Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Björn Ingi Hrafnsson fyrir dóm vegna skuldar

Verktaki stefndi að­aleig­anda Press­unn­ar og DV, sem hef­ur keypt upp fjölda fjöl­miðla á liðn­um ár­um. Birni Inga Hrafns­syni þyk­ir mál­ið ekki frétt­næmt og seg­ist telja óeðli­legt að fjall­að sé um per­sónu­leg fjár­mál hans.

Björn Ingi Hrafnsson fyrir dóm vegna skuldar
Björn Ingi Hrafnsson Ráðgjafafyrirtæki vill fá greitt frá honum fyrir vinnu sína, en á ekki erindi sem erfiði. Mynd: Skjáskot af ÍNN

Björn Ingi Hrafnsson, aðaleigandi Pressunnar og DV, sem á síðustu tveimur árum hefur keypt upp tugi fjölmiðla, var nýverið boðaður fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna skuldar við ráðgjafafyrirtæki sem reynir að fá greitt fyrir vinnu sína við hús Björns Inga.

Björn Ingi hefur ekki staðið í skilum við ráðgjafafyrirtækið Verksýn fyrir  undirbúningsvinnu vegna viðgerða á húsnæði hans í Grafarholti og nam kostnaðurinn um 700 þúsund krónum. Björn Ingi segir í samtali við Stundina að honum þyki málið ekki fréttnæmt og segist telja óeðlilegt að fjallað sé um persónuleg fjármál hans.

Uppfært: Eftir eftirgrennslan Stundarinnar um málið hefur Björn Ingi greitt kröfuna og var hún greidd að fullu fyrr í dag.

Fjárfestar, sem boðað hafði verið að koma ættu að hlutafjáraukninginu í fjölmiðlaveldi Björns Inga, bökkuðu nýverið út úr hlutafjáraukningunni á grundvelli þess að staða félaganna væri mun verri en gefið hefði verið upp. Þá hefur kaupum á stærstu tímaritaútgáfu landsins verið rift vegna „fyrirsjáanlegra vanefnda“.

Greiðslan sem Björn Ingi skuldar er tilkomin vegna skoðunar, minnisblaðs, kostnaðaráætlun og hönnunar- og teiknivinnu arkitekts sem unnin var á tímabilinu frá ágúst til nóvember í fyrra. Í janúar síðastliðnum fór krafan í lögfræðiinnheimtu og endaði því næst hjá héraðsdómi. Þann 30. maí var málið dómtekið og nú er beðið eftir undirritun á stefnuna svo sækja megi kröfuna með aðför.

Lögfræðingur Björns Inga mætti í tvígang og bað um frest vegna málsins en þegar taka átti málið fyrir var enginn á vegum Björns Inga viðstaddur. Féll því svokallaður útivistardómur sem felur í sér að mál er dæmt í fjarveru stefnda og kröfur stefnanda teknar til greina, ef þær eru samkvæmt lögum.

Þykir óeðlilegt að fjallað sé um einkafjármál sín

Uppfært: Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður hefur staðfest fyrir hönd Jónatansson og Co Lögfræðistofu að samkomulag hafi verið gert í máli Björns Inga og lögfræðistofunnar fyrir hönd Verksýn. Þá hafi skuldin verið að fullu greidd.

Stundin leitaði svara vegna málsins hjá Birni Inga sem vildi ekki tjá sig um það. „Stundin hefur áður fjallað um mín persónulegu fjármál og gerir það ítrekað og það verður bara að hafa það. Ég get ekki haft stjórn á því hvernig innræti ykkar er,“ segir Björn Ingi. Þá sagði hann að í þeim fjölmiðlum sem hann gæfi út væri ekki fjallað um einkafjármál fólks með þessum hætti.

Reynir Kristjánsson, framkvæmdastjóri VerksýnarSegir ekkert fyrirkomulag við Björn Inga um greiðslu liggja fyrir.

Skömmu eftir samtal blaðamanns við Björn Inga barst tölvupóstur frá Birni Inga þar sem fram kom að samið hefði verið um fyrirkomulag greiðslu og að lögfræðistofa Verksýnar gæti staðfest það. Stundin hafði samband við lögfræðistofuna sem kannaðist ekki við að samið hefði verið í málinu. Þá hafði Stundin samband við Reyni Kristjánsson, framkvæmdastjóra Verksýnar. „Hann hefur ekki haft samband við mig. Þá liggur fyrirkomulag greiðslunnar fyrir í dóminum og ekkert sem að semja þarf um,“ segir Reynir.

Farið var fram á nauðungaruppboð hjá Birni Inga

Fyrr á árinu fjallaði Stundin um að farið hefði verið fram á nauðungaruppboð hjá Birni Inga á mikið veðsettu húsi hans. Það var gert aðeins mánuði eftir að tilkynnt var að Björn Ingi, væri að kaupa stærstu tímaritaútgáfu landsins. Vegna fyrirsjáanlegra vanefnda á greiðslu kaupverðs og slæmrar fjárhagsstöðu Pressunnar ehf. var kaupum á tímaritaútgáfunni Birtíngi hins vegar síðar rift.

Birni Inga þótti óðlilegt að Stundin fjallaði um boðun á nauðungaruppboði á eign hans. „Langflest nauðungaruppboð sem eru auglýst verða ekki að veruleika. Þetta er bara eins og ákveðinn frestur, það bara gefur auga leið. Það er ekkert lengur í þessu máli,“ sagði Björn Ingi.

Björn Ingi er skráður til heimilis á eigninni í Þjóðskrá ásamt eiginkonu sinni. Boðun á nauðungaruppboðinu var auglýst í Lögbirtingablaðinu.

