Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ung kona fær Íslandsbanka til að afnema frádrátt af söfnunarfé í Reykjavíkurmaraþoninu

Ís­lands­banki til­kynnti í kvöld að 5 pró­sent af söfn­un­ar­fé verði ekki leng­ur dreg­ið frá áheit­um sem safn­ast í Reykja­vík­ur­m­ara­þon­inu, eft­ir að ung kona með krabba­mein sem hljóp 10 kíló­metra og safn­aði 800 þús­und krón­um sagði bank­ann „stela“ með fyr­ir­komu­lag­inu. „All­ir geta haft áhrif, meira að segja kona úr Vest­ur­bæn­um í veik­inda­leyfi,“ seg­ir Lára Guð­rún.

Ung kona fær Íslandsbanka til að afnema frádrátt af söfnunarfé í Reykjavíkurmaraþoninu
Kynningarmynd Láru Guðrúnar Lára Guðrún Jóhönnudóttur, sem hafði lagt sig fram um að kynna hlaupastyrk.is og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sætti sig ekki við að 5 prósent af áheitum sem hún safnaði fyrir stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein myndi renna í kynningar og vefsíðugerð. Mynd: Lára Guðrún Jóhönnudóttir / Hlaupastyrkur.is

Eftir harða gagnrýni frá Láru Guðrúnu Jóhönnudóttur hefur Íslandsbanki sent frá sér tilkynningu um að ekki verði lengur dregin 5 prósent af áheitum sem hlauparar safna í Reykjavíkurmaraþoninu til stuðnings góðgerðarstarfi. Fram að þessu hefur frádrátturinn verði réttlætur með kostnaði við vefsíðugerð, kynningar og svo færslugjöld. En bankinn sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld um að látið yrði af frádrættinum og að bankinn hyggðist greiða sjálfur fyrir kostnaðinn. Í yfirlýsingunni kemur fram að frádrátturinn á áheitum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sé á ábyrgð Íþróttabandalags Reykjavíkur, en að bankinn muni nú styðja enn frekar við hlaupið en gert hefur verið. Lára Guðrún fagnaði fréttunum í kvöld: „Allir geta haft áhrif, meira að segja kona úr Vesturbænum í veikindaleyfi - með aðgang að internetinu! Massa virðing til Íslandsbanka!“

Lára Guðrún greindist með krabbamein í febrúar síðastliðnum og hljóp til styrktar Krafti - stuðningsfélagi ungs fólks með krabbamein. Hún hefur undanfarið sagt sögu sína opinberlega og lagt sig fram um að kynna Reykjavíkurmaraþonið og áheitasíðuna Hlaupastyrkur.is. Henni brá hins vegar við þær fréttir að 5 prósent þeirrar upphæðar sem safnaðist yrði dreginn frá áður en Kraftur fengi framlagið. Í dag  birti hún færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi Íslandsbanka harðlega fyrir fyrirkomulag safnana í hlaupinu, sem kennt er við Íslandsbanka: „Ætliði í ALVÖRUNNI ALVÖRUNNI að stela (mér líður eins og þetta sé rán um hábjartan dag) óræðum hluta af peningunum sem ÉG safnaði, í góðri trú að rynni óskertur til Krafts - stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandanda þeirra fyrir rekstrarkostnað?! Í ALVÖRUNNI! Í fullkomnum heimi ættuð þið frekar að borga mér fyrir alla vinnuna sem ég gaf ykkur til þess að auglýsa bankann án endurgjalds. Kallið mig barnalega fyrir að halda að 800.000 kr. renni óskertar til góðs málefnis. Og afsakið orðbragðið en fokk this!!! Ég er búin að borga fyrir þátttöku mína. Ég er búin að borga fyrir yfirbygginguna. Ég er búin að auglýsa ykkur frítt.“

„Ég er búin að auglýsa ykkur frítt.“

Í yfirlýsingu Íslandsbanka er gefið til kynna að frádrátturinn sé á ábyrgð Íþróttabandalags Reykjavíkur og að bankinn hafi nú ákveðið að stíga fram fyrir skjöldu og styrkja Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka enn meira en fram að þessu. „Íslandsbanki eykur stuðning sinn við Reykjavíkurmaraþon og leggur áheitasöfnuninni enn frekari lið. Bankinn mun greiða allan kostnað sem fellur til við söfnunina svo sem þróun og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðunnar og færslugjöld vegna áheita ... Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur umsjón með hlaupinu og hafa 5% af áheitum farið í kostnað. Núna munu áheitin hinsvegar renna óskert til góðgerðarfélaga.“

Lára Guðrún JóhönnudótturGagnrýndi Íslandsbanka, sem brást við með því að greiða sjálfur fyrir kostnað af kynningu, vefsíðugerð og færslum vegna áheitasafnana í Reykjavíkurmaraþoninu.

Þá kemur fram í yfirlýsingunni að bankinn hafi sjálfur engar tekjur af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, „hvorki beinar né óbeinar“.

Hins vegar hefur Lára Guðrún bent á að Íslandsbanki hafi hlotið gríðarlega mikla kynningu í gegnum Reykjavíkurmaraþonið og að þeir hlauparar sem safnað hafi styrkjum hafi stundað markvisst kynningarstarf, sem sé bankanum í hag.

Hagnaði af Reykjavíkurmaraþoni er skipt í tvennt, samkvæmt vefsíðu hlaupsins og er „helmingur settur í að byggja upp hlaupin svo sem með kaupum á búnaði eða þróun. Hinn helmingurinn er notaður til að styðja starf íþróttafélaganna í Reykjavík í gegnum tvo sjóði: Verkefnasjóð ÍBR og Afrekssjóð ÍBR.“

Yfirlýsing Íslandsbanka

„Íslandsbanki eykur stuðning sinn við Reykjavíkurmaraþon og leggur áheitasöfnuninni enn frekari lið. Bankinn mun greiða allan kostnað sem fellur til við söfnunina svo sem þróun og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðunnar og færslugjöld vegna áheita. 

Íslandsbanki hefur engar tekjur af söfnuninni, hvorki beinar né óbeinar. Íslandsbanki hefur stutt við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka síðastliðin 20 ár. Bankinn stofnaði Hlaupastyrkur.is fyrir tíu árum og hafa safnast í gegnum vefinn hundruðir milljóna króna. Meira en 100 góðgerðarfélög skrá sig til þátttöku árlega í söfnuninni og er þetta stærsta söfnun margra þeirra á hverju ári. 

Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur umsjón með hlaupinu og hafa 5% af áheitum farið í kostnað. Núna munu áheitin hinsvegar renna óskert til góðgerðarfélaga. 

Auk þess að vera styrktaraðili hlaupsins hefur Íslandsbanki einnig heitið á alla starfsmenn sína og tóku rúmlega 300 starfsmenn þátt í ár. Bankinn er stoltur af þessum glæsilega viðburði sem er hluti af samfélagsstefnu bankans og vonast til að aukið framlag efli viðburðinn enn frekar.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár