Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Öll góð list sprettur úr þögn

Val­brá er yf­ir­skrift mynd­list­ar­sýn­ing­ar Huldu Vil­hjálms­dótt­ur sem nú stend­ur yf­ir í Kling & Bang í Mars­hall­hús­inu. Þar sýn­ir Hulda abstrakt­mynd­ir sem hún seg­ir túlka flæð­ið í nátt­úr­unni og hreyf­ing­ar gróð­urs und­ir vatni.

Öll góð list sprettur úr þögn
Talar í ljóðum Hulda er ekki aðeins með sýningu undir nafninu Valbrá heldur er hún einnig að gefa út ljóðabók með sama nafni, enda segja sumir vina hennar að hún tali í ljóðum. Kannski er það listamannseðlið sem brýst þannig út. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hulda gaf út ljóðabók með sama nafni, Valbrá, daginn sem sýningin var opnuð og nafnið er ekki valið út í bláinn heldur hefur sterka þýðingu fyrir hana persónulega.

„Ég er með valbrá – fæðingarblett – á handleggnum og einn sumardag fyrir nokkrum árum fór ég upp úr þurru að setja saman ljóð sem henni tengjast. Valbráin er í senn eitthvað sem maður fæðist með og setur mark á mann og einhverjir óskiljanlegir duttlungar í náttúrunni sem við skiljum ekki. Það er það sem ég er að reyna að túlka.“

Eins og oft gerist hjá Huldu urðu ljóðin að myndum, myndirnar að ljóðum, en hún segist ekki gera sér grein fyrir því hvort komi á undan, fyrir henni sé myndlistin ljóðræn og ljóðlistin myndræn og hún vinnur nánast jöfnum höndum með hvort tveggja.

„Ég er þó fyrst og fremst myndlistarmaður,“ segir hún þótt hún hafi meðfram myndlistinni gefið út nokkrar ljóðabækur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár