„Ég hef veitt þær upplýsingar sem ég heimild til,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, þegar hann svarar þeirri spurningu fyrir hönd þingsins hvort Stundin geti fengið aðgang að upplýsingum um hæstu endurgreiðslurnar til þingmanna vegna aksturs þeirra á einkabílum. Stundin bað um lista yfir hæstu endurgreiðslurnar án þess þó að nafn þingmanna kæmu fram á listanum.
Helgi hefur áður hafnað beiðni Stundarinnar um að veita upplýsingar um endurgreiðslurnar til allra þingmanna ásamt nöfnum þeirra og vísaði hann meðal annars til 9. greinar upplýsingalaga synjuninni til stuðnings. Sú synjun barst þegar Stundin vann grein um akstursgjöld þingmanna – endurgreiðslur Alþingis til þingmanna á útlögðum kostnaði þeirra vegna aksturs á einkabílum í vinnutengdum erindum – sem birtist í síðasta tölublaði Stundarinnar. Skrifstofa Alþingis sendi Stundinni einungis upplýsingar um heildargreiðslur til þingmanna vegna endurgreiðslnanna. Á yfirstandandi kjörtímabili og því síðasta nema þær um 171 milljón króna líkt og bent var á í blaðinu. …
Athugasemdir