Fimm ung börn standa fyrir utan skólastofu og tala saman á táknmáli. Kennari mætir og ávarpar þau á talmáli en fær takmörkuð viðbrögð. Hún gyrðir einn strák, lagar hálsmálið á kjól stelpu og stillir börnunum upp í röð. Síðan fara þau í sal þar sem foreldrar bíða þeirra og kennarinn neyðir stelpuna til að mynda rétt hljóð til að stafa sitt eigið nafn. Hún reynir að stafa það á táknmáli en kennarinn bannar henni það. Börnin eru skelkuð og undir miklum þrýstingi til að taka þátt í samfélagi sem þau tilheyra ekki.
Þetta er söguþráðurinn í stuttmyndinni „The Endless Story“ eftir Elsu G. Björnsdóttur, en Elsa er heyrnarlaus leikari og leikstjóri. Hún segir við blaðamann að þetta sé reynsla allra heyrnarlausra sem ólust upp á tímum talmálsstefnunnar. „Ég lít fyrst og fremst á það sem ákveðið þjóðerni,“ segir Elsa aðspurð um döff samfélag heyrnarlausra á Íslandi. „Döfferni fylgir heilt tungumál …
Athugasemdir