Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fólk „skelfingu lostið og æpandi“ í Barcelona

Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir rit­stjóri er læst inni í versl­un við Römbluna í Barcelona eft­ir hryðju­verka­árás. Ís­lensk kona seg­ir allt hafa þagn­að, en svo heyrði hún í sír­en­um.

Fólk „skelfingu lostið og æpandi“ í Barcelona
Fréttamynd Kona hlúir að manni sem varð fyrir bifreið á Römblunni. Mynd:

Minnst 13 eru látnir eftir að sendibíl var ekið á mannfjöldann á Römblunni, aðalgötunni í Barcelona klukkan þrjú í dag. Atburðurinn ber merki hryðjuverks í ætt við þau sem framin voru í Nice og í Berlín í fyrra og svo á aðalverslunargötunni í Stokkhólmi í apríl. 

Mikill ótti hefur gripið um sig meðal fólks á svæðinu. Bílstjórinn ók inn í mannfjöldann og hæfði tugi manna, en forðaði sér á fæti. 

„Fólk er beðið að halda sig frá Römblunni, það er ekki búið að ná honum,“ segir Hadda Hreiðarsdóttir, Íslendingur sem er búsett skammt frá.

Hadda HreiðarsdóttirSonur hennar er á kletti á ströndinni og ætlar að halda sig þar, þangað til manninum hefur verið náð.

„Ég bý þremur mínútum frá og kom út hálftíma eftir þetta, og það var ótrúlega hljótt og enginn á ferli, en ég áttaði mig ekki á því að það hefði eitthvað gerst. Ég hoppaði upp á hjólið og hjólaði af stað og heyrði þá í sírenum og þyrlum. Þá fékk ég símtal frá sambýlismanni mínum sem sagði mér hvað hefði gerst.“

„Allir eru harmi slegnir og að tékka hver á öðrum. Þetta er ægilegt, ég var hálftíma áður að labba þar sem þetta gerðist.“ 

Maðurinn er í hvítum bol með bláum röndum og vopnaður, samkvæmt fréttum.

Ekki er ljóst með ásetning bílstjórans, en tilgangur hryðjuverkamanna er að framkalla ótta í huga þeirra sem heyra fréttir af atburðunum og er aðferðin að fremja árásir á stöðum sem margir geta tengt við, einna helst vinsælum ferðamannastöðum. 

Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri og bókmenntafræðingur, er lokuð inni í verslun við Römbluna í Barcelona. Hún segir í samtali við Stundina að búðin hafi verið lokuð af og þar séu um 80 manns.

„Ég er lokuð inni í búð,“ segir Kolbrún. „Ég var hérna inni í búð og allt í einu kemur hópur af fólki hlaupandi inn, skelfingu lostið, æpandi og það fyrsta sem maður hugsar er hryðjuverkaárás. Búðinni var lokað, þetta er stór súpermarkaður, ég er búin að vera hérna í einn og hálfan tíma með um 80 manns. Þetta er mjög sérstök upplifun og hvernig fólk tekur á þessu. Við höfum aðeins fengið þær upplýsingar að maður hafi keyrt trukk inn í mannþröng.“

Kolbrún segir það upplifun að sjá mismunandi viðbrögð fólks. „Það er hérna maður í búðinni, Indverji með fjölskyldu sinni, sem ýtti barninu sínu frá og var mjög nærri árásarmanninum. Svo er mæðgur, kona og táningsdóttir sem voru mjög nálægt. En ég var bara hérna inni í búðinni. Við fengum drykk hérna, svalandi drykk en litlar upplýsingar. Búðinni var bara lokað, skellt í lás og hlerar settir niður. Við sáum að það var allt fullt af lögreglumönnum. Það er sérstakt að upplifa þetta með hópi af fólki sem bregst mjög misjafnalega við. Hér er maður sem les, fólk sest niður og er tiltölulega rólegt en svo var fólki í miklu áfalli og hágrét og grætur enn. Fólkir brosir hughreystandi til hvors annars og talar saman.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár