Jón Höskuldsson héraðsdómari hefur leitað til umboðsmanns Alþingis vegna skipunar á dómurum við Landsrétt. Jón var á meðal þeirra sem matsnefnd um hæfi dómara mat meðal fimmtán hæfustu umsækjenda en Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra ákvað að skipa ekki.
Í kjölfar skipunarinnar óskaði Jón eftir formlegum rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. „Mér barst hann þann 9. júlí og í kjölfar þess hef ég kvartað yfir ákvörðuninni til umboðsmanns Alþingis,“ segir Jón. Þá segist hann ætla að sjá hvað umboðsmaður hefur um málið að segja áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann höfði mál.
Í röksemdafærslu Sigríðar fyrir því að víkja frá niðurstöðu matsnefndar um það hvaða fimmtán umsækjendur skuli skipa sem dómara í Landsrétt lagði hún áherslu á aukið vægi dómarareynslu. Þannig skipti Sigríður út fjórum umsækjendum fyrir aðra fjóra sem allir eru starfandi héraðsdómarar. Jón skrifaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis bréf vegna málsins í maí og vakti athygli á því að …
Athugasemdir