Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Í flestum löndum hefði ráðherra sagt af sér“

Sig­ur­mund­ur G. Ein­ars­son, eig­andi Vik­ing Tours í Vest­manna­eyj­um, tel­ur að ráð­herra sem tek­ur ákvörð­un eins og Jón Gunn­ars­son sam­göngu­ráð­herra gerði segði af sér í flest­um öðr­um lönd­um en á Ís­landi. Haf­svæð­ið milli Ís­lands og Vest­manna­eyja hef­ur ver­ið skil­greint sem fjörð­ur eða flói til að rýmka fyr­ir far­þega­sigl­ing­um. Sleg­ið var af ör­yggis­kröf­um vegna sigl­ing­ar Akra­ness milli lands og Eyja.

„Í flestum löndum hefði ráðherra sagt af sér“
Sigurmundur G. Einarsson Eigandi Viking Tours í Vestmannaeyjum segir ákvörðun samgönguráðherra um að heimila Akranesferjunni að sigla milli lands og Eyja vera hagsmunapot og brot á jafnræðisreglum. Mynd: Úr einkasafni

„Þetta heitir mismunun og ekkert annað. Þetta heitir brot á jafnræðisreglum og í flestum löndum hefði ráðherra sagt af sér eftir svona aðgerðir,“ segir Sigurmundur G. Einarsson, eigandi Viking Tours í Vestmannaeyjum, um ákvörðun Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra um að leyfa ferjunni Akranes að sigla frá Landeyjahöfn til Heimaeyjar um verslunarmannahelgina.

Pistill Sigurmundar um sama efni, „Hið „nýja“ Ísland - viljum við það?“ hefur vakið talsverða athygli í vikunni. Í pistlinum ræðir hann um „hagsmunagæslumenn“ sem „haga sér eins og þeir eigi Ísland skuldlaust“. „Ég er búinn að fá nóg af hagsmunapoturunum sem kippa í spottana og telja sig geta vaðið yfir allt og alla þegar þeim hentar. Ég spyr: Eigum við ekki að krefjast sama réttlætis og jafnræðis fyrir alla?“

Eins og kunnugt er hafnaði Samgöngustofa umsókn Eimskips um að nota ferjuna Akranes til siglinga milli lands og Eyja um verslunarmannahelgina. Vestmannaeyjabær kærði ákvörðunina hins vegar til samgönguráðuneytisins sem felldi í kjölfarið úr gildi ákvörðun Samgöngustofu, eftir yfirlýsingar Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra, sem sigldi síðan sjálfur með Akranesinu til Eyja fyrir þjóðhátíð. 

Breytti bát fyrir tugi milljóna til að uppfylla kröfur

Sigurmundur hefur rekið ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum í mörg ár. Árið 2013 keypti fyrirtækið farþegabát með það fyrir augum að sigla á milli Landeyjahafnar og Heimeyjar. Hann segist hins vegar hafa þurft að breyta bátnum fyrir tugi milljóna til þess að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til farþegabáta sem sigla á úthafi, B-flokki. „Við byrjuðum að sigla til Landeyjahafnar, sem enginn hafði gert áður, í byrjun árs 2015 og fluttum um 2.500 manns milli lands og Eyja frá janúar til apríl. Árið 2016 fengum við aftur samning við Vegagerð og sigldum frá Landeyjahöfn frá janúar og fram í maí. Þá fluttum við um 1.500 manns, en þennan vetur var mun verra veður og því farnar færri ferðir. Núna árið 2017 neituðu þeir að gera samning við okkur þar sem þetta þóttu of fáar siglingar,“ segir Sigurmundur. 

