Blásið hefur verið til borgarafundar á Vestfjörðum sunnudaginn 24. september næstkomandi. Umræðan verður um sjálfbæra þróun með hliðsjón af laxeldi við Ísafjarðardjúp, vegagerð um Teigskóg og virkjun Hvalár á Ströndum. Meðal annarra munu mæta þarna ráðherrar úr ríkisstjórn. Fjórðungssamband Vestfirðinga sér um skipulag fundarins, enda er þetta borgarafundur allra sveitarfélaga á Vestfjörðum og alveg sérstaklega er þetta borgarafundur íbúanna. Vestfirðingar munu án efa fjölmenna á fundinn og vonast ég til að þeim verði boðið að senda inn spurningar í aðdraganda fundarins, sem leggja má fyrir ráðamenn og aðra sem sitja fyrir svörum.
Réttur mannsins
Réttur manna til að nýta náttúruna andspænis rétti þeirra sem vilja vernda hana er eitthvað sem hlýtur að þurfa að ræða betur í íslensku samfélagi. Slík umræða getur vonandi orðið grunnur að raunhæfri stefnu um sjálfbæra þróun samfélagsins til næstu framtíðar.
Öll getum við verið í hvorum hópnum sem er – í hópi sem vill vernda …
Athugasemdir