Hver er fréttin og hvernig er best að segja hana? Fréttaefni getur verið augljóst en það er alltaf vandasamt að koma því skikkanlega frá sér. Einnig getur undirskipað efni, sem fæstir taka eftir, verið jafnmikilvægt.
Hverju máli fylgja margar staðreyndir en vandinn vex þegar segja þarf sögu eða frétt, því þá þarf að velja úr staðreyndum og túlka.
Staðreynd er staðhæfing sem almennt er talin sönn. Eitthvað hefur gerst, atburður, hlutur eða fyrirbæri sem skapa tiltekið ástand. Það er hægt að lýsa því og flokka. Allar staðreyndir eru dýrmætar ef áfangastaðurinn er sannleikurinn.
Staðreyndir í hverju máli eru í raun svo margar að valið á þeim býr til þráð sögunnar. Það er alltaf einhver sem segir söguna og hún er aldrei alveg hlutlaus heldur miklu fremur trúverðug eða ótrúverðug, líkleg eða ólíkleg.
Það skiptir máli að lýsa og greina kjarna málsins en það skiptir einnig hvað fréttamaðurinn býst við …
Athugasemdir