„Síðan er þessi ferja færð hingað yfir til að sigla á Þjóðhátíð án þess að uppfylla nauðsynlegar kröfur.“

„Ég er með skip sem hefur fullt leyfi til siglinga til Landeyjahafnar og þessi ár, 2014 til 2016, fluttum við að jafnaði tvö þúsund manns á Þjóðhátíð í samstarfi við ÍBV. Í sumar var hins vegar ekki haft samband við okkur, heldur tók ráðherra sig til og breytti hafsvæðinu hérna á milli, þvert á alþjóðareglur, svo Baldur fengi að sigla hérna á milli í vor. Svo leigði Eimskip ferju fyrir Akranes, sem er tilraunaverkefni, og fengu fullt af peningum bæði frá Akranesbæ og Reykjavíkurborg. Síðan er þessi ferja færð hingað yfir til að sigla á Þjóðhátíð án þess að uppfylla nauðsynlegar kröfur. Á meðan liggur minn bátur hérna óhreyfður, sem er búið að breyta til að uppfylla allar þessar kröfur sem voru settar, en ráðherra tekur sig til og leyfir þessar siglingar þvert á ákvörðun Samgöngustofu.“

Hafsvæðið við Eyjar skilgreint sem fjörður eða flói

Haffærni skipa er skipt í flokka. A-flokkur er úthafssiglingar, B-flokkur er strandsiglingar við úthaf og C-flokkur siglingar um firði og flóa. Hafsvæðið á milli Íslands og Vestmannaeyja er í B-flokki, en var tímabundið fært yfir í C-flokk yfir sumarmánuðina. 

Vestmannaeyjabær notar þessa skilgreiningu á hafsvæðinu milli lands og Eyja sem rök í kærunni til samgönguráðuneytisins vegna synjunar Samgöngustofu á að veita ferjunni Akranes leyfi til að sigla milli Landeyjahafnar og Heimaeyjar. Hafsvæði á siglingaleiðinni milli Reykjavíkur og Akraness sé flokkað sem hafsvæði C og hafsvæðið milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja sé einnig hafsvæði C. Undir þessi rök tekur samgönguráðuneytið. Þar sem ferjan Akranes hafi nú þegar tímabundna heimild frá Samgöngustofu til siglinga milli Reykjavíkur og Akraness sé ekkert fram komið að mati ráðuneytisins sem réttlætt geti að synjað verði um heimild til siglinga ferjunnar á sambærilegu hafsvæði milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar enda séu bæði hafsvæðin í flokki C, skilgreint sem fjörður eða flói. 

Jón GunnarssonSamgönguráðherra hefur gripið inn í ákvarðanir Samgöngustofu, með því að slá af öryggiskröfum í farþegasiglingum.

Slegið af öryggiskröfum

Synjun Samgöngustofu snérist hins vegar að litlu leyti um skilgreiningar á hafsvæðum. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir í samtali við Stundina að Akranesferjan flokkist sem háhraðaskip og um slík skip gildi Evrópureglur sem hafa verið innleiddar hér á landi. „Þetta snýr fyrst og fremst að rekstraraðilanum og að hann hafi til að mynda gert áhættumat á skipinu og siglingu þess við þessar tilteknu aðstæður og á þessari tilteknu leið. Rekstraraðilinn þarf að hafa gert sér fullnægjandi grein fyrir mögulegri áhættu og búinn að mynda sér verklagsreglur til þess að mæta mögulegri áhættu,“ segir Þórhildur.

„Rekstraraðilinn þarf að hafa gert sér fullnægjandi grein fyrir mögulegri áhættu“

Í umsögn Samgöngustofu vegna stjórnsýslukæru Vestmannaeyjabæjar segir meðal annars að áður en unnt sé að hefja rekstur háhraðafars þurfi að leggja fram gögn varðandi starfrækslu. Rekstraraðili þurfi því að leggja fram rekstrar,- viðhalds- og þjálfunarhandbækur í þessu skyni eins og við á fyrir fyrirhugaðan rekstur og siglingaleiðir sem þurfi samþykki yfirvalda. Í stuttu máli megi segja að í þessu felast kröfur á að lýsa starfrækslu farsins með tilliti til viðeigandi siglingaleiða. Þetta varðar meðal annars sérstakar aðstæður sem kunni að vera fyrir hendi, verklag við rýmingu, vakt- og hvíldartíma, og einnig neyðar- og viðbragðsáætlanir fyrir siglingaleiðir, þar með talið ráðstafanir fyrir farþega sem þurfa sérstaka aðstoð ef til björgunar kemur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
2
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
6
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár