Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fólk „skelfingu lostið og æpandi“ í Barcelona

Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir rit­stjóri er læst inni í versl­un við Römbluna í Barcelona eft­ir hryðju­verka­árás. Ís­lensk kona seg­ir allt hafa þagn­að, en svo heyrði hún í sír­en­um.

Fólk „skelfingu lostið og æpandi“ í Barcelona
Fréttamynd Kona hlúir að manni sem varð fyrir bifreið á Römblunni. Mynd:

Minnst 13 eru látnir eftir að sendibíl var ekið á mannfjöldann á Römblunni, aðalgötunni í Barcelona klukkan þrjú í dag. Atburðurinn ber merki hryðjuverks í ætt við þau sem framin voru í Nice og í Berlín í fyrra og svo á aðalverslunargötunni í Stokkhólmi í apríl. 

Mikill ótti hefur gripið um sig meðal fólks á svæðinu. Bílstjórinn ók inn í mannfjöldann og hæfði tugi manna, en forðaði sér á fæti. 

„Fólk er beðið að halda sig frá Römblunni, það er ekki búið að ná honum,“ segir Hadda Hreiðarsdóttir, Íslendingur sem er búsett skammt frá.

Hadda HreiðarsdóttirSonur hennar er á kletti á ströndinni og ætlar að halda sig þar, þangað til manninum hefur verið náð.

„Ég bý þremur mínútum frá og kom út hálftíma eftir þetta, og það var ótrúlega hljótt og enginn á ferli, en ég áttaði mig ekki á því að það hefði eitthvað gerst. Ég hoppaði upp á hjólið og hjólaði af stað og heyrði þá í sírenum og þyrlum. Þá fékk ég símtal frá sambýlismanni mínum sem sagði mér hvað hefði gerst.“

„Allir eru harmi slegnir og að tékka hver á öðrum. Þetta er ægilegt, ég var hálftíma áður að labba þar sem þetta gerðist.“ 

Maðurinn er í hvítum bol með bláum röndum og vopnaður, samkvæmt fréttum.

Ekki er ljóst með ásetning bílstjórans, en tilgangur hryðjuverkamanna er að framkalla ótta í huga þeirra sem heyra fréttir af atburðunum og er aðferðin að fremja árásir á stöðum sem margir geta tengt við, einna helst vinsælum ferðamannastöðum. 

Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri og bókmenntafræðingur, er lokuð inni í verslun við Römbluna í Barcelona. Hún segir í samtali við Stundina að búðin hafi verið lokuð af og þar séu um 80 manns.

„Ég er lokuð inni í búð,“ segir Kolbrún. „Ég var hérna inni í búð og allt í einu kemur hópur af fólki hlaupandi inn, skelfingu lostið, æpandi og það fyrsta sem maður hugsar er hryðjuverkaárás. Búðinni var lokað, þetta er stór súpermarkaður, ég er búin að vera hérna í einn og hálfan tíma með um 80 manns. Þetta er mjög sérstök upplifun og hvernig fólk tekur á þessu. Við höfum aðeins fengið þær upplýsingar að maður hafi keyrt trukk inn í mannþröng.“

Kolbrún segir það upplifun að sjá mismunandi viðbrögð fólks. „Það er hérna maður í búðinni, Indverji með fjölskyldu sinni, sem ýtti barninu sínu frá og var mjög nærri árásarmanninum. Svo er mæðgur, kona og táningsdóttir sem voru mjög nálægt. En ég var bara hérna inni í búðinni. Við fengum drykk hérna, svalandi drykk en litlar upplýsingar. Búðinni var bara lokað, skellt í lás og hlerar settir niður. Við sáum að það var allt fullt af lögreglumönnum. Það er sérstakt að upplifa þetta með hópi af fólki sem bregst mjög misjafnalega við. Hér er maður sem les, fólk sest niður og er tiltölulega rólegt en svo var fólki í miklu áfalli og hágrét og grætur enn. Fólkir brosir hughreystandi til hvors annars og talar saman.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
4
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár