Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Áfall“ að heyra af meðmælum föður síns

Bjarni Bene­dikts­son seg­ir það hafa ver­ið áfall að heyra af með­mæl­enda­bréfi föð­ur síns fyr­ir Hjalta Sig­ur­jón Hauks­son, dæmd­an barn­aníð­ing. Sjálf­ur gæti hann aldrei skrif­að und­ir slíkt með­mæla­bréf og muni aldrei reyna að verja þá gjörð.

„Áfall“ að heyra af meðmælum föður síns
Bjarni í Valhöll Fékk að vita frá dómsmálaráðherra í júlí að faðir hans væri meðmælandi í einu umdeildasta þjóðmáli þessa árs, en kvaðst hafa verið beðinn um trúnað. Mynd: Heiða Helgadóttir

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir það hafa verið áfall að komast að því að faðir hans hafi skrifað meðmælabréf fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan barnaníðing, þegar hann hlaut uppreist æru.

„Í þessari viku kom fram að faðir minn hefði verið umsagnaraðili í einu þessara mála. Ég vil taka það fram hér að það var mér áfall að heyra af því. Ég hefði ekki getað sjálfur skrifað undir slíkt meðmælabréf og ég mun aldrei reyna að verja þá gjörð,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi í Valhöll fyrr í dag. 

Hann sagði hins vegar að þegar honum bárust þær upplýsingar, seint í júlí, þá hafi dómsmálaráðuneytið verið búið að ákveða að það bæri að fara varlega með allar upplýsingar af þessum toga. „Þannig var mér tjáð þegar ég átti samskipti við dómsmálaráðherra að við værum hér að ræða um trúnaðarupplýsingar samkvæmt niðurstöðu ráðuneytisins frá því í júní í öðru máli. Þetta var dálítið vandasöm staða. Þarna var ég kominn með upplýsingar um það að inni í kerfunum væri mál, sem svo sem ekki var í fjölmiðlaumræðunni á þeim tíma. Það var enginn að tala um það tiltekna mál neins staðar á þeim tíma, meðal annars vegna þess að í undirliggjandi dómi sem þar er að baki er engin nöfn að finna af tillitsemi við brotaþolann. Ég tók þá ákvörðun að þetta mál myndi ég meðhöndla með þeim hætti sem dómsmálaráðuneytið hafði þá þegar ákveðið, það er að segja sem trúnaðarmál.“  

„Ég hef aldrei á neinum tímapunkti beitt mér fyrir því að málinu yrði stungið undir stól.“

Þá sagði Bjarni að þar sem sambærilegt mál væri þá þegar til málsmeðferðar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þá þyrfti málið fyrst að hafa sinn gang þar. Hann hafi ekki getað séð fyrir hver niðurstaða nefndarinnar yrði. 

„Þegar ég stóð í þessum sporum þá varð mér mest umhugað um það að þetta mál fengi enga sérmeðferð og lúti sömu lögum og reglum og sambærileg mál. Ég hef aldrei á neinum tímapunkti beitt mér fyrir því að málinu yrði stungið undir stól, því yrði haldið frá mönnum, eða með einhverjum hætti yrði reynt að hylma yfir málsmeðferðina. En það er að miklu leyti það sem umræða vikunnar hefur jú snúist um.“

Bjarni í ValhöllÚtskýrði mál sitt á blaðamannafundi í Valhöll, þar sem þingmenn og ráðherrar flokksins sátu á fremsta bekk ásamt fréttamönnum.

 

Sagði frá eftir fyrirspurn fjölmiðla

„Mér var það síðan ljóst fyrir nokkrum dögum síðan, vegna þess að fjölmiðlar höfðu lagt fram fyrirspurn sem gaf til kynna að þeir hefðu þá þegar upplýsingar um þetta viðkomandi umsagnarbréf föður míns, þá varð mér ljóst að það stefndi í opinbera umfjöllun um það mál, alveg óháð niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar,“ segir Bjarni. 

Þess má geta að Stundin sendi fyrirspurn á dómsmálaráðuneytið í síðustu viku, þann 6. september, sem ekki var svarað þrátt fyrir ítrekanir. Bjarna var hins vegar gert viðvart um málið.

Fyrirspurnin var svohljóðandi:

1. Tengist einn af umsagnaraðilum Hjalta Sigurjóns Haukssonar, vegna uppreistar æru hans, forsætisráðherra nánum fjölskylduböndum? 

2.  a) Ef já, vissi dómsmálaráðherra af fjölskyldutengslunum þegar ákveðið var að upplýsa ekki um nöfn umsagnaraðila þeirra sem fengið hafa uppreist æru og að svara ekki fyrirspurnum þolenda um málin?  b) Upplýsti forsætisráðherra aðra ráðherra um tengsl sín við umsagnaraðila eins af umsækjendum um uppreist æru þegar málin voru afgreidd úr ríkisstjórn á haustmánuðum 2016?

Bjarni sagði Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, og Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, hins vegar frá málinu á mánudag, eftir að úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál féll og óumflýjanlegt var orðið að komast hjá því að tengsl forsætisráðherra við einn meðmælendanna yrðu opinber.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár