Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fólk „skelfingu lostið og æpandi“ í Barcelona

Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir rit­stjóri er læst inni í versl­un við Römbluna í Barcelona eft­ir hryðju­verka­árás. Ís­lensk kona seg­ir allt hafa þagn­að, en svo heyrði hún í sír­en­um.

Fólk „skelfingu lostið og æpandi“ í Barcelona
Fréttamynd Kona hlúir að manni sem varð fyrir bifreið á Römblunni. Mynd:

Minnst 13 eru látnir eftir að sendibíl var ekið á mannfjöldann á Römblunni, aðalgötunni í Barcelona klukkan þrjú í dag. Atburðurinn ber merki hryðjuverks í ætt við þau sem framin voru í Nice og í Berlín í fyrra og svo á aðalverslunargötunni í Stokkhólmi í apríl. 

Mikill ótti hefur gripið um sig meðal fólks á svæðinu. Bílstjórinn ók inn í mannfjöldann og hæfði tugi manna, en forðaði sér á fæti. 

„Fólk er beðið að halda sig frá Römblunni, það er ekki búið að ná honum,“ segir Hadda Hreiðarsdóttir, Íslendingur sem er búsett skammt frá.

Hadda HreiðarsdóttirSonur hennar er á kletti á ströndinni og ætlar að halda sig þar, þangað til manninum hefur verið náð.

„Ég bý þremur mínútum frá og kom út hálftíma eftir þetta, og það var ótrúlega hljótt og enginn á ferli, en ég áttaði mig ekki á því að það hefði eitthvað gerst. Ég hoppaði upp á hjólið og hjólaði af stað og heyrði þá í sírenum og þyrlum. Þá fékk ég símtal frá sambýlismanni mínum sem sagði mér hvað hefði gerst.“

„Allir eru harmi slegnir og að tékka hver á öðrum. Þetta er ægilegt, ég var hálftíma áður að labba þar sem þetta gerðist.“ 

Maðurinn er í hvítum bol með bláum röndum og vopnaður, samkvæmt fréttum.

Ekki er ljóst með ásetning bílstjórans, en tilgangur hryðjuverkamanna er að framkalla ótta í huga þeirra sem heyra fréttir af atburðunum og er aðferðin að fremja árásir á stöðum sem margir geta tengt við, einna helst vinsælum ferðamannastöðum. 

Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri og bókmenntafræðingur, er lokuð inni í verslun við Römbluna í Barcelona. Hún segir í samtali við Stundina að búðin hafi verið lokuð af og þar séu um 80 manns.

„Ég er lokuð inni í búð,“ segir Kolbrún. „Ég var hérna inni í búð og allt í einu kemur hópur af fólki hlaupandi inn, skelfingu lostið, æpandi og það fyrsta sem maður hugsar er hryðjuverkaárás. Búðinni var lokað, þetta er stór súpermarkaður, ég er búin að vera hérna í einn og hálfan tíma með um 80 manns. Þetta er mjög sérstök upplifun og hvernig fólk tekur á þessu. Við höfum aðeins fengið þær upplýsingar að maður hafi keyrt trukk inn í mannþröng.“

Kolbrún segir það upplifun að sjá mismunandi viðbrögð fólks. „Það er hérna maður í búðinni, Indverji með fjölskyldu sinni, sem ýtti barninu sínu frá og var mjög nærri árásarmanninum. Svo er mæðgur, kona og táningsdóttir sem voru mjög nálægt. En ég var bara hérna inni í búðinni. Við fengum drykk hérna, svalandi drykk en litlar upplýsingar. Búðinni var bara lokað, skellt í lás og hlerar settir niður. Við sáum að það var allt fullt af lögreglumönnum. Það er sérstakt að upplifa þetta með hópi af fólki sem bregst mjög misjafnalega við. Hér er maður sem les, fólk sest niður og er tiltölulega rólegt en svo var fólki í miklu áfalli og hágrét og grætur enn. Fólkir brosir hughreystandi til hvors annars og talar saman.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár