Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Beittur penni með blíða rödd

Blaða­kon­an Kim Wall fannst lát­in í Kaup­manna­höfn og er við­mæl­andi henn­ar grun­að­ur um morð. Kim var vel mennt­að­ur verð­launa­blaða­mað­ur sem fjall­aði gjarn­an um fé­lags­legt rétt­læti og hafði gert heim­inn all­an að vinnu­stað sín­um. Koll­egi henn­ar skrif­aði grein í Guar­di­an þar sem hún seg­ir ör­lög vin­konu sinn­ar öm­ur­lega áminn­ingu um að kon­ur séu hvergi óhult­ar við störf sín.

Beittur penni með blíða rödd

Skelfileg örlög sænsku blaðakonunnar Kim Wall hafa vafalaust ekki farið framhjá neinum, en lík hennar fannst sundurbútað í fjörunni við Amager í Kaupmannahöfn á mánudaginn var. En hver var Kim Wall?

Í mörg ár hafði hún flakkað einsömul um heiminn og elt uppi mál og manneskjur sem vöktu athygli hennar, kafað dýpra ofan í kjölinn á öllu því sem vakti forvitni hennar og deilt því með umheiminum af mikilli fagmennsku.

Þegar hún steig um borð í kafbát Peters Madsens að kvöldi 10. ágúst síðastliðinn grunaði hana ekki að aðalpersóna umfjöllunarinnar sem hún var að vinna yrði hún sjálf. Tilefni hennar hinstu ferðar virtist þvert á móti ósköp saklaust í samanburði við margt sem hún hefur fengist við á ferli sínum – umfjöllun um danskan uppfinningamann sem smíðaði sér kafbát hljómaði í það minnsta ekki eins og lífshættuleg iðja í eyrum hennar nánustu. Í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi fjölmiðlum eftir að tilkynnt var um hvarf Kim Wall gerir móðir hennar, Ingrid Wall, þetta að umtalsefni sínu. „Við höfum oft verið óróleg þegar Kim var að ferðast um ótryggar slóðir vegna vinnu sinnar, en aldrei grunaði okkur að henni væri hætta búin í Kaupmannahöfn, steinsnar frá æskuheimilinu,“ segir í tilkynningunni.

Heimurinn allur varð að vinnustað hennar 

Kim Isabel Fredrika Wall fæddist í Trelleborg á Skáni í Svíþjóð þann 23. mars árið 1987. Hún var dóttir hjónanna Ingridar og Joachims Wall, en Kim fetaði í fótspor beggja foreldra sinna þegar hún ákvað að leggja stund á blaðamennsku. Henni er lýst sem hugrakkri, hjartahlýrri og metnaðarfullri af þeim fjölmörgu sem nú minnast hennar á opinberum vettvangi; eldhugi sem gaf allt sitt í starfið sem hún sinnti af öllu hjarta. Hún var ekki nema rétt rúmlega tvítug þegar hún yfirgaf heimalandið til þess að mennta sig frekar. Eftir að hafa numið við Sorbonne-háskóla í París, London School of Economics og loks Kólumbíuháskóla, þaðan sem hún útskrifaðist með meistaragráðu í blaðamennsku og alþjóðasamskiptum árið 2013, varð heimurinn allur að vinnustað hennar.

„Aldrei grunaði okkur að henni væri hætta búin í Kaupmannahöfn, steinsnar frá æskuheimilinu“

Vönduð skrif hennar um óréttlæti, misskiptingu og fjölbreytileika mannlífsins rötuðu víða. Fólkið hennar segir hana alltaf hafa verið uppfulla af nýjum hugmyndum sem hún hlakkaði til að kanna betur. Árið 2016 hlaut hún Hanzel Miet-blaðamannaverðlaunin fyrir ítarlega umfjöllun sína um umhverfisáhrif kjarnorkutilrauna Bandaríkjamanna á Marshall-eyjum. Fjölskylda hennar og vinir vonast til þess að heimurinn muni hana fyrst og fremst sem manneskjuna sem hún var og framúrskarandi blaðakonu, ekki fórnarlamb hrottafengins glæps.

Kim var ekkert óviðkomandi

Þrátt fyrir ungan aldur hafði Kim Wall fyrir löngu náð að skapa sér nafn sem rannsóknarblaðamaður. Síðustu árin var hún búsett í New York og Beijing á víxl, en ferðaðist víða vegna vinnu sinnar. Hún starfaði sjálfstætt og umfjallanir hennar birtust oft í virtustu fjölmiðlum heims. Meðal annars skrifaði hún fyrir New York Times, South China Morning Post, Vice og The Guardian, auk fjölda annarra. Skrif hennar hafa þar að auki verið þýdd á fjölda tungumála.

Það er ljóst að Kim var vinamörg og snerti líf fólks um víða veröld á ferli sínum, hvort sem var í einkalífi eða á faglegum vettvangi. Metnaður hennar fyrir að ljá jaðarsettum hópum rödd í gegnum starf sitt var einlægur, eins og efnistök hennar báru vott um, en Kim skrifaði gjarnan um jafnréttismál, félagslegt réttlæti og misskiptingu. Hún hafði einnig mikinn áhuga á poppkúltúr og jaðarmenningu hvers konar, fjallaði gjarnan um litríka persónuleika sem setja svip sinn á samfélög – fólk með óvenjuleg sérsvið eða áhugamál, líkt og Peter Madsen.

Kim hefur meðal annars ferðast um Sri Lanka og fjallað um ástandið í landi sem nýlega hafði losnað úr viðjum borgarastyrjaldar. Hún hefur skrifað um ferðamannaiðnaðinn á Haítí, landi sem enn er í sárum eftir jarðskjálftann mikla árið 2010, neðanjarðar-internetmenningu á Kúbu, asíska hinsegin-menningu í New York og kínverskan femínisma, svo eitthvað sé nefnt. Móðir hennar segir hana hafa verið „beittan penna með blíða rödd“.

„Enginn staður var of fjarlægur eða hættulegur ef þar leyndist saga sem þurfti að heyrast“

„Hún deildi með okkur sögum frá öllum heimshornum. Enginn staður var of fjarlægur eða hættulegur ef þar leyndist saga sem þurfti að heyrast,“ skrifar móðir hennar eftir að ljóst var að einkadóttir hennar var ekki lengur á lífi.

Sruthi Gottipati, ritstjóri, blaðamaður og vinkona Kim Wall, skrifar grein í Guardian í vikunni þar sem hún gerir ofbeldi gegn konum í blaðamennsku að umtalsefni. Hún segir það hrollvekjandi áminningu fyrir heiminn allan að ofbeldi gegn konum sé ekki eitthvað sem aðeins á sér stað í fjarlægum þriðjaheimslöndum – það er líka raunveruleiki á Vesturlöndum, meira að segja í jafnréttisparadísinni Skandinavíu. Hún segir örlög vinkonu sinnar ömurlega áminningu um að konur séu hvergi óhultar við störf sín.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
5
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Indriði Þorláksson
6
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár