Gabriela Motola er margverðlaunaður ljósmyndari frá Bandaríkjunum sem starfaði í verktöku fyrir RGB, systurfélag kvikmyndaframleiðandans Pegasus. Þar kvartaði hún undan slæmum loftskilyrðum á skrifstofunni og afhenti yfirmönnum sínum læknisvottorð sem gaf til kynna að veikindi hennar tengdust sennilega heilsuspillandi húsnæði á vinnustaðnum. Að lokum var starfssamningi við hana rift. Það gerði aðaleigandi beggja fyrirtækjanna, Snorri Þórisson, þann 22. júní, eftir að yfirmaður hennar hafði samið við hana um þriggja mánaða starfslokasamning.
„Þegar það kemur að því að skilja við verktaka þá hefur hann ekki sömu réttindi og starfsmaður,“ sagði Snorri í tölvupósti til Gabrielu.
Gabriela er 41 árs, fædd og uppalin í New Jersey í Bandaríkjunum, þaðan sem hún flutti til Bretlands þar sem hún bjó til margra ára áður en hún kom til Íslands. Hún út ljósmyndabókina An Equal Difference árið 2015 um jafnréttismál á Íslandi og þær fyrirmyndir sem fyrirfinnast hér.
Í desember 2016 hóf hún störf fyrir …
Athugasemdir