Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ung kona fær Íslandsbanka til að afnema frádrátt af söfnunarfé í Reykjavíkurmaraþoninu

Ís­lands­banki til­kynnti í kvöld að 5 pró­sent af söfn­un­ar­fé verði ekki leng­ur dreg­ið frá áheit­um sem safn­ast í Reykja­vík­ur­m­ara­þon­inu, eft­ir að ung kona með krabba­mein sem hljóp 10 kíló­metra og safn­aði 800 þús­und krón­um sagði bank­ann „stela“ með fyr­ir­komu­lag­inu. „All­ir geta haft áhrif, meira að segja kona úr Vest­ur­bæn­um í veik­inda­leyfi,“ seg­ir Lára Guð­rún.

Ung kona fær Íslandsbanka til að afnema frádrátt af söfnunarfé í Reykjavíkurmaraþoninu
Kynningarmynd Láru Guðrúnar Lára Guðrún Jóhönnudóttur, sem hafði lagt sig fram um að kynna hlaupastyrk.is og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sætti sig ekki við að 5 prósent af áheitum sem hún safnaði fyrir stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein myndi renna í kynningar og vefsíðugerð. Mynd: Lára Guðrún Jóhönnudóttir / Hlaupastyrkur.is

Eftir harða gagnrýni frá Láru Guðrúnu Jóhönnudóttur hefur Íslandsbanki sent frá sér tilkynningu um að ekki verði lengur dregin 5 prósent af áheitum sem hlauparar safna í Reykjavíkurmaraþoninu til stuðnings góðgerðarstarfi. Fram að þessu hefur frádrátturinn verði réttlætur með kostnaði við vefsíðugerð, kynningar og svo færslugjöld. En bankinn sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld um að látið yrði af frádrættinum og að bankinn hyggðist greiða sjálfur fyrir kostnaðinn. Í yfirlýsingunni kemur fram að frádrátturinn á áheitum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sé á ábyrgð Íþróttabandalags Reykjavíkur, en að bankinn muni nú styðja enn frekar við hlaupið en gert hefur verið. Lára Guðrún fagnaði fréttunum í kvöld: „Allir geta haft áhrif, meira að segja kona úr Vesturbænum í veikindaleyfi - með aðgang að internetinu! Massa virðing til Íslandsbanka!“

Lára Guðrún greindist með krabbamein í febrúar síðastliðnum og hljóp til styrktar Krafti - stuðningsfélagi ungs fólks með krabbamein. Hún hefur undanfarið sagt sögu sína opinberlega og lagt sig fram um að kynna Reykjavíkurmaraþonið og áheitasíðuna Hlaupastyrkur.is. Henni brá hins vegar við þær fréttir að 5 prósent þeirrar upphæðar sem safnaðist yrði dreginn frá áður en Kraftur fengi framlagið. Í dag  birti hún færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi Íslandsbanka harðlega fyrir fyrirkomulag safnana í hlaupinu, sem kennt er við Íslandsbanka: „Ætliði í ALVÖRUNNI ALVÖRUNNI að stela (mér líður eins og þetta sé rán um hábjartan dag) óræðum hluta af peningunum sem ÉG safnaði, í góðri trú að rynni óskertur til Krafts - stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandanda þeirra fyrir rekstrarkostnað?! Í ALVÖRUNNI! Í fullkomnum heimi ættuð þið frekar að borga mér fyrir alla vinnuna sem ég gaf ykkur til þess að auglýsa bankann án endurgjalds. Kallið mig barnalega fyrir að halda að 800.000 kr. renni óskertar til góðs málefnis. Og afsakið orðbragðið en fokk this!!! Ég er búin að borga fyrir þátttöku mína. Ég er búin að borga fyrir yfirbygginguna. Ég er búin að auglýsa ykkur frítt.“

„Ég er búin að auglýsa ykkur frítt.“

Í yfirlýsingu Íslandsbanka er gefið til kynna að frádrátturinn sé á ábyrgð Íþróttabandalags Reykjavíkur og að bankinn hafi nú ákveðið að stíga fram fyrir skjöldu og styrkja Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka enn meira en fram að þessu. „Íslandsbanki eykur stuðning sinn við Reykjavíkurmaraþon og leggur áheitasöfnuninni enn frekari lið. Bankinn mun greiða allan kostnað sem fellur til við söfnunina svo sem þróun og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðunnar og færslugjöld vegna áheita ... Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur umsjón með hlaupinu og hafa 5% af áheitum farið í kostnað. Núna munu áheitin hinsvegar renna óskert til góðgerðarfélaga.“

Lára Guðrún JóhönnudótturGagnrýndi Íslandsbanka, sem brást við með því að greiða sjálfur fyrir kostnað af kynningu, vefsíðugerð og færslum vegna áheitasafnana í Reykjavíkurmaraþoninu.

Þá kemur fram í yfirlýsingunni að bankinn hafi sjálfur engar tekjur af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, „hvorki beinar né óbeinar“.

Hins vegar hefur Lára Guðrún bent á að Íslandsbanki hafi hlotið gríðarlega mikla kynningu í gegnum Reykjavíkurmaraþonið og að þeir hlauparar sem safnað hafi styrkjum hafi stundað markvisst kynningarstarf, sem sé bankanum í hag.

Hagnaði af Reykjavíkurmaraþoni er skipt í tvennt, samkvæmt vefsíðu hlaupsins og er „helmingur settur í að byggja upp hlaupin svo sem með kaupum á búnaði eða þróun. Hinn helmingurinn er notaður til að styðja starf íþróttafélaganna í Reykjavík í gegnum tvo sjóði: Verkefnasjóð ÍBR og Afrekssjóð ÍBR.“

Yfirlýsing Íslandsbanka

„Íslandsbanki eykur stuðning sinn við Reykjavíkurmaraþon og leggur áheitasöfnuninni enn frekari lið. Bankinn mun greiða allan kostnað sem fellur til við söfnunina svo sem þróun og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðunnar og færslugjöld vegna áheita. 

Íslandsbanki hefur engar tekjur af söfnuninni, hvorki beinar né óbeinar. Íslandsbanki hefur stutt við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka síðastliðin 20 ár. Bankinn stofnaði Hlaupastyrkur.is fyrir tíu árum og hafa safnast í gegnum vefinn hundruðir milljóna króna. Meira en 100 góðgerðarfélög skrá sig til þátttöku árlega í söfnuninni og er þetta stærsta söfnun margra þeirra á hverju ári. 

Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur umsjón með hlaupinu og hafa 5% af áheitum farið í kostnað. Núna munu áheitin hinsvegar renna óskert til góðgerðarfélaga. 

Auk þess að vera styrktaraðili hlaupsins hefur Íslandsbanki einnig heitið á alla starfsmenn sína og tóku rúmlega 300 starfsmenn þátt í ár. Bankinn er stoltur af þessum glæsilega viðburði sem er hluti af samfélagsstefnu bankans og vonast til að aukið framlag efli viðburðinn enn frekar.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár