Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ung kona fær Íslandsbanka til að afnema frádrátt af söfnunarfé í Reykjavíkurmaraþoninu

Ís­lands­banki til­kynnti í kvöld að 5 pró­sent af söfn­un­ar­fé verði ekki leng­ur dreg­ið frá áheit­um sem safn­ast í Reykja­vík­ur­m­ara­þon­inu, eft­ir að ung kona með krabba­mein sem hljóp 10 kíló­metra og safn­aði 800 þús­und krón­um sagði bank­ann „stela“ með fyr­ir­komu­lag­inu. „All­ir geta haft áhrif, meira að segja kona úr Vest­ur­bæn­um í veik­inda­leyfi,“ seg­ir Lára Guð­rún.

Ung kona fær Íslandsbanka til að afnema frádrátt af söfnunarfé í Reykjavíkurmaraþoninu
Kynningarmynd Láru Guðrúnar Lára Guðrún Jóhönnudóttur, sem hafði lagt sig fram um að kynna hlaupastyrk.is og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sætti sig ekki við að 5 prósent af áheitum sem hún safnaði fyrir stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein myndi renna í kynningar og vefsíðugerð. Mynd: Lára Guðrún Jóhönnudóttir / Hlaupastyrkur.is

Eftir harða gagnrýni frá Láru Guðrúnu Jóhönnudóttur hefur Íslandsbanki sent frá sér tilkynningu um að ekki verði lengur dregin 5 prósent af áheitum sem hlauparar safna í Reykjavíkurmaraþoninu til stuðnings góðgerðarstarfi. Fram að þessu hefur frádrátturinn verði réttlætur með kostnaði við vefsíðugerð, kynningar og svo færslugjöld. En bankinn sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld um að látið yrði af frádrættinum og að bankinn hyggðist greiða sjálfur fyrir kostnaðinn. Í yfirlýsingunni kemur fram að frádrátturinn á áheitum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sé á ábyrgð Íþróttabandalags Reykjavíkur, en að bankinn muni nú styðja enn frekar við hlaupið en gert hefur verið. Lára Guðrún fagnaði fréttunum í kvöld: „Allir geta haft áhrif, meira að segja kona úr Vesturbænum í veikindaleyfi - með aðgang að internetinu! Massa virðing til Íslandsbanka!“

Lára Guðrún greindist með krabbamein í febrúar síðastliðnum og hljóp til styrktar Krafti - stuðningsfélagi ungs fólks með krabbamein. Hún hefur undanfarið sagt sögu sína opinberlega og lagt sig fram um að kynna Reykjavíkurmaraþonið og áheitasíðuna Hlaupastyrkur.is. Henni brá hins vegar við þær fréttir að 5 prósent þeirrar upphæðar sem safnaðist yrði dreginn frá áður en Kraftur fengi framlagið. Í dag  birti hún færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi Íslandsbanka harðlega fyrir fyrirkomulag safnana í hlaupinu, sem kennt er við Íslandsbanka: „Ætliði í ALVÖRUNNI ALVÖRUNNI að stela (mér líður eins og þetta sé rán um hábjartan dag) óræðum hluta af peningunum sem ÉG safnaði, í góðri trú að rynni óskertur til Krafts - stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandanda þeirra fyrir rekstrarkostnað?! Í ALVÖRUNNI! Í fullkomnum heimi ættuð þið frekar að borga mér fyrir alla vinnuna sem ég gaf ykkur til þess að auglýsa bankann án endurgjalds. Kallið mig barnalega fyrir að halda að 800.000 kr. renni óskertar til góðs málefnis. Og afsakið orðbragðið en fokk this!!! Ég er búin að borga fyrir þátttöku mína. Ég er búin að borga fyrir yfirbygginguna. Ég er búin að auglýsa ykkur frítt.“

„Ég er búin að auglýsa ykkur frítt.“

Í yfirlýsingu Íslandsbanka er gefið til kynna að frádrátturinn sé á ábyrgð Íþróttabandalags Reykjavíkur og að bankinn hafi nú ákveðið að stíga fram fyrir skjöldu og styrkja Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka enn meira en fram að þessu. „Íslandsbanki eykur stuðning sinn við Reykjavíkurmaraþon og leggur áheitasöfnuninni enn frekari lið. Bankinn mun greiða allan kostnað sem fellur til við söfnunina svo sem þróun og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðunnar og færslugjöld vegna áheita ... Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur umsjón með hlaupinu og hafa 5% af áheitum farið í kostnað. Núna munu áheitin hinsvegar renna óskert til góðgerðarfélaga.“

Lára Guðrún JóhönnudótturGagnrýndi Íslandsbanka, sem brást við með því að greiða sjálfur fyrir kostnað af kynningu, vefsíðugerð og færslum vegna áheitasafnana í Reykjavíkurmaraþoninu.

Þá kemur fram í yfirlýsingunni að bankinn hafi sjálfur engar tekjur af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, „hvorki beinar né óbeinar“.

Hins vegar hefur Lára Guðrún bent á að Íslandsbanki hafi hlotið gríðarlega mikla kynningu í gegnum Reykjavíkurmaraþonið og að þeir hlauparar sem safnað hafi styrkjum hafi stundað markvisst kynningarstarf, sem sé bankanum í hag.

Hagnaði af Reykjavíkurmaraþoni er skipt í tvennt, samkvæmt vefsíðu hlaupsins og er „helmingur settur í að byggja upp hlaupin svo sem með kaupum á búnaði eða þróun. Hinn helmingurinn er notaður til að styðja starf íþróttafélaganna í Reykjavík í gegnum tvo sjóði: Verkefnasjóð ÍBR og Afrekssjóð ÍBR.“

Yfirlýsing Íslandsbanka

„Íslandsbanki eykur stuðning sinn við Reykjavíkurmaraþon og leggur áheitasöfnuninni enn frekari lið. Bankinn mun greiða allan kostnað sem fellur til við söfnunina svo sem þróun og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðunnar og færslugjöld vegna áheita. 

Íslandsbanki hefur engar tekjur af söfnuninni, hvorki beinar né óbeinar. Íslandsbanki hefur stutt við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka síðastliðin 20 ár. Bankinn stofnaði Hlaupastyrkur.is fyrir tíu árum og hafa safnast í gegnum vefinn hundruðir milljóna króna. Meira en 100 góðgerðarfélög skrá sig til þátttöku árlega í söfnuninni og er þetta stærsta söfnun margra þeirra á hverju ári. 

Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur umsjón með hlaupinu og hafa 5% af áheitum farið í kostnað. Núna munu áheitin hinsvegar renna óskert til góðgerðarfélaga. 

Auk þess að vera styrktaraðili hlaupsins hefur Íslandsbanki einnig heitið á alla starfsmenn sína og tóku rúmlega 300 starfsmenn þátt í ár. Bankinn er stoltur af þessum glæsilega viðburði sem er hluti af samfélagsstefnu bankans og vonast til að aukið framlag efli viðburðinn enn frekar.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár