Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Áfall“ að heyra af meðmælum föður síns

Bjarni Bene­dikts­son seg­ir það hafa ver­ið áfall að heyra af með­mæl­enda­bréfi föð­ur síns fyr­ir Hjalta Sig­ur­jón Hauks­son, dæmd­an barn­aníð­ing. Sjálf­ur gæti hann aldrei skrif­að und­ir slíkt með­mæla­bréf og muni aldrei reyna að verja þá gjörð.

„Áfall“ að heyra af meðmælum föður síns
Bjarni í Valhöll Fékk að vita frá dómsmálaráðherra í júlí að faðir hans væri meðmælandi í einu umdeildasta þjóðmáli þessa árs, en kvaðst hafa verið beðinn um trúnað. Mynd: Heiða Helgadóttir

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir það hafa verið áfall að komast að því að faðir hans hafi skrifað meðmælabréf fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan barnaníðing, þegar hann hlaut uppreist æru.

„Í þessari viku kom fram að faðir minn hefði verið umsagnaraðili í einu þessara mála. Ég vil taka það fram hér að það var mér áfall að heyra af því. Ég hefði ekki getað sjálfur skrifað undir slíkt meðmælabréf og ég mun aldrei reyna að verja þá gjörð,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi í Valhöll fyrr í dag. 

Hann sagði hins vegar að þegar honum bárust þær upplýsingar, seint í júlí, þá hafi dómsmálaráðuneytið verið búið að ákveða að það bæri að fara varlega með allar upplýsingar af þessum toga. „Þannig var mér tjáð þegar ég átti samskipti við dómsmálaráðherra að við værum hér að ræða um trúnaðarupplýsingar samkvæmt niðurstöðu ráðuneytisins frá því í júní í öðru máli. Þetta var dálítið vandasöm staða. Þarna var ég kominn með upplýsingar um það að inni í kerfunum væri mál, sem svo sem ekki var í fjölmiðlaumræðunni á þeim tíma. Það var enginn að tala um það tiltekna mál neins staðar á þeim tíma, meðal annars vegna þess að í undirliggjandi dómi sem þar er að baki er engin nöfn að finna af tillitsemi við brotaþolann. Ég tók þá ákvörðun að þetta mál myndi ég meðhöndla með þeim hætti sem dómsmálaráðuneytið hafði þá þegar ákveðið, það er að segja sem trúnaðarmál.“  

„Ég hef aldrei á neinum tímapunkti beitt mér fyrir því að málinu yrði stungið undir stól.“

Þá sagði Bjarni að þar sem sambærilegt mál væri þá þegar til málsmeðferðar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þá þyrfti málið fyrst að hafa sinn gang þar. Hann hafi ekki getað séð fyrir hver niðurstaða nefndarinnar yrði. 

„Þegar ég stóð í þessum sporum þá varð mér mest umhugað um það að þetta mál fengi enga sérmeðferð og lúti sömu lögum og reglum og sambærileg mál. Ég hef aldrei á neinum tímapunkti beitt mér fyrir því að málinu yrði stungið undir stól, því yrði haldið frá mönnum, eða með einhverjum hætti yrði reynt að hylma yfir málsmeðferðina. En það er að miklu leyti það sem umræða vikunnar hefur jú snúist um.“

Bjarni í ValhöllÚtskýrði mál sitt á blaðamannafundi í Valhöll, þar sem þingmenn og ráðherrar flokksins sátu á fremsta bekk ásamt fréttamönnum.

 

Sagði frá eftir fyrirspurn fjölmiðla

„Mér var það síðan ljóst fyrir nokkrum dögum síðan, vegna þess að fjölmiðlar höfðu lagt fram fyrirspurn sem gaf til kynna að þeir hefðu þá þegar upplýsingar um þetta viðkomandi umsagnarbréf föður míns, þá varð mér ljóst að það stefndi í opinbera umfjöllun um það mál, alveg óháð niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar,“ segir Bjarni. 

Þess má geta að Stundin sendi fyrirspurn á dómsmálaráðuneytið í síðustu viku, þann 6. september, sem ekki var svarað þrátt fyrir ítrekanir. Bjarna var hins vegar gert viðvart um málið.

Fyrirspurnin var svohljóðandi:

1. Tengist einn af umsagnaraðilum Hjalta Sigurjóns Haukssonar, vegna uppreistar æru hans, forsætisráðherra nánum fjölskylduböndum? 

2.  a) Ef já, vissi dómsmálaráðherra af fjölskyldutengslunum þegar ákveðið var að upplýsa ekki um nöfn umsagnaraðila þeirra sem fengið hafa uppreist æru og að svara ekki fyrirspurnum þolenda um málin?  b) Upplýsti forsætisráðherra aðra ráðherra um tengsl sín við umsagnaraðila eins af umsækjendum um uppreist æru þegar málin voru afgreidd úr ríkisstjórn á haustmánuðum 2016?

Bjarni sagði Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, og Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, hins vegar frá málinu á mánudag, eftir að úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál féll og óumflýjanlegt var orðið að komast hjá því að tengsl forsætisráðherra við einn meðmælendanna yrðu opinber.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár