svohljóðandi:

1. Tengist einn af umsagnaraðilum Hjalta Sigurjóns Haukssonar, vegna uppreistar æru hans, forsætisráðherra nánum fjölskylduböndum? 

2.  a) Ef já, vissi dómsmálaráðherra af fjölskyldutengslunum þegar ákveðið var að upplýsa ekki um nöfn umsagnaraðila þeirra sem fengið hafa uppreist æru og að svara ekki fyrirspurnum þolenda um málin?  b) Upplýsti forsætisráðherra aðra ráðherra um tengsl sín við umsagnaraðila eins af umsækjendum um uppreist æru þegar málin voru afgreidd úr ríkisstjórn á haustmánuðum 2016?

Bjarni sagði Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, og Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, hins vegar frá málinu á mánudag, eftir að úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál féll og óumflýjanlegt var orðið að komast hjá því að tengsl forsætisráðherra við einn meðmælendanna yrðu opinber.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár