„Mig langar til að skila skömminni. Ég hef skammast mín í tæplega 8 ár en það eru 6 ár í haust síðan við hættum saman. Ég hef aldrei þorað að tala um reynsluna mína því ég var svo hrædd um að hann myndi nota það sem afsökun til þess að ráðast á mig aftur.“
Svona hefst átakanlegur pistill sem hin 24 ára Sunna Axelsdóttir deildi á Facebook-síðu sinni 16. ágúst sl., en í honum lýsir hún andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi úr menntaskólasambandi.
Í samtali við Stundina segir hún að vegur hennar til bata hafi verið langur og að hún hafi á sínum tíma átt erfitt með að ræða málið við vinahópinn þar sem margir tóku hlið fyrrverandi frekar en hennar. Hún segir að viðhorf til þolenda ofbeldis hafi gjörbreyst á þessum sex árum og að það hafi komið henni á óvart hvað hún fékk gríðarlega mikinn stuðning eftir að …
Athugasemdir