Sagði starfsmenn vera á of háum launum

Greint var frá því í maí að hópur fjárfesta, sem boðað hafði verið að kæmu að Pressunni, hefðu flestir hætt við að leggja 300 milljónir króna til fyrirtækisins. Ástæðan væri, samkvæmt frétt Kjarnans, að mun verri fjárhagsstaða væri á félögunum sem Björn Ingi leiðir, heldur en gefið hefði verið til kynna. 

Í frétt Kjarnans kom fram að fjárfestarnir höfðu áður lánað umtalsverða fjármuni til að greiða opinber gjöld sem voru í vanskilum til að koma í veg fyrir að tollstjóri myndi innsigla félög sem tilheyra samsðunni. Alls voru skuldir samstæðunnar taldar nema um 700 milljónum króna. Þar af skuldaði félagið um 300 milljónir í lífeyrissjóði, stéttarfélög og opinber gjöld, svokölluð rimlagjöld.

Fyrr á árinu greindi Fréttablaðið frá því að stéttarfélagið VR hefði krafist þess að útgáfufélag DV væri tekið til gjaldþrotaskipta vegna vangoldinna launa félagsmanns þess. Í viðtali við Fréttablaðið sagði fyrrverandi auglýsingasölumaður á DV að auk þess sem hann ætti kröfu upp á milljón á félagið hefðu meðlagsgreiðslur verið dregnar af launum hans en þeim síðan haldið eftir. Lífeyrissjóður verslunarmanna hafði áður gert árangurslaust fjárnám hjá DV vegna þess að lífeyrisgreiðslur sem dregnar voru af starfsmönnum höfðu ekki skilað sér til sjóðsins. 

Í maí sendi Björn Ingi bréf til starfsmanna Pressunnar og DV þar sem hann sagði félagið þurfa á hjálp þeirra að halda við að snúa rekstrinum við. Útskýrði hann slæma fjárhagsstöðu félagsins í meðal annars með því að hann greiddi þeim of há laun. „Við erum að greiða starfs­fólki okkar hærri laun en gengur og ger­ist (eða svo er okkur sagt) og kannski höfum við verið of róm­an­tískir að halda úti efn­is­þáttum sem ekki standa undir sér. Við höfum lagt mikla áherslu á jákvæðan starfsanda og að starfs­fólki líði eins og það sé hluti af stórri fjöl­skyldu.“ 

Einn tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn 

Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar hafði Björn Ingi tæpar 2,4 milljónir króna í mánaðarlaun í fyrra og var þriðji launahæsti fjölmiðlamaður landsins á eftir Davíð Oddssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, og Haraldi Johannesen, ritstjóra og framkvæmdastjóra útgáfufélags Morgunblaðsins. Björn Ingi hefur gegnt stöðu útgefanda fjölmiðlafyrirtækis Pressunnar og DV, en tók nýverið einnig við stöðu ritstjóra vefmiðilsins Eyjunnar. 

Í tekjublaði DV voru birt laun fleiri stjórnenda Pressusamstæðunnar. Á þeim lista var Davíð Oddsyni efstur allra, en næst komu þeir Steinn Kári Ragnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri DV, með 2 milljónir á mánuði og Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri Pressunnar, með 1,8 milljónir á mánuði. Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV, er með 1,4 milljónir á mánuði, en samhliða störfum sínum sem ritstjóri DV hefur hún verið fastur álitsgjafi í Kiljunni, bókmenntaþætti á RÚV. 

Aðrir starfsmenn samstæðunnar voru ekki á lista yfir tekjuhæstu fjölmiðlamennina. 

Samkrull viðskipta, fjölmiðla og stjórnmála

Björn Ingi var til umfjöllunar í rannsóknarskýrslu Alþingis vegna mikilla lántaka hjá bönkunum fyrir hrun og hagsmunaáreksturs þeim tengdum. Hann var sá fjölmiðlamaður sem mesta fyrirgreiðslu hafði fengið hjá bönkunum. Félag hans fékk kúlulán hjá Kaupþingi til að kaupa hlutabréf í Kaupþingi, Exista, Bakkavör og Spron. Skuldir félagins voru orðnar yfir hálfur milljarður króna.

Hann var aðstoðarmaður forsætisráðherra þegar hann fékk hluta af þeim lánum sem hann útvegaði. Kaupþing veitti honum 60 milljóna króna kúlulán til kaupa á hlutabréfum í bankanum, eingöngu með veði í bréfunum sjálfum. Síðar var hann ritstjóri viðskiptablaðsins Markaðarins á sama tíma og hann fékk lán til kaupa á hlutabréfum í Exista. Hlutabréfaviðskiptin í gegnum Kaupþing héldu áfram meðan Björn Ingi starfaði á Fréttablaðinu og skrifaði um málefni bankans. Félag hans, Caramba ehf, var úrskurðað gjaldþrota í september 2011. Sjálfur hlaut hann 100 milljóna króna lán.

Björn Ingi steig til hliðar sem ritstjóri Pressunnar þegar fyrirgreiðsla hans hjá bönkunum samhliða störfum hans í stjórnmálum og fjölmiðlum komst í hámæli. „Hér er ekkert ólöglegt á ferðinni,“ sagði hann í yfirlýsingu í apríl 2010. Hann lýsti því að hann hefði tapað öllu. „Við hjónin töpuðum öllum okkar sparnaði og miklu meira en það í hruninu.“

Þá hafði hann þegar stofnað vefmiðilinn Pressuna.is. Fjármögnun hennar kom að hluta til frá VÍS, sem var í eigu Exista, sem aftur var í eigu Lýðs og Ágústs Guðmundssona.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár