Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Öskubílarnir í Kristjaníu. Dagbók frá Kaupmannahöfn XXII.

Ill­ugi Jök­uls­son hafði áhyggj­ur af hreins­un­ar­deild frírík­is­ins Kristjan­íu. En það reynd­ist al­gjör óþarfi.

Öskubílarnir í Kristjaníu. Dagbók frá Kaupmannahöfn XXII.

Ég kleif upp á svolítið hæðardrag fyrir ofan miðbæinn í fríríkinu Kristjaníu hér í Kaupmannahöfn.

Þar var satt að segja frekar subbulegt um að litast.

Rusl og drasl og plast og beygluð ílát.

Svo ég sagði við piltana sem með mér voru:

„Það vantar líklega alveg hreinsunardeild í infrastrúktúrinn hér í fríríkinu.“

En þar skjátlaðist mér hrapalega.

Þegar við komust niður á jafnsléttu aftur, þá rákumst við einmitt á hreinsunardeild Kristjaníu að störfum á þeim litríkasta öskubíl sem ég hef séð á byggðu bóli.

Og úti við hlið beið annar bak við hús. 

Hreinsunardeildin hefur bara átt eftir að koma sér þarna upp á hæðina og hirða ruslið þar.

Kristjanía er skemmtilega litríkur staður og fjölbreytni mannlífsins er aðdáunarverð.

Ég tók nokkrar myndir þar sem mér sýndist það í lagi, sums staðar var beinlínis boðið upp á myndatökur en auðvitað tók maður engar myndir þar sem hasssölumennirnir eru með bása sína.

Hér að ofan var annar öskubíllinn, hér að neðan kemur hinn og svo ýmislegt húsnæði í Kristjaníu.

Fjórir íslenskir piltarhalda á brott úr skoðunarferð um Kristjaníu.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár