Sú var tíð á efstu dögum tuttugustu aldar að frjálslyndir mannvinir svokallaðir á Vesturlöndum áttu tvo dýrlinga og hét Nelson Mandela annar, en Aung San Suu Kyi hinn. Bæði virtust þá verðugir arftakar hins æðsta dýrlings Gandhis sem kenndi friðsamlega mótspyrnu gegn kúgunaröflum, þrautseigju og þolgæði frekar en ofsa og eldmóð. Má svo Nelson Mandela liggja hér milli hluta en ferill Aung San Suu Kyi og leið hennar til dýrlingsdóm, sú leið var í örstuttu máli þessi:
Hún fæddist árið 1945 í Búrma sem þá kallaðist svo og verið hafði undir járnhæl breska heimsveldisins síðan á 19. öld. Faðir hennar hét Aung San og varð þjóðhetja í Búrma fyrir að leiða pólitíska baráttu gegn Bretum. Hann var myrtur að undirlagi pólitískra andstæðinga 1947, skömmu áður en landið fékk sjálfstæði.
Á ýmsu gekk fyrstu áratugina. Sífelld togstreita og oft blóðug var millum mismunandi pólitískra fylkinga sem byggðu landið, og sömuleiðis þjóða …
Athugasemdir