Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Upplifði ævintýri ástarinnar og snemmbæran missi

Ólaf­ur Högni Ólafs­son missti eig­in­mann sinn, Gunn­ar Guð­munds­son, eft­ir bar­áttu hans við krabba­mein. Ólafi Högna fannst um tíma það ekki vera þess virði að lifa eft­ir að Gunn­ar dó. „Ég hugs­aði jafn­vel um að drepa mig“. Ólaf­ur Högni kynnt­ist Raul Andre Mar Nacayt­una tveim­ur ár­um eft­ir and­lát Gunn­ars heit­ins og trú­lof­uð­ust þeir í sum­ar.

Upplifði ævintýri ástarinnar og snemmbæran missi
Ólafur Högni og Raul Saman í Þingholtunum í Reykjavík. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sólin skín skært þennan sumardag og Ólafur Högni Ólafsson tekur brosandi á móti mér í stigaganginum í fjölbýlishúsinu sem hann býr í í Þingholtunum. Hundurinn Snúður heilsar kurteislega og leggst svo á teppi í íbúðinni og liggur þar nær hreyfingarlaus í þá rúma tvo klukkutíma sem við Ólafur Högni spjöllum saman.

Kærasti Ólafs Högna, Raul Andre Mar Nacaytuna, heilsar hlýlega og kveður síðan. Hann ætlar á kaffihús niðri í bæ.

Íbúðin er glæsileg; nútímaleg og augljóslega hugað að hverjum hlut. Hvítt, rautt og svart eru aðallitirnir.

Ólafur Högni er í sumarfríi en hann vinnur hjá slökkviliðinu á Reykjavíkurflugvelli.

„Ég er eini samkynhneigði maðurinn sem ég veit um sem er í slökkviliðinu.“

Ladykiller

Ólafur Högni, sem er menntaður húsasmiður, ólst upp í Njarðvík.

„Ég var kallaður „ladykiller“ þegar ég var unglingur af því ég átti svo mikið af kærustum. Ég var heppinn að hafa ekki barnað þær þegar ég var …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár