Hulda gaf út ljóðabók með sama nafni, Valbrá, daginn sem sýningin var opnuð og nafnið er ekki valið út í bláinn heldur hefur sterka þýðingu fyrir hana persónulega.
„Ég er með valbrá – fæðingarblett – á handleggnum og einn sumardag fyrir nokkrum árum fór ég upp úr þurru að setja saman ljóð sem henni tengjast. Valbráin er í senn eitthvað sem maður fæðist með og setur mark á mann og einhverjir óskiljanlegir duttlungar í náttúrunni sem við skiljum ekki. Það er það sem ég er að reyna að túlka.“
Eins og oft gerist hjá Huldu urðu ljóðin að myndum, myndirnar að ljóðum, en hún segist ekki gera sér grein fyrir því hvort komi á undan, fyrir henni sé myndlistin ljóðræn og ljóðlistin myndræn og hún vinnur nánast jöfnum höndum með hvort tveggja.
„Ég er þó fyrst og fremst myndlistarmaður,“ segir hún þótt hún hafi meðfram myndlistinni gefið út nokkrar ljóðabækur …
Athugasemdir