Hvers vegna ákvað Björn Valur Gíslason að hætta skyndilega sem varaformaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs?
Um það eru viðmælendur mínir innan flokksins ekki sammála. Sumir segja að undirbúið hafi verið framboð gegn honum og hann hafi ekki viljað taka slaginn.
Aðrir – og þeir eru mun fleiri – að Björn Valur hafi séð fram á að vera svo mikið á sjó á vetri komanda að hann gæti ekki sinnt skyldum sínum sem varaformaður. Framundan séu sveitarstjórnarkosningar með miklu álagi, sem lendi óhjákvæmilega mjög á varaformanninum, einkum þar sem hann er utan þings.
Allt að einu má fullyrða að innan flokksins eru allnokkrir sem tóku yfirlýsingu hans á dögunum fagnandi. Einkum þeir sem hafa áður reynt að koma honum á kné.
Hreinskilinn og þess vegna umdeildur
Björn Valur hefur nefnilega verið umdeildur maður, ekki síður og stundum meira innan eigin flokks en annarra. Hann hefur sterkar skoðanir og setur …
Athugasemdir