Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Staða mála heyrnarlausra er bara til skammar og á ábyrgð stjórnvalda“

Fjöl­skyld­ur heyrn­ar­lausra barna hafa flutt úr landi vegna skorts á úr­ræð­um á Ís­landi. Móð­ir fjór­tán ára drengs, sem get­ur ekki tjáð sig í heil­um setn­ing­um, hræð­ist hvað tek­ur við hjá hon­um að grunn­skóla lokn­um. For­stöðu­mað­ur Sam­skiptamið­stöðv­ar heyrn­ar­lausra og heyrn­ar­skertra seg­ir að heyrn­ar­laus börn verði fyr­ir kerf­is­bund­inni mis­mun­un þar sem ís­lenska kerf­ið sé langt á eft­ir ná­granna­lönd­um okk­ar.

„Staða mála heyrnarlausra er bara til skammar og á ábyrgð stjórnvalda“
Elsa Björnsdóttir Hún varð heyrnarlaus vegna heilahimnubólgu tveggja og hálfs árs. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fimm ung börn standa fyrir utan skólastofu og tala saman á táknmáli. Kennari mætir og ávarpar þau á talmáli en fær takmörkuð viðbrögð. Hún gyrðir einn strák, lagar hálsmálið á kjól stelpu og stillir börnunum upp í röð. Síðan fara þau í sal þar sem foreldrar bíða þeirra og kennarinn neyðir stelpuna til að mynda rétt hljóð til að stafa sitt eigið nafn. Hún reynir að stafa það á táknmáli en kennarinn bannar henni það. Börnin eru skelkuð og undir miklum þrýstingi til að taka þátt í samfélagi sem þau tilheyra ekki.

Þetta er söguþráðurinn í stuttmyndinni „The Endless Story“ eftir Elsu G. Björnsdóttur, en Elsa er heyrnarlaus leikari og leikstjóri. Hún segir við blaðamann að þetta sé reynsla allra heyrnarlausra sem ólust upp á tímum talmálsstefnunnar. „Ég lít fyrst og fremst á það sem ákveðið þjóðerni,“ segir Elsa aðspurð um döff samfélag heyrnarlausra á Íslandi. „Döfferni fylgir heilt tungumál …